Núna vill Dagur fara að vanda sig

Í þessari könnun http://www.ruv.is/frett/islenskir-unglingar-vilja-flytja-ur-landi kemur fram að ungt fólk vill frekar flytja til útlanda en Reykjavíkur.

Þetta eru ekki góð tóðindi og ég held að núna ættu Borgaryfirvöld að hugsa sinn gang.

Borgarstjóri bregst við, kallar þetta byggðavanda og aðspurður segir hann að Borgin þurfi að vanda síg í framhaldinu við uppbygginguna og eitthvað fleira í þeim dúr. Honum dettur ekki í hug að það hvernig staðið hefur verið að málum undanfarin ár með þróun Reykjavíkur hafi nein áhrif á þessa afstöðu unga fólksins. Hann virðist halda að unga fólkið gruni eitthvað um þróun Borgarinnar í framtíðinni sem veldur þessari afstöðu, frekar en að núverandi ástandi sé um að kenna.

Hvaðan í ósköpunum kemur þessi þrá og árátta að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að gera Borgina þrönga og dimma svo hún líkist sem mest borgum á borð við París? Hvers vegna eigum við að storma í átt til þéttingar byggðar og þrengsla? Er það virkilega til að við getum rekið hagkvæmt Strætókerfi eða sporvagna? Er það aðal baráttmál Borgaryfirvalda að skapa svo mikil þrengsli um borgarana að það sé hægt að segja seinna að núna loksons geti Strætó, eða Sporó, staðið undir sér og það sé því miður bara ekki hægt að leyfa öllum borgurunum að eiga sinn bíl. Við eigum ógrynni af innlendri, hreinni orku til að gera það þannig að mengun á ekki að vera vandamálið. Í dag er verið að byggja nýtt húsnæði sem er þannig útfært að það er innan við 1 bílastæði per íbúð. Á Lýsisreitnum eru 0,8 stæði á íbúð. Einn af hverjum fimm íbúðum getur ekki fylgt bíll og heimsóknir akandi eru ekki gerlegar. Þetta er að gerast víðar.

Ef nógu mikið er þjarmað að samgöngum, og núverandi kostir gerðir nægilega erfiðir, er vitanlega hægt að neyða fleiri á reiðhjól en þeir eru í dag þvert ofan í þeirra yfirlýstan vilja sem hefur mælst ítrkað. 4% borgarbúa hafa hug á að fara ferða sinna á reiðhjóli en Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn og Dagur vita betur hvað er okkur fyrir betsu og eru algerlega staðráðnir í að hunsa vilja fólksins. Í föðurlegri umhyggju og fyrirhyggju hefur þetta fólk lýst því yfir að þetta hlutfall skuli verða 8% sama hvort við viljum það eða ekki. Núna vona ég að þessar nýjustu spár um ísöld eftir 15 ár séu rangar.

Svei þeim alla daga. Ég held þeim væri réttast að hugsa þetta aðeins betur og átta sig á að vel má vera að þeirra núverandi verk séu það sem fælir unga fólkið úr landi og að skaðinn sé þegar skeður. Við getum ekki gefið þeim vinnufrið til að valda meiri skaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad aetti ad skikka thessa kjána til ad búa einn vetur í efri byggdum Reykjavíkur og fara allra sinna ferda á hjóli og eingöngu hjóli. Thetta eru óttalegir bjálfar, enda sést thad best á forghangsröduninni hjá theim og málningarslettum og fuglahúsakjaftaedi um alla borg. Fruss á thetta lid barasta.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2015 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband