Get ekki orða bundist. Hvað kallast það ef það er í bundnu máli

Mér datt í huga að fara hratt yfir atburðarásina, svona eins og Shakespeare á 90 mínútum. Ég læt lesanda eftir að ráða í tilvísanir í atburði.

Ég er ekki skáld að mennt og því flæða þessi bragfræðiafbrot með óafvitað og það verður bara svo að vera.

Bönkunum hugðust þau bjarga

en báru ekki víur í marga.

Bara að þau gætu nú við þetta hætt.

Þau rústuðu öllu sem ríkið

rak þá og ýttu í síkið

með öllu sem þau gátu við þetta bætt.

 

Illt er þá aðra að saka

sem eingöngu krókinn sinn maka

á kostum sem þeim var sannlega rétt.

Fingrum við otum að öðrum

sem endemis bölvuðum nöðrum.

En flest hefðum  gert það sama svo létt.

 

Þau hlupu upp til handa og fóta

helför að Glitni að móta,

ríkisvæðingar næturnar myrkar.

Skýr voru merkin sem skinu

og skelfing að þau ekki hrinu.

Baksýnisspegillinn virkar

 

Friedlander-Singer er farinn,

frosinn  því Landsbanki er marinn.

Okkar stórvinir Bretar sér endurkjör tryggja.

Þeir kompaní versla og koma í umferð

en kosta með lánum með veði í velferð.

Er ekki  lán hægt á láni að byggja?

 

Er Seðlabanki vor sjálfur

sérlega æðst setti álfur

allsendis trausti og skilningi rúinn?

Er rétt þessar raunir að festa

við ráðamenn staka og bresta

í lýðskrumsins kór „þú ert búinn“?

 

Nú hring eftir hring eltum skottið

með alþjóðlegt háðið og spottið.

Svíar bíða nú láns, sem sjálft bíður Svía.

Milljarða þurfum svo marga af haugi

má þá ei sækja í hirslur hjá Baugi?

Væntingar eru svo hátt ofar skýja.

 

Þau gjörningaveður sem geysa

eru vandi sem gott er að leysa

Því aðeins að þjóðin sig hemji á fundum.

Það bjargar engu að baula

og blístra með vitgrönnum aula.

Framferði Harðar er skammarlegt stundum.

 

Við rísum úr stónni öll sterkari

og sjálf verður þjóðin af merkari.

Við sýnum að við getum gert það sem þarf.

Nú mest þarfa að þjappa

þétt saman og stappa

stálinu í þjóð sem fékk þrautseigju í arf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband