Dylgjur!

Atli Gíslason, VG, setur fram ótrúlegar dylgjur um að bankarnir hafi látið peningamarkaðssjóðina kaupa í eigin fyrirtækjunum. Hann segist hafa fyrir þessu áreiðanlegar heimildir. Þær heimildir reynast svo ekki áreiðanlegri en svo að eftir að fá að skoða í kima Kaupþings þarf Atli að viðurkenna að hans upplýsingar eigi bara við um hina bankana. Hann þorir að fullyrða að þetta eigi jafnt við um Glitni og Landsbankann. Það er nýbúið að reka slúðrið ofan í kokið á honum og hann heldur áfram. Ég kalla þetta dylgjur meðan Atli skýrir ekki betur sitt mál. Starfsheiður margra starfsmanna þessara banka er hér að veði.

Atli. Þú kvartar undan og gagnrýnir bankaleyndina. Þú segir þingnefndir engar upplýsingar fá. Ef þú ert svona kokhraustur að þú getur enn fullyrt að þínar heimildir séu byggðar á staðreyndum hlýtur þú að koma hreint til dyranna og upplýsa hvaðan þessar upplýsingar eru komnar. Mig þyrstir að heyra meira. Ef þú ekki getur það væri þér hollast að tala varlegar þar til þú getur fært stoðir undir þinn málflutning.

Ég hef ekki nokkrar upplýsingar um að bankarnir hafi hegðað sér svona. Mér dettur ekki hug að þeir bankar sem eftir standa séu saklausir af þessu. Meðan ég veit ekki betur ætla ég mér ekki að dreifa sögusögnum sem engum tilgangi þjóna öðrum en að slá sjálfan mig til riddara.

Gangtu fram fyrir skjöldu og færðu rök fyrir máli þínu. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að rannsókn á svona alvarlegum ásökunum getur ekki farið af stað af því eingöngu að ólyginn sagði þér og að þú síðan hefur það eftir, að hluta til ranglega. Ef þú getur ýtt þessum bolta af stað með því að færa sönnur á mál þitt, þó ekki væri annað en að upplýsa hvaðan þínar upplýsingar koma, þá gerir það gagn. Þá er hægt að skoða nánar og hefjast handa við að upplýsa um glæpsamlegt athæfi.

Talaðu skýrt og það án málalenginga. 


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það hefur verið í umræðunni allt frá yfirtöku ríkisins á Glitni að sjóður 9, sem var peningamarkaðssjóður, hafi verið misnotaður til kaupa á nánast eingöngu bréfum í Stoðum undir restina í stað þeirra nokkuð öruggu fjárfestinga og dreifingar sem sjóðurinn var auglýstur fyrir.

Það liggja því fyrir a.m.k. mjög sterkar grunsemdir í því tilfelli og verður gaman að sjá hvað kemur út úr störfum rannsóknarnefndarinnar um málið. Þar er nú þegar talað um að bankaleynd muni verða aflétt með lögum til þess að nefndin fái aðgang.

Verður líka gaman að sjá hvort að "auðmennirnir" fylkjist í skjól af landi brott þegar að nefndin tekur til starfa.

Baldvin Jónsson, 26.11.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Þetta er hárrétt hjá þér, það verður gaman að sjá hvað kemur út úr rannsókn. Það sem er ekki gaman er að hlusta á loddara fara mikinn og saka mann og annan um alls konar hluti. Ef Atli, eða hver sem er annar, hefur ekki staðreyndir til að styðja sinn málflutning er ekki eðlilegt að ryðjast um völlinn með ásakanir. Eins og menn segja, come on, þetta er þingmaður!

Látum þær upplýsingar sem við kunnum að hafa þeim í té sem eiga að rannsaka en látum vera að dylgja um framferði fólks sem hefur ekkert til saka unnið.

Ég hlakka til að sjá hvað kemur í ljós eftir að bankaleynd verður aflétt en tel að þeir peningamenn sem geta "bjargað" sínum peningum séu búnir að gera það fyrir löngu þannig að einhver frysting hefur engin áhrif.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 26.11.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband