How to lie with statistics

Fyrirsögnin vķsar ķ heiti afar gagnlegrar bókar eftir Daniel Huff sem gefin var śt 1954. Sķšan hefir mikiš vatn runniš til sjįvar en efni bókarinnar į mjög vel viš enn ķ dag.

Ķ žessari viku hefur nż könnunin į lifshamingju, hag og fjįrhagsstöšu veriš birt į vef maskina.is Žessi könnun hefur veriš til umfjöllunar undanfarna daga. Mest hef ég heyrt um žetta rętt į RŚV, hvernig sem į žvķ stendur.

Žessi umfjöllun minnir mig mjög į pissukeppni flokkspólitķsku mįlgagnanna hér įšur. Žiš muniš hvernig žetta var. Ef vinstri menn héldu mótęlafund einhvers stašar var birt mynd ķ Žjóšviljanum sem tekin var beint framan viš hópinn žannig aš mannfjöldinn fyllti rammann og myndatexti gaf til kynna aš ógrynni manns hafi veriš į stašnum. Į sama tķma birti Mogginn loftmynd tekna meš gleišlinsu sem sżndi handfylli manns ķ hnapp og textinn śtskżrši fyrir okkur aš enginn įhugi hefši veriš į mįlefninu eins og dręm męting sżndi svo vel. Žetta virkaši nįkvęmlega eins į bįša bóga. Fréttaflutningur mišaši aš žvķ aš lita nišurstöšur žóknanlegum litum žess sem flutti.

Žaš sem sló mig ķ žessari nżjustu umfjöllun var setning śr nišurstöšum könnunarinnar sem sķfellt var endurtekin og hljóšar svona: "Kjósendur Pķrata eru ólķklegastir til aš nį endum saman, eša nęstum 40% žeirra (14,3% + 24,5%) en meira en 55% kjósenda Sjįlfstęšisflokksins eiga afgang um hver mįnašarmót"

Žetta vakti enga athygli ķ umfjölluninni į RŚV.

Hvaš žżšir žetta? Ķ hnotskurn er nišurstašan žessi. 38,8% kjósenda Pķrata nį illa, eša ekki, endum saman en 61,2% žeirra nį endum saman eša eiga afgang.
Hinn hluti žessarar setningar merkir aš užb. 45% kjósenda Sjįlfstęšsflokks eiga ekki afgang ķ lok mįnašar en 55% žeirra eiga afgang.

Af hverju eru žessar tölur ekki birtar žannig aš žęr séu samanburšarhęfar? Hvert er hlutfall Pķrata sem nį ekki endum saman aš višbęttum žeim sem nį endum saman įn žess aš eiga afgang?

Nśna ętla ég ekkert sérstaklega aš gera neinum upp neitt sérstakt višhorf eša afstöšu og lęt öšrum bara eftir aš tślka žessa framsetningu hver fyrir sig en finnst sjįlfum aš eitthvaš skorti į gagnrżna hugsun ķ žessari umfjöllun.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband