15.12.2008 | 09:09
Aurabúð var ekki málið
Ef Jón Gerald opnar búið sem er þannig staðsett að hún verður í leiðinni fyrir mig mun ég versla þar. Ég skal leggja einhverja lykkju á leið mína til að skipta við hann. Heldur kýs ég nú reyndar að versla í Melabúðinni eða sambærilegum hágæða smáverslunum þar sem menn kunna enn að meta viðskipti mín. Þar er ótrúlegt vöruúrval og frábær þjónusta. Það er bara ekki aðalatriði viðtals Jóns hjá Agli. Það sem uppúr stóð voru þeir aðrir hlutir sem hann sagði. Núna er ég orðinn alvarlega forvitinn að fá vita hverjir komu í heimsókn í Baugsbátinn.
Ég ætla ekki að slá því föstu að þó Lúðvík Bergvinsson hafi einhverra hluta vegna farið í skemmtiferð á þessum báti að þar hafi eitthvað misjafnt búið undir en það lítur samt undarlega út.
Ég lenti í því fyrir nokkrum árum að stórt fyrirtæki sem var mikið í mun að koma í veg fyrir að ég hætti í viðskiptum við það bauð mér og vinnufélata út að borða á Rex. Eftir borðhald vorum við spurðir hvort við værum ekki til í óvissuferð við vissulega vorum til í. Leigubíll var pantaður og við ókum sem leið lá upp Hverfisgötu. Við fórum út og var hleypt inn í Rómeo og Júlía kynlífbúðina á Vitastíg. Um leið og inn var komið var læst á eftir okkur og að okkur rétt kaffi og koníak í plastmálum. Þegar hér var komið sögu lét ég hleypa mér út þar sem mér leist ekki á hvert þetta stefndi. Undarlegast þótti mér að sölufulltrúi stórfyrirtækisins sem bauð okkur dró upp beinðabók til að greiða fyrir veitingarnar í kynlífbúðinni. Þetta stórfyrirtæki var á þeim tíma í ríkiseigu.
Aftur, ég veit ekki til þess að Lúðvík hafi aðhafst neitt það sem hann hefði ekki átt að aðhafast en vera hans á bát Baugsmanna er í besta falli undarleg og það væri gaman að vita hverjir aðrir hafa komið um borð.
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 08:44
Full seint að sóla hann núna
Bush varð fyrir skóárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 09:00
Hvers vegna áramót.
Nú hafa þessi lög verið all lengi í undirbúningi sem og þessi reglugerð. Nú skil ég ekki hver vegna þessi lög hafa ekki tekið gildi. Af hverju að bíða áramóta með gildistöku. Það er ekkert eftir neinu að bíða. Sérhver dagur sem líður fram að gildistöku laganna kostar þegna þessa lands stórar fjárhæðir sem renna í stríðum straumum í vasa innheimtufyrirtækjanna sem fitna og dafna eins og púkinn á fjósbitanum. Hver dagur sem líður meðan þjóðin ekki gerir ekki neitt af veikum vanmætti til að standa í skilum mergsjúga innheimtufyrirtækin þegnana. Ótæpilegur innheimtukostnaður sem lagður er á skuldir sem komast í vanskil virðast almennt ekki koma skuldareigendum við. Þeir skýla sér á bak við innheimtuaðferðir allra latínuheitanna. Eitt þeirra leggur verulegt gjald á skuldir sem verið er að innheimta og greiðir skuldareiganda ágóðahlut af álögðum innheimtum gjöldum. Ekki bara að skuldari greiði gríðarlegt álag í vasa innheimtufyrirtækis heldur er núna farið að borga sig fyrir skuldareiganda að skuldir fari í vanskil. það innheimtast svo sallafínir vextir.
Þetta verður að stöðva og það er engin sýnileg góð ástæða til að bíða áramóta. Í millitíðinni er innheimtuþrýstingur bara aukinn til muna svo lögleg ofurdýr innheimtuferli sem núna eru lögleg (en siðlaus) séu komin í gang.
Segir innheimtu neytendavænni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 09:04
Vissi ekki?
Hvernig má vera að sjálfur viðskiptaráðherrann sé svona ótrúlega illa upplýstur. Hann vissi ekkert um hve alvarleg staða bankana var og núna vissi hann ekkert um hagsmunaárekstra í rannsókn KPMG á Glitni. Þetta fullyrðir hann þrátt fyrir umræðuna í fjölmiðlum um þetta. Sjálfur forstjóri FME var í Kastljósinu fyrir skemmstu að verja þetta fyrirkomulag. Ráðherra viðskipta veit samt ekki um málið. Hversu illa getur ráðherra í ríkisstjórn verið upplýstur? Hve vel getur hann rækt starf sitt ef hann veit ekki meira um hvað er að gerast í þeim málaflokkum sem hann hefur umsjón með? Ég get ekki fullyrt að KPMG muni framkvæma sína rannsókn illa en sá möguleiki er vissulega meiri en ef annar aðili sem minni hagsmuna hefur að gæta framkvæmdi þessa rannsókn. Er eitthvað annað þessu líkt að gerast í hinum bönkunum?
Það er ekki mikil von til að hann lesi þessi orð en í þeirri veiku von að einhver annar lesi þetta og hafi eyra ráðherrans vil ég benda honum á að það er verið að selja Kaupþing í landi bankaleyndar, Luxembourg. Þegar salan hefur farið fram er borin von að upplýsingar fáist um eignir og eignahreyfingar Íslendinga þar sem ljósi gætu varpað á fall bankanna.
Björgvin vissi af rannsókn KPMG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2008 | 09:02
Einfalt að bregðast við
Þetta hljómar dálítið undarlega. Hjónin eiga félag sem er í gjaldþrotaskiptum. Þau kaupa hlut í öðru félagi sem kaupir félag í þeirra eigu af þeim sjálfum. Hunky dory! Höldum þessu áfram og gefum bara skít í þessa leiðinda kröfuhafa. Er ekki hægt að mjólka einhvern meira og hafa fleiri að fíflum?
Nú er bara málið að láta verkin tala og versla ekki í þessum sjoppum. Einfalt.
Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.12.2008 | 17:44
Þetta þarf að stoppa - hvernig?
Burtséð frá hvaða pólitískar skoðanir liggja að baki þessu er ljóst að svona kjánaskap þarf að stöðva.
Hvers lags vanþroski orsakar svona hegðun. Þetta fólk getur ekki talið að þessi framkoma sé uppbyggileg eða geri gagn. Þessir krakkar geta andskotakornið ekki haldið að það að ráðast inn í Alþingishúsið með fíflalátum hafi þau áhrif að þing verði rofið og boðað verði til kosninga.
Upphrópin gáfu reyndar ekki til kynna að óskað væri eftir kosningum og því enn minni líkur á að þessi aðgerð geri eitthvert gagn. Ég ætla ekki að gera óþarflega lítið úr þessum atburði með því að kalla þetta skólakrakka en fréttir kölluðu þau ungmenni og það er mér vísbending um aldur og líklega stöðu þeirra sem þarna voru á ferð.
Það fer um mig ónotahrollur við tilhugsunina um að þetta sé það fólk sem á að taka við. Er þetta afleiðing af e-notkun? Hvaðan kemur þeim sú firra að halda að handfylli af gargandi króum geti haft eða eigi að hafa áhrif á framgang mála á þingi eða í þjóðfélaginu? Það liggur í augum uppi að við svona fólk verður ekki talað af skynsemi.
Hvað er til ráða? Ég hef ekki svörin en veit það eitt að ofbeldi og uppþot leysa nákvæmlega ekkert. Ég bið fólk að taka eftir óskum þessa fólks. Bylting! Strax! Þetta eru ekki mín orð, takið eftir því. Ég á reyndar bágt með að trúa því að þetta fólk skilji hað það er að fara fram á og enn síður hvaða afleiðingar það myndi hafa ef þeim yrði af ósk sinni. Ég trúi því í bjartsýni að hér sé á ferðinni bara svona venjuleg múgæsing sem loftið rýkur úr um leið og fólk áttar sig.
Þingfundur hafinn á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2008 | 08:50
Ég er eilífur
Tölfræðin segir að til að mæling geti verið marktæk þurfi úrtak að vera að lágmarki 32 stykki. Nú get ég valið úr, 32 er auðvelt að velja. Ég get tífaldað, jafnvel hundraðfaldað úrtakið. Ég get valið hvaða þrjú þúsund og tvöhundruð daga sem vera skal úr lífi mínu. Ég get tekið þá hvern og einn og skoðað hvað gerist. Viti menn! Hverjum og einum þeirra hefur fylgt nýr dagur.
Mér sýnist þetta bara vera nokkuð góð sönnun þess að hér sé komin á regla með engri undantekningu. Ekki einni.
Einhver myndi segja sem svo að það sé full sannað á tölfræðilegan hátt að sérhverjum degi í lífi mínum fylgi annar dagur sem ég lifi. Ég get ekki fundið eitt dæmi um hið gagnstæða.
Af sjálfu leiðir þessi augljósa niðurstaða.
QED Ég er eilífur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 17:13
Á fund seðlabankastjóra
Vinsamlega segið mér hvort ég á að trúa því að Eva Hauksdóttir hafi fengið áheyrn hjá Bankastjórum Seðlabankans. Er þetta rétt?
Ef ekki, hvers vegna er þetta þá í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi?
Ef svo er, hvað eru þessir menn þá að hugsa? Það getur ekki verið að þetta hafi átt sér stað.
Ég lýsi því yfir að ég trúi því ekki að Eva Hauksdóttir hafi fengið fund með þessum mönnum.
Ég verð að láta þetta fylgja:
Eins er með Evu og öðrum þeim fólum
að ekkert hún skilur á aðventu að Jólum
hún galdrar sig hása
og ákallar Ása
og uppmagnar seiða með electron tólum.
Með Evu og kjánum er ýmislegt sammerkt
þau ætla sér máttarvöld hæli í hástert
það almúgur skilur
og brosviprur hylur
er nornin galdrar og níðir sem vitskert
Ekki sú Eva með hýrri er há
hún hendist um bæinn á skafti og sjá
hrafnagallsrausi
úr skálum er ausið
Vísast hún stjórnvöldum víkja skal frá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2008 | 11:57
Gott er að hafa tungur tvær
Davíð má ekki komast upp með að ýja að einhverri vitneskju sem varðar þjóðina alla og neita svo að skýra frá. Þjóðin rambar á gjaldþrots sem almennt er rakið til gerða Breta og Davíð Oddson segist vita hvers vegna þeir gerðu það sem þeir gerðu. Hann lætur í það skína að undir niðri séu einhverjar ástæður aðrar en almennt sé talið en ber svo fyrir sig bankaleynd til að koma í veg fyrir að hann komi hreint til dyranna og skýri sitt mál.
Svona dylgjur eru óþolandi og gera ekkert annað en að breiða út efasemdir og sá óánægju sem var þó nóg af fyrir. Hvað eigum við að halda? Liggur hann á upplýsingum um sverar innistæður ráðamanna þjóðarinnar? Er þetta ástæða þess að Geir þorir ekki að láta hann víkja úr Seðlabankanum? Eru forsvarsmenn þjóðarinnar bendlaðir við fjárfestingar útrásarvíkinganna (þetta orð er farið að verða þreytandi) erlendis? Ég hef engar upplýsingar um neitt slíkt en þetta eru dæmigerðar vangaveltur sem skjóta upp kollinum við svona framkomu og þá þögn sem er svona óbærilega hávær vegna þessa. Hvað er verið að fela. Fyrst hann ber fyrir sig bankaleynd eru peningar eða einhver viðskipti sem eru vafasöm sem verið er að fela. Ef ekki, hvað þá?
Ef ekki verður unnið fram úr þessu og málið útskýrt á mannamáli er eins víst að ég sláist í hópinn á Austurvelli næsta laugardag þrátt fyrir fíflið á sviðinu. Ekki tími ég eggjum eða öðrum matvælum en nú fer ég að verða reiður svo um munar.
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 09:09
Geir, nú er lag
Ég hef sagt það áður og segi það enn. Það er leið út úr þessu klabbi og hún er skýrari í dag en í gær. Til að menn haldi andliti og lægi ólguna þarf bara eitt að gerast. Davíð þarf að leika af sér, gera einhver skýr mistök. Mér er ljóst að ýmsum finnst hann hafa gert þau nú þegar svo um munar, og það má til sanns vegar færa. Það sem ég er að meina með þessu er að núna þarf hann að gera einhver fersk mistök sem ekki hafa endilega afgerandi afleiðingar. Eitthvað sem veldur einhverjum smávægilegum usla sem hægt er að snúa við. Þetta myndi gera Geir mjög auðvelt að skáka Davíð út af borðinu og með því koma til móts við þá háværustu af kröfum fólks þessa stundina.
Hvað fæst með því? Jú, Geir fær þá kærkomið tækifæri til að láta Davíð víkja með öðrum rökum en þeim að það var hávært fólk í anddyrinu um daginn sem krafðist þess. Slíkt er ekki nægileg ástæða. Ef til kemur góð og gild fagleg ástæða sem magnast með óróa fólksins er komið allt sem til þarf. Geir heldur andliti, Davíð fer frá og blóraböggull er fundinn. Þessu næst er hæst að ráða til starfa hæfan fagmann sem ekki á sök á ástandinu. Viðkomandi myndi þurfa annaðhvort að njóta víðtækrar virðingar og fylgis eða einfaldlega að vera trúverðugur erlendur fagmaður. Ef viðkomandi er erlendur yrði sú ráðning líkast til að vera tímabundin til 1-2 ára sökum tungumálaörðugleika og kostnaðar þeirra vegna til langframa. Ef Íslendingur er víðtæk fagleg virðing skilyrði. Því kemur Þorvaldur Gylfason ekki til greina. Hann er of umdeildur pólitískt.
Nei. Ég vil sjá fólk á borð við Brynjólf Bjarnason, Friðrik Pálsson eða einhverja slíka sem hafa reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu og njóta faglegrar virðingar án þess að hafa verið í pólitísku kastljósi (nýverið). Það er um auðugan garð að gresja og mikið af mjög hæfileikaríku fólki sem hægt er að ná góðri sátt um.
Það er mjög mikilvægt að þetta gerist fljótt. Burtséð frá hverjum ástandið er að kenna er þetta leið til að lægja öldur. Þetta slekkur ekki ófriðarbálið en er til mikilla bóta. Fólk mun finna sér annað til að beina reiði sinni að og þannig mun það verða eitthvað áfram. Það er samt mikilvægt að gera þetta þar sem Davíð er holdgerfingur alls þess sem á fólki brýtur þessa dagana. Asninn á Austurvelli verður að finna einhvern annan til að beina athygli fólks að þegar hann missir þennan skotspón.
Næst mun Davíð bara reyna endurkomu en ég tel það verða honum afar erfitt. Pólitískt minni er afar stutt svona almennt. Þetta er dagljóst þegar það er skoðað hver er forseti. Þegar Davíð Oddson á í hlut gegnir öðru máli. Hann er of stór og hann er of sterkt bendlaður við allt sem gerst hefur í á Íslandi undanfarin 20 ár til að fólk gleymi honum eða hans gerður. Fólk mun ekki muna skýrt hvernig atburðarás var en það skiptir engu máli. Afstaða til Davíðs er orðið skýr í meðvitund hvers og eins. Fólk mun bara muna að það er á móti (eða með) Davíð af einhverri góðri ástæðu og svo mun hann hverfa í gleymskunnar dá á svipuðum hraða og Lúðvík, Steingrímur Hermanns, Hannibal, Geir Hallgríms og fleiri undanfarar. Enginn þeirra er endanlega horfinn en fólk man sína afstöðu til þeirra skírt án þess að geta tínt til sérstakar ástæður fyrir henni.
Davíð úr Seðlabankanum og það strax!
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)