Dettur bara frá lægri stað

Það sem ég hef áhyggjur af að gerist í þessu gjaldeyrishafta ástandi er þetta. Einu peningarnir (með smávægilegum gloppum) sem mega flytjast mega inn og út úr landinu eru vegna inn og útflutnings vara. Þetta er gert til þess að sporna við því að þegar AGS (IMF) fyrirgreiðslan kemur muni þeir sem það geta flýja í stórum stíl með sitt fé úr landi. Ef það gerist í stórum stíl þíðir það þungt fall krónunnar. Það sem gæti gerst í millitíðinni er að krónan sígur hægt og bítandi (eða bara hratt) og þegar þessi nýju lög verða endurskoðuð 1. mars verði enn verra að afnema þau þar sem þá muni krónan einfaldlega vera á enn verri stað en í dag og falla alveg jafn mikið en nú af lægri stað.

Ég held að okkar sára þörf fyrir gjaldeyri muni skila sér í lækkandi verði fyrir okkar útflutningsvörum og því sí-hækkandi gjaldeyrisvísitölu og þar með sí-versnandi stöðu gjaldeyrismála. Okkar knýjandi þörf fyrir gjaldeyri þrýstir verði hans upp. Hugsanlega hefði verið best að taka tappann úr og láta það fé sem vill fara einfaldlega fara. Eftir þann skell verður leiðin upp á við.

Um þetta allt eru eðlilega skiptar skoðanir og ekki einsýnt að rétta leiðin sé auðfundin. Vera má að fjármagnseigendur panikki ekki þegar krónu greyinu verður fleytt. Ástæða þess að peningarnir flýja er sú trú fjármagnseigendanna að ástandið muni versna og menn vilja bjarga því sem bjargað verður. Ef menn hins vegar trúa því að ástandið muni skána er betra að hinkra með sitt fé og leysa það út þegar gengi er hagstæðara. Hugsanlega er líka bara betra að nýta þau fjárfestingatækifæri sem hér eru út um allt. Þetta krefst þess að menn trúi því að þau fyrirtæki sem enn eru starfandi muni þrauka og verðmæti þerra muni aukast.

Í því liggur vandinn.


mbl.is Hömlum aflétt og nýjar settar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband