Færsluflokkur: Bloggar
12.11.2008 | 13:11
Get ekki orða bundist. Hvað kallast það ef það er í bundnu máli
Mér datt í huga að fara hratt yfir atburðarásina, svona eins og Shakespeare á 90 mínútum. Ég læt lesanda eftir að ráða í tilvísanir í atburði.
Ég er ekki skáld að mennt og því flæða þessi bragfræðiafbrot með óafvitað og það verður bara svo að vera.
Bönkunum hugðust þau bjarga
en báru ekki víur í marga.
Bara að þau gætu nú við þetta hætt.
Þau rústuðu öllu sem ríkið
rak þá og ýttu í síkið
með öllu sem þau gátu við þetta bætt.
Illt er þá aðra að saka
sem eingöngu krókinn sinn maka
á kostum sem þeim var sannlega rétt.
Fingrum við otum að öðrum
sem endemis bölvuðum nöðrum.
En flest hefðum gert það sama svo létt.
Þau hlupu upp til handa og fóta
helför að Glitni að móta,
ríkisvæðingar næturnar myrkar.
Skýr voru merkin sem skinu
og skelfing að þau ekki hrinu.
Baksýnisspegillinn virkar
Friedlander-Singer er farinn,
frosinn því Landsbanki er marinn.
Okkar stórvinir Bretar sér endurkjör tryggja.
Þeir kompaní versla og koma í umferð
en kosta með lánum með veði í velferð.
Er ekki lán hægt á láni að byggja?
Er Seðlabanki vor sjálfur
sérlega æðst setti álfur
allsendis trausti og skilningi rúinn?
Er rétt þessar raunir að festa
við ráðamenn staka og bresta
í lýðskrumsins kór þú ert búinn?
Nú hring eftir hring eltum skottið
með alþjóðlegt háðið og spottið.
Svíar bíða nú láns, sem sjálft bíður Svía.
Milljarða þurfum svo marga af haugi
má þá ei sækja í hirslur hjá Baugi?
Væntingar eru svo hátt ofar skýja.
Þau gjörningaveður sem geysa
eru vandi sem gott er að leysa
Því aðeins að þjóðin sig hemji á fundum.
Það bjargar engu að baula
og blístra með vitgrönnum aula.
Framferði Harðar er skammarlegt stundum.
Við rísum úr stónni öll sterkari
og sjálf verður þjóðin af merkari.
Við sýnum að við getum gert það sem þarf.
Nú mest þarfa að þjappa
þétt saman og stappa
stálinu í þjóð sem fékk þrautseigju í arf.
Bloggar | Breytt 13.11.2008 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 11:12
Bjarna burt!
Ég minni á að Bjarni Harðarson situr í Þingvallanefnd.
Það má ekki gleymast að víkja honum þaðan hið snarasta.
Þeir sem til þekkja vita að hans vinnubrögð þar hafa gefið tilefni til þess. Þegar við bætist hvernig hann flettir ofan af sínum innra manni á þennan máta má það ekki hjá líða að losna við hans klístraða fingrafar alls staðar sem því verður við komið.
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2008 | 13:12
Misskilinn leiðtogi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 16:15
Þau voru súr
Ég hef lýst þeirri skoðun minni að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði átt að halda að sér höndum og koma sér í var. Það mun því miður koma berlega í ljós að ég hef rétt fyrir mér. Það mun gerast á þá leið að þessi sorglega atburðarás er svo einföld á yfirborðinu að almenningur mun eiga mjög auðvelt að muna hana alla. Þegar svo líður á kjörtímabilið og borgarstjórn þarf að taka á málum á miður vinsælan máta mun minnihlutinn halda valdasetuklúðrinu hátt á lofti og meirihlutinn mun þurfa að eyða tíma sínum öllum í að sannfæra almúgann allan um að á stjórnarheimilinu sé allt í himna lagi. Nixon sagði Let them deny it" Öll orkan fer í það og þegar að kosningum kemur verða það fleiri en ég og fleiri en bara Reykvíkingar sem hafa glatað trúnni. Þetta fer á versta veg, því miður.
Illa sat hann í stólnum en verr stendur hann upp úr honum. Víkjandi Borgarstjóri kjökrar og brigslar mönnum um svik og pretti. Honum hefði verið hollast að lýsa yfir vonbrigðum með þessi endalok og láta þar við sitja. Líða hljóðlega inn í sólarlag síns pólitíska ferils og hverfa í gleymsku þegjandi með þeirri reisn sem í því felst að taka hlutunum eins og maður.
Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 15:13
Mér er ómótt. Hvern get ég kosið næst.
Á einhver skrítinn hátt er búið að svipta mig kosningarétti í næstu borgarstjórnarkosningum.
Ef Sjálfstæðismenn mynda aftur borgarstjórnarmeirihluta með Framsóknarmönnum lofa ég því að mitt atkvæði í næstu borgarstjórnarkosningum fer ekki til D lista.
Ég mun þurfa að brosa vandræðalega og skammast mín út þetta kjörtímabil og fórna höndum í uppgjöf. Ég er reyndar alsæll að Ólafur F. Magnússon er ekki borgarstjóri lengur en mig setur hljóðan við það að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna skuli vera svona skyni skroppinn að sjá ekki að þetta er þeirra versti leikur í stöðunni.
Þið eruð orðin aðhlátursefni. Meira nú en þegar þið voruð í helgreipum ÓFM. Sá óvinafagnaður sem þið hafið stofnað til mun skaða ykkur, og mig, illa í framhaldinu.
Nýr meirihluti að fæðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2008 | 08:53
Nei! Hætta strax!
Það komst hreyfing á málin. Núverandi meirihluti að bresta og er það vel.
Þau mega eiga það sem þau hafa vel gert. Að mínu mati er borgin fallegri og hreinni núna en nokkurn tíma áður og margir aðrir hlutir á beinni uppleið og það eigna ég átaki starfandi meirihluta, í það minnsta að hluta. Það er bara ekki það sem er að. Þó mikið sé gefandi fyrir að hafa töglin og hagldirnar til að geta komið sínum hugðarefnum í framkvæmd er þó meira um vert að haga hlutunum þannig að maður tryggi sér stjórnaraðkomu til framtíðar. Þetta er borgarfulltrúunum að sjálfsögðu ljóst og því fer ónotalega um mig þegar fjölmiðlar upplýsa um þreifingar í þá veru að draga Framsókn inn í meirihlutann. Það væri grátbrosleg niðurstaða ef upphaflegur meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar væri endurvakinn. Það að bjóða þeim að borðinu núna og bæta þeim við hefði einn kost. Það drægi tennurnar úr ÓFM en þeim tönnum væri samstundis komið fyrir í skoltum Framsóknarmanna sem dæmin sýna að myndu ekki víla það fyrir sér að bryðja. Það væri beinlínis skylda þeirra að nýta svo gullvægt tækifæri til að láta til sín taka. Þessi niðurstaða væri líklega meira sorgleg en brosleg því það er löngu komið nóg af því að Sjálfstæðismenn útvegi Framsóknarflokknum völd langt umfram kjörfylgi.
Til borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna beini ég þú enn og aftur þeim eindregnu tilmælum að hætta og það strax. Hristið af ykkur allan grun um að þið hyggist grafa neglurnar í þá hrjúfu jörð sem þrákelni og valdasýki er og láta skrapa þær upp að kviku þegar áframhaldandi þátttaka í brothættu meirihlutasamstarfi dregur ykkur dýpra í svað ráðaleysis.
Hætta strax!
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 08:36
Ekki grafa dýpri holu
Hér er einföld ábending til borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Hættið strax og dragið ykkur út úr þessari endaleysu.
Þið genguð til þessa samstarfs eftir að hafa unnið með Ólafi F. Magnússyni í borgarstjórn um langt skeið. Ykkur var dagljóst frá upphafi að maðurinn er ósamstarfshæfur. Því ætti ykkur að vera jafn ljóst að það að grafa ykkur dýpri holu til að sökkva í gerir ekkert annað en að minnka möguleika ykkar til að komast aftur til áhrifa í borgarmálum um langa framtíð. Látið af þessu og leifið honum að grafa sér gröf. Ég er mest hræddur um að það sé nú þegar um seinan fyrir ykkur en það er kannski ekki of seint fyrir mig sem borgara.
Einu lofa ég ykkur. Ef þið hættið ekki þessu samstarfi hið snarasta munuð þið ekki fá mitt atkvæði í næstu kosningum. Það er nú þegar orðið tvísýnt.
Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2008 | 09:13
Skaðinn er skeður þó enn megi laga stöðuna
Kæri borgarstjórnarmeirihluti.
Það virðist vera lýðum ljóst að ykkar tími er liðinn. Hann kom reyndar aldrei almennilega en nú er mál að þið rísið upp við dogg, nuddið stírurnar úr augunum og sjáið raunveruleikann eins og hann er. Ef þið slítið ekki þessu ólánlega samstarfi er dagljóst að meirihluta þátttöku Sjálfstæðisflokksins í borgarstjón er lokið um all-nokkurt skeið.
Ég fullyrði að enginn borgarstjórnarflokkur hefur gert önnur eins reginmistök og þessi annars góði hópur sem situr fyrir hönd Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þetta samstarf er ekki byggt á sandi. Verra. Þetta samstarf er byggt á Ólafi F. Magnússyni. Það er nú undirstaða í lagi.
Í öllum bænum gangið út úr þessu samstarfi hið snarasta til að bjarga því sem bjargað verður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2008 | 16:08
Í guðs bænum slítið þessu samstarfi
Sorglega röð meirihlutamyndana í borgarstjórn Reykjavíkur þetta kjörtímabil þekkja allir og því ekki þörf að rekja þá sorgarsögu en núna get ég ekki orða bundist.
Ég þekki borgarstjóra ekki hót persónulega enda kemur það málinu ekkert við. Ég er ekki heyrnarlaus og blindur á framkomu þessa manns og er það því dagljóst að hæfileikasnauðari borgarstjóra hefur Reykjavík aldrei þurft að þola. Ég taldi að ekki væri hægt að sökkva dýpra þegar Steinunni Valdísi var þröngvað upp á borgina en nú hefur sannast að enn er hægt að komast lægra og hægt er að finna fólk með jafnvel rýrari hæfileika en sú kona hafði.
Ekki nenni ég að taka þátt í því pexi sem í gangi er vegna kastljóss gærkvöldsins því erfitt er að meta hvor stóð sig verr, Ólafur F eða Helgi Seljan. Hitt er víst að báðir komu illa frá þeirri viðureign.
Það sem mig langar er að grátbiðja borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins að finna ástæða, einhverja ástæðu, til að slíta núverandi samstarfi við Ólaf F. Magnússon. Þetta samstarf er til skammar. Þið sitjið í súpunni og munið þurfa að dragnast með þennan draug út kjörtímabilið og að því loknu tapa næstu borgarstjórnarkosningum á svo stórkostlegan máta að það verður erfitt að ná landi í langan tíma eftir það. Það má einu gilda hversu góð ykkar verk verða það sem eftir lifir þessu kjörtímabili. Þið sitjið uppi með þvergirðingslegasta sauðhaus sem reikað hefur um völl stjórnmálanna frá upphafi tíma (nema kannski er vera kynni að Hjörleifur sé verri) og það hvort sem gripurinn er borgarstjóri eða ekki. Hann gaf það út nýverið að hann "gæfi engan afslátt" á skoðunum sínum hvort sem hann væri í stjórn eða stjórnar andstöðu. Þetta hlýtur að gefa ykkur vísbendingar um að hann verði ykkur ekki bara erfiður ljár í þúfu á meðan hann lítilsvirðir borgarstjóraembættið, hann verður ykkur dragbítur út kjörtímabilið og kemur í veg fyrir að þið komist nálægt endurkjöri ef þið þraukið til enda.
Ef þið finnið ykkur leið til að slíta þessu samstarfi og gangið út með einhverskonar reisn núna og sitjið á hliðarlínunni það sem eftir lifir kjörtímabili án þátttöku í borgastjórn er eilítill möguleiki að misgjörðir þess meirihluta sem við tekur verði nægar til að dapurt minni kjósenda breiði yfir það vandræða ástand sem komið er á í borginni. Ykkar núverandi þátttaka í dapurri atburðarás í borgarstjórnarmálum hefur klárlega áhrif á landsvísu þó að framganga núverandi vinstri stjórnar vegi þar reyndar þungt líka.
Ekki draga um of að slíta þessu samstarfi. Vaknið og víkið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 13:47
Stóra Bleika og Bláa málið reynist ekki hámark vandræðagangsins
Femínistafélagið kærir Vísa-klám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)