Færsluflokkur: Bloggar
3.12.2008 | 09:10
Hálfvirði er samt okur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 17:04
Er þetta friðsamlegt?
Fólk kallar á réttlæti og að á það verði hlustað. Halda menn virkilega að þetta sé líklegt til árangurs? Gefum okkur það að Davíð drattist sína leið, hvað svo? Lagast þá ástandið og fellur þá bara allt í ljúfa löð. Verður ástandið bara gott ef að er hægt að víkja Davíð? Er það svo að þetta ástand sé einum manni að kenna? Er það trúverðugt? Eða ætlar fólk að ganga á röðina. Árás á alþingi næst. Skrifstofa forsetans hlýtur þá að fá athygli sökum fylgispektar Ólafs við Jón Ásgeir. Vilja menn draga mörkin einhvers staðar og vera sammála um að þar séu mörkin?
Æsingar í þessa veru geta ekki leitt af sér nokkurn skapaðan hlut nema skaða.
Nú er svo komið að ein vanvita, ráðvillt kvensnift heldur að hún sé rót alls þess sem gerst hefur á landinu síðasta árið. Það segir sína sögu um andlegt atgerfi fólks að það skuli hópast í kring um þennan vesaling og púkka upp á fáviskuna með því að ráðast inn í Seðlabankann og kalla það friðsamleg mótmæli. Hún fullyrðir að hún sé búin að galdra landið í það ástand sem nú er skollið á. Er nema von að um mann fari við þessa fávisku. Ég vorkenni henni sjálfri en er hissa á hinum. Telja menn sig hafa fundið leiðtoga við hæfi? Nú er mál að hrökkva upp og hrista af sér þessa heimsku.
Réðust inn í Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2008 | 15:22
Maður efast um geðheilsuna
Vargastefna við Stjórnarráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.11.2008 | 13:00
Dettur bara frá lægri stað
Það sem ég hef áhyggjur af að gerist í þessu gjaldeyrishafta ástandi er þetta. Einu peningarnir (með smávægilegum gloppum) sem mega flytjast mega inn og út úr landinu eru vegna inn og útflutnings vara. Þetta er gert til þess að sporna við því að þegar AGS (IMF) fyrirgreiðslan kemur muni þeir sem það geta flýja í stórum stíl með sitt fé úr landi. Ef það gerist í stórum stíl þíðir það þungt fall krónunnar. Það sem gæti gerst í millitíðinni er að krónan sígur hægt og bítandi (eða bara hratt) og þegar þessi nýju lög verða endurskoðuð 1. mars verði enn verra að afnema þau þar sem þá muni krónan einfaldlega vera á enn verri stað en í dag og falla alveg jafn mikið en nú af lægri stað.
Ég held að okkar sára þörf fyrir gjaldeyri muni skila sér í lækkandi verði fyrir okkar útflutningsvörum og því sí-hækkandi gjaldeyrisvísitölu og þar með sí-versnandi stöðu gjaldeyrismála. Okkar knýjandi þörf fyrir gjaldeyri þrýstir verði hans upp. Hugsanlega hefði verið best að taka tappann úr og láta það fé sem vill fara einfaldlega fara. Eftir þann skell verður leiðin upp á við.
Um þetta allt eru eðlilega skiptar skoðanir og ekki einsýnt að rétta leiðin sé auðfundin. Vera má að fjármagnseigendur panikki ekki þegar krónu greyinu verður fleytt. Ástæða þess að peningarnir flýja er sú trú fjármagnseigendanna að ástandið muni versna og menn vilja bjarga því sem bjargað verður. Ef menn hins vegar trúa því að ástandið muni skána er betra að hinkra með sitt fé og leysa það út þegar gengi er hagstæðara. Hugsanlega er líka bara betra að nýta þau fjárfestingatækifæri sem hér eru út um allt. Þetta krefst þess að menn trúi því að þau fyrirtæki sem enn eru starfandi muni þrauka og verðmæti þerra muni aukast.
Í því liggur vandinn.
Hömlum aflétt og nýjar settar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 11:58
Skammarleg Katrín
Það fer um mig þegar fólk veifar einhverjum "titlum" eða stöðu til að gefa máli sínu aukið vægi og fer síðan fram með múgæsingar eins og þessi Katrín gerði. Umfram allt að ýta undir og efla tjáskipti og treysta tjáningarfrelsi í landinu en þegar tilgangurinn er valdarán og hann er látinn helga meðalið er verr af stað farið en heima setið. Það vona ég að hennar skammarlega innlegg í þetta ástand gleymist ekki og fylgi henni lengi. Svona níðingsleg framkoma fyrir framan fólk sem á um sárt að binda á að bitna á henni sjálfri með fullum þunga.
Það má vera að Katrín sé laganemi en jafnvel ég, sem ekki er lögfróður umfram almenning í landinu, sé gallana í málflutningi Katrínar. Ég þurfti svosem ekki skýringar þessara 4 laganema til að sjá götin en þær eru vel skrifaðan án upphrópana: http://www.facebook.com/photo.php?pid=1140476&o=all&op=1&view=all&subj=36507982434&aid=-1&id=636262103&oid=36507982434
Ekki veit ég hvað knýr fólk almennt til að leggjast svona niður í svaðið en ég hræðist að það skuli vera til fólk á þessu góða landi sem er svona innrætt. Skammarlegt.
Óánægð með ræðu á heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 16:41
Dylgjur!
Atli Gíslason, VG, setur fram ótrúlegar dylgjur um að bankarnir hafi látið peningamarkaðssjóðina kaupa í eigin fyrirtækjunum. Hann segist hafa fyrir þessu áreiðanlegar heimildir. Þær heimildir reynast svo ekki áreiðanlegri en svo að eftir að fá að skoða í kima Kaupþings þarf Atli að viðurkenna að hans upplýsingar eigi bara við um hina bankana. Hann þorir að fullyrða að þetta eigi jafnt við um Glitni og Landsbankann. Það er nýbúið að reka slúðrið ofan í kokið á honum og hann heldur áfram. Ég kalla þetta dylgjur meðan Atli skýrir ekki betur sitt mál. Starfsheiður margra starfsmanna þessara banka er hér að veði.
Atli. Þú kvartar undan og gagnrýnir bankaleyndina. Þú segir þingnefndir engar upplýsingar fá. Ef þú ert svona kokhraustur að þú getur enn fullyrt að þínar heimildir séu byggðar á staðreyndum hlýtur þú að koma hreint til dyranna og upplýsa hvaðan þessar upplýsingar eru komnar. Mig þyrstir að heyra meira. Ef þú ekki getur það væri þér hollast að tala varlegar þar til þú getur fært stoðir undir þinn málflutning.
Ég hef ekki nokkrar upplýsingar um að bankarnir hafi hegðað sér svona. Mér dettur ekki hug að þeir bankar sem eftir standa séu saklausir af þessu. Meðan ég veit ekki betur ætla ég mér ekki að dreifa sögusögnum sem engum tilgangi þjóna öðrum en að slá sjálfan mig til riddara.
Gangtu fram fyrir skjöldu og færðu rök fyrir máli þínu. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að rannsókn á svona alvarlegum ásökunum getur ekki farið af stað af því eingöngu að ólyginn sagði þér og að þú síðan hefur það eftir, að hluta til ranglega. Ef þú getur ýtt þessum bolta af stað með því að færa sönnur á mál þitt, þó ekki væri annað en að upplýsa hvaðan þínar upplýsingar koma, þá gerir það gagn. Þá er hægt að skoða nánar og hefjast handa við að upplýsa um glæpsamlegt athæfi.
Talaðu skýrt og það án málalenginga.
Notuðu peningamarkaðssjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2008 | 23:01
Fáið einhvern í málið sem skilur fundarstjórn.
Í upphafi fundar tók "fundarstjóri" upp á því að halda all-langa framsögu og ota sér fram eins og hann hafi talið að u.þ.b. 1500 manns hafi komið til að hlusta á hann sjálfan. Hann minntist á hluti eins og kurteisi og málefnalegar umræður og gerði sig um leið ítrekað sekan um dónaskap og dylgjur.
Mér gengur ekki til að bera blak af þingmönnum og ráðherrum sem þarna voru komin. Mér finnst bara rétt að benda á að með svona framgöngu missa menn trúleika hratt.
Fundarstjóri lagði ríka áherslu á að 4 framsögumenn fengju 5-7 mínútur hver og gengið yrði eftir því að tímamörk væru virt. Ekkert þeirra sem höfðu framsögu hélt sin neins staðar nálægt þeim tímamörkum. Reyndar var það svo að fyrstu 2 framsögumennirnig tóku sér um það bil hálftíma. Fundarstjóri gerði ekki neitt til að stýra þeim hluta farsans. Það var ekki fyrr en kom að því að ráðherrar svöruðu svöruðu spurningum fundarmanna að tímamörkum var fylgt eftir og í einhverjum tilvikum fékk svarandi ekki einu sinni þann tíma sem lagt var upp með.
Þeir sjá það sem vilja að svona prump leysir engan vanda, engum spurningum verður svarað, ekkert til lykta leitt. Allt sem út úr þessu fæst er að espa þá sem mæta og það má leiða að því líkur að þeir sem á annað borð mættu hafi verið æstir fyrir. Sem sagt, svona fundir hafa engan annan tilgang en að espa og æsa. Egna fólk hvert gegn öðru. Einfeldningar sem sjást ekki fyrir telja sig líkast til vera að gera eitthvert gagn og vinna þjóðinni heilt en mér koma helst til hugarorð K.N.
Heimskingjarnir hópast saman
Hefur þar hver af öðrum gaman
Eftir því sem þeir eru fleiri
eftir því verður heimskan meiri.´
Þess voru skýr merki í Háskólabíói í kvöld, rétt eins og á Lögreglustöðinni á laugardag.
Láti sig hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.11.2008 | 03:49
Æ sé gjöf til gjalda, eða hvað?
Nei og aftur nei! Núna geri ég eins og einn ráðherrann. Ég blogga um miðja nótt. Ég er að bíða eftir að 25 ára partýið klárist. Það er búið að vera gaman hjá þeim.
Ríkisstjórn Íslands, (frá forsætisráðherra er ekki svör að fá) er einhver ástæða til að fá lán frá Hollendingum, Bretum og Þjóðverjum til þess eins að greiða þeim innistæður þeirra á reikningum einkafyrirtækja?
Það má vera að svo sé. Ef svo er vil ég fá að vita hvers vegna það er.
Sjáið til, ég á ekki þátt i rekstri Landsbankans, Glitnis eða Kaupþings. Ég á engin hlutabréf eða hagsmuni í rekstri þessara banka umfram aðra. Ég bað ekki neinn þessara aðila að ávaxta mitt pund erlendis. Ég er launamaður sem á engin hlutabréf eða skuldabréf neins staðar. Hvers á ég að gjalda?
Mér er ljóst að einhvers staðar djúpt á bakvið er lánsfjárþurrð sem olli lokun lánalína og ..... bla bla bla! Ég og mitt fólk tók engin alþjóðleg lán! (tja, satt best að segja tók ég sjálfur eitt lán í Jenum og Svissneskum frönkum en sem betur fer er lánið það lágt að það ríður okkur ekki að fullu.) Ef það er eitthvað sem skýrir þá breytingu á afstöðu Íslands að "láta ekki kúga okkur" til að spyrða saman ICESAVE og AGS (IMF) og að fá lán hjá Þjóðverjum, Hollendingum og Bretum til að greiða þeim sjálfum þá krefst ég þess að fá að vita hvað olli því! Ég krefst þess!
Ólíkt þessum druslum og óþjóðalýð sem réðst á höfuðstöðvar lögreglunnar fyrir áeggjan söngvarafávitans (sem býr ekki einu sinni á landinu) tel ég að besta leiðin út úr vandanum sé að ræða saman. Þess vegna fer ég fram á að ríkistjórn landsins upplýsi mig um hvað veldur því að synir mínir eiga að greiða Þjóðverjum milljarða á milljarða ofan til að endurgreiða innistæður sem einkafyrirtæki stofnaði til. Það er einhver ástæða sem liggur þarna fyrir og ég vil að stjórnvöld segi mér hver hún er. Ég krefst þess!
Mér er ljóst að diplómatían er þannig vaxin að ekki er hægt að upplýsa alla um allt en þegar kemur að því að rýja mig inn að skinni fyrir eitthvað sem aðrir gerðu og svo ekki skýra mér frá því hvers vegna það er, ja, þá er mér nóg boðið. Rugludallarnir í Saving Iceland hafa ekki mína samúð en það er farið að þrengja illilega að mínum kostum.
Upplýsið mig!
Þjóðverjar lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2008 | 12:45
Davíð verður bara að fara með góðu eða illu!
Forsætisráðherra.
Það er afar brýnt að ríkisstjórn Íslands átti sig á því að yfirstjórn Seðlabanka Íslands er allsendis rúin trausti. Sjálfur formaður stjórnar talar út og suður tvísaga og þvert ofan í upplýsingar úr nýlegum skýrslum frá bankanum sjálfum. Það er ekki trúverðugt að láta mann sem hefur misst allt traust höndla þær gríðarlegu fjárhæðir sem núna eru um það bil að streyma til landsins í formi lána frá AGS (IMF) og þeim löndum sem ætla að leggja okkur lið.
Það bendir til mikils veikleika e°f Forsætisráðherra er ekki þess megnugur að víkja þessum mikilvægu stjórnendum frá á þessari ögurstundu. Ef Davíð Oddsyni, hið minnsta, er ekki ýtt til hliðar lítur það út fyrir að hann hafi eitthvert það tak á Forsætisráðherra sem dugar til að við Davíð verður ekki hreyft. Það er sko síst betra. Sá órói sem verið er að magna upp í þjóðfélaginu, meðal annars undir handleiðslu kommúnistanna á www.this.is/nei, fær mikið eldsneyti frá því ástandi sem Davíð er búinn að búa til með sínu framferði. Það er svo auðvelt að slást í lið með þeim og hengja sig á uppköll sem hafa svona stórt skotmark.
Nú er afar mikilvægt að átta sig á þessu ástandi og láta manninn fara og það hratt. Það eru margir aðrir, mun hæfari, sem gegnt geta þessu starfi. Við þurfum að hafa styrkar hendur á þeim stjórnartaumum sem stýra Seðlabanka Íslands. Þetta er alls ekki spurning um að persónugera þann vanda sem að steðjar. Þetta er spurning um að fá meðbyr til að vinna að lausn. Sá meðbyr fæst ekki ef við, þjóðin öll, trúum ekki orðum þeirra sem vandann eiga að leysa. Sá meðbyr fæst heldur ekki ef ráðamenn ganga ekki í takt og Seðlabankastjóri bendir á allt og alla nema sjálfan sig sem sökudólga. Hann verður að víkja og svo sjáum við til. Þjóðin vill sjá stjórnvöld byrja að taka á þeim sem eiga sök á ástandinu og það strax!
Nýja Seðlabankastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2008 | 13:25
Maðurinn á Álftanesi hefði betur skrifað undir fjölmiðlalögin
Mönnum ætti að vera það ljóst núna hvaða skaði hlaust af því að forsetinn gerði á sig hér um árið þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Sá gjörningur var með ólíkindum. Þetta er sami forsetinn og hossaðist seinna um heiminn í einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fannst það bara heppilegt að það skildi falla ferð.
Fólk sá ekkert að því að fjölmiðlarnir sem átti að koma í eðlilegra horf mtt. eignarhalds risu upp og ólmuðust. Sú ótrúlega afbökun á fjölmiðlalögunum sem sumir fjölmiðlanna leyfðu sér að bera á borð fyrir sína hlustendur og lesendur var skammarleg. Það versta við framganginn var að fyrir honum stóð eini beini hagsmunaaðili málsins. Sá hluti almennings í landinu sem sá gildi þessarar lagasetningar fékk einfaldlega ekki að komast að í fjölmiðlunum sem lögin áttu að setja eignarhaldsskorður.
Sem dæmi um afleiðingar af furðulegu fyrirkomulagi eignarhalds fjölmiðlanna á Íslandi er stórskrítin uppákoma á Stöð 2.
Í gærkvöldi tók fréttastofa talsverðan tíma í að kynda undir það lýðskrum og þá múgsefjun sem er verið er að magna upp í þjóðfélaginu. Í stað þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar við að róa þjóðina og styrkja tók Stöð 2 til við að espa. Það sem ég á við er pistillinn sem fluttur var í fréttatímanum í gærkvöldi og hófst á því að rifjað var upp þegar fréttamaður Stöðvar 2 fullyrti að orðstír Íslands hefði "beðið ómælanlegan hnekki" á erlendum vettvangi. Í framhaldi af því var sýnt þegar forsætisráðherra spurði fréttamanninn hvort hann hefði einhverjar sannanir fyrir þessari fullyrðingu. Það sem á eftir fylgdi var með ólíkindum. Fréttastofan leifði sér að birta lista af ótrúlegum fullyrðingum og dylgjum sínu máli til stuðnings. Sá málflutningur sem þarna var settur fram er öllum fjölmiðlamönnum til skammar og á eingöngu heima í DV eða einhverju viðlíka sorpriti. Þetta átti ekkert skylt við fréttir.
Hér á eftir fylgir upptalning fréttastofunnar: (Mín svör í sviga)
Lánalínur til landsins stöðvaðar (Þetta hafði þegar gerst áður en Davíð tjáði sig í Kastljóst sökum lánsfjárþurrðar alls staðar)
Viðskiptabankarnir farnir í þrot (þetta gerðist fyrst og fremst sem afleiðing gerða Breta)
Krónan hrundi (Sama og nr. 2)
Erlend blöð kalla stjórnvöld aula (Hvaða blöð? Hvað er nýtt við upphrópanir í fjölmiðlum? Einhver skaði?)
Íslensk fyrirtæki fá ekki fyrirgreiðslur (Sama og nr. 2 Ekkert sagt um hvaða fyrirgreiðslu er átt við)
Erlendir bankar hættir að versla með krónuna (Sama og nr.2)
Námsmenn geta ekki tekið út námslánin sín (Sama og nr.2 en er bundið við þau lán sem fara á einhvern máta í gegnum breska banka)
Íslendingum hent út úr verslunum í Danmörku (Eitt tilvik, einn Íslendingur, og við vitum ekkert um af hverju það gerðist)
Íslenskir húseigendur á Spáni verða fyrir aðkasti Breta (Já, Breta! Takk fyrir Mr. Brown. Við því mátti búast. Sjá nr.2)
Íslendingum hent út úr leigubílum í Bretlandi (Sama og síðasti liður)
Í lok þessarar upptalningar endurtekur "fréttastofan" svo spurningu forsætisráðherra um hvort fréttamaðurinn hafi eitthvað fyrir sér í sínum fullyrðingum um "ómælanlegan hnekki".
Þetta er ekki fréttamennska. Hér er á ferðinni drepsár starfsmaður Baugs í beinni, ósmekklegri árás á forsætisráðherra sem stendur í ströngu þessa dagana við að reyna að gera við þær skemmdir sem orðnar eru. Þetta er ekki fréttamennska heldur múgæsing.
Hver segir að skaðinn sé eitthvað ómælanlegur (sem ég held að sé verið að nota í merkingunni varanlegur eða langtíma)? Ég held að þvert á móti sé þessi skaði skammtímaskaði sem mun fyrst og fremst bitna á okkur landsmönnum rétt á meðan ástandið vindur stórlega upp á sig erlendis. Þegar það gerist munu atburðirnir sem komu okkur í núverandi stöðu fljótt gleymast erlendis og þá sérstaklega þegar eignum Landsbankans er komið í verð og skuldir til eigenda Icesave verða greiddar. Með þessu er ég ekki að segja kvalir þeirra landsmanna sem þetta bitnar hvað verst á eitthvað minni. Ég er eingöngu að beina sjónum mínum að þessum málflutningi Stöðvar 2 hvað varðar orðstí landsins.
Jón Ásgeir var rétt orðinn allsráðandi í fjölmiðlum á Íslandi fyrir örfáum dögum. Ég er ekki klár á hvernig það stendur en held að það mál sé ekki til lykta leitt og held reyndar að möguleikinn sé enn til staðar. Þessi gjörningur er mögulegur vegna þess að maðurinn á Álftanesinu neitaði að staðfesta lög sem áttu að koma í veg fyrir að þessi staða gæti komið upp. Núna fyrst er að renna upp fyrir fólki alvarleiki þessara mistaka.
Ekki held ég nú að fjölmiðlar hefðu getað stöðvað þá þróun sem leiddi til núverandi ástands. Ég held ekki að fjölmiðlafólk sem hópur sé endilega það vel gefið að það gæti hafa séð þróun mála fyrir eða tekið á henni á einhvern þann máta sem hefði dugað til. Það eru ekki allir fjölmiðlamenn í sama klassa og Agnes Bragadóttir, því miður. Fjölmiðlar sem eru í þeirri aðstöðu að geta illa fjallað á trúverðugan máta um þau öfl sem stýra þjóðfélaginu eru gagnslausir. Fjölmiðlar sem geta ekki tekið fyrir fjármálastofnanir landsins og gagnrýnt vegna þess að þeir eru í eigu þessara stofnana eru ónýtir sem hagsmunagæsluaðilar þjóðarinnar. Þetta hlýtur hvert mannsbarn að sjá.
Aldrei nokkurn tíma hefði Stöð 2 leift sér að birta viðlíka árás á Jón Ásgeir þó hugsanlega hefði oft verið ástæða til. Morgunblaðið hefði aldrei getað birt sannferðuga krítík á Björgólf Guðmundsson. Þessum málum verður einfaldlega að koma í lag. Fyrr geta fjölmiðlar einfaldlega ekki gegnt hlutverki sínu á trúverðugan hátt.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.11.2008 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)