Þau voru súr

Ég hef lýst þeirri skoðun minni að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði átt að halda að sér höndum og koma sér í var. Það mun því miður koma berlega í ljós að ég hef rétt fyrir mér. Það mun gerast á þá leið að þessi sorglega atburðarás er svo einföld á yfirborðinu að almenningur mun eiga mjög auðvelt að muna hana alla. Þegar svo líður á kjörtímabilið og borgarstjórn þarf að taka á málum á miður vinsælan máta mun minnihlutinn halda valdasetuklúðrinu hátt á lofti og meirihlutinn mun þurfa að eyða tíma sínum öllum í að sannfæra almúgann allan um að á stjórnarheimilinu sé allt í himna lagi. Nixon sagði „Let them deny it" Öll orkan fer í það og þegar að kosningum kemur verða það fleiri en ég og fleiri en bara Reykvíkingar sem hafa glatað trúnni. Þetta fer á versta veg, því miður.

 Illa sat hann í stólnum en verr stendur hann upp úr honum. Víkjandi Borgarstjóri kjökrar og brigslar mönnum um svik og pretti. Honum hefði verið hollast að lýsa yfir vonbrigðum með þessi endalok og láta þar við sitja. Líða hljóðlega inn í sólarlag síns pólitíska ferils og hverfa í gleymsku þegjandi með þeirri reisn sem í því felst að taka hlutunum eins og maður.


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband