Misskilinn leiðtogi

Hörður Torfason æsir til uppþota og skilur svo ekkert í því að fólkið sem hann safnaði á Austurvöll kastar eggjum og tómötum og hegðar sér eins og versti skríll. Maðurinn er hissa!Virkja reiðina segir hann. Hvað heldur Hörður Torfason að komi út úr því að æsa fólk sem hefur lent í alvarlegum fjárhagslegum hremmingum af margvíslegum toga. Heldur hann að sárreitt fólk safnist saman á Austurvelli til að styrkja og hugga hvert annað? Heldur Hörður að fólkið komi saman á Austurvelli til að leita blárra blóma? Heldur hann að það að espa fólk upp og safna örvingluðu fólki hundruðum eða þúsundum saman á einum stað geri eitthvað til að bæta ástandið á einhvern hátt?Hvaða hugsanlegt gagn gæti verið af því að gera landið stjórnlaust vegna kosninga í miðri þessari orrahríð? Svona lítur málið út. Ef við gefum okkur það að núverandi stjórnvöld (ríkisstjórn og alþingi) séu að vinna að því af heilindum að finna lausn á aðsteðjandi vanda, heldur einhver að það hjálpi til standa við útidyrnar og berja uppá til þess að reyna að víkja réttkjörnum fulltrúum frá. Getur það gert nokkuð annað en að grafa enn fremur undan trúverðugleika okkar samningamanna við þeirra störf. Settu þig í þau spor að þú sitjir öðrum megin við borðið, með gargandi skríl bakvið þig sem heimtar að þú víkir, og reynir að semja við Icesave-brenndan Breta hinu megin borðsins. Er sá líklegur til að hafa samúð með þínum sjónarmiðum og vilja koma til móts við þig? Bretinn veit sem er að tíminn er dýrmætur og þú hefur ekki efni á að tefja og reyna að semja þig út úr vandanum. Við þessar kringumstæður er Hörður Torfason að valda landi og þjóð miklu tjóni. Ég held að gargandi villimennirnir á Austuvelli ættu frekar að beina sínu eggjakasti að Herði og gefa yfirvöldum svigrúm til að ná landi áður en krafan um koningar er reifuð frekar.Við höfum ekki tíma til að fá nýtt fólk sem stendur. Við skulum sjá hvað setur þega um hægist og fólk fer að róast og sjá hlutina í réttu ljósi. Þegar meiri upplýsingar liggja fyrir getum við betur metið hvað er rétt og hvað er rangt. Hver sagði satt, hver laug og hvern skal draga fyrir dóm. Það verða einhverjir látnir svara til saka.Undanfarna daga hafa æstar upphrópanir byggðar á litlum eða engum heimildum tröllriðið öllum fjölmiðlum. Slíkt gerir ekki nokkurn hlut annan en að auka á vanlíðan þeirra sem nú þegar hafa orðið fyrir barðinu á hörmungum undanfarinna vikna. Davíð og restin af Seðlabankastjórninni mun víkja þó ekki væri nema bara vegna þess að þessir menn eru rúnir trausti, með réttu eða röngu. Fleiri hausar munu fjúka, sumir réttilega, aðrir að ósekju til að slökkva blóðþorstann. Það er bara rangt að grafa sér dýpri holu við núverandi aðstæður.Ég hef ekki minnstu samúð með nokkrum af okkar ráðamönnum sem viljandi hafa kallað þetta yfir okkur. við munum komast að kjarna málsins og þá er mál að láta verkin tala. Þegar við vitum hvað er hverjum að kenna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband