5.1.2009 | 17:25
Málshöfðun án þess að hika
Lýðum má vera ljóst að ég er ekki löglærður maður og ekki hef ég reynslu af diplómatískum samskiptum. Frá mínum bæjardyrum snýr málið þannig við mér að ef þess er nokkur kostur, ef það er snefill af ræfilslegri von um, að við getum unnið málaferli gegn Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaganna eða hvað annað sem athugavert kann að vera í gjörðum þeirra þá eigum við hiklaust að höfða slíkt mál. Ef þess er ekki kostur þá skulda stjórnvöld mér skýlausa skýringu á af hverju það er svo.
Mér liggur mjög á að láta Breta og alþjóðasamfélagið heyra hvað Íslendingum finnst um framkomu "vina okkar" Breta í okkar garð. Mitt diplómatíska reynsluleysi opinberast vitanlega við þetta en fyrir mér er þetta meira spurning um sært stolt en nokkuð annað.
Hvað gerist ef við gerum þetta? Hugsanlega lokast allir markaðir okkar í Bretlandi. Væntanlega getur þetta orðið til að efnahagsástand versnar frá því sem nú er og því sé svona málssókn hrein firra. Ef það er svo skulda yfirvöld mér skýringu og umfjöllun um kosti og galla þess að höfða mál á hendur Breta. Ekki bíða fram á síðustu stundu með að útskýra þetta fyrir okkur.
Yfirvöld keppast við að viðurkenna að hugsanlega hafi þau ekki talað nægilega mikið og hugsanlega þurfi að miða málum meira til þjóðarinnar en samt bólar lítið á þeirri upplýsingamiðlun. Nú er tækifæri til að upplýsa um hlut sem þjóðina þyrstir í fræðast um.
Vítaverð hagsmunagæsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 16:49
Hvaða kostir eru í stöðunni?
Fólk kallar upp yfir sig af öllum köntum stjórnmálanna. Það er ýmist kallað eftir kosningum strax eða alls ekki. Afsagna er krafist left, right and center. Hausar eiga að fjúka, bara einhverjir hausar. Það er kallað eftir vandaðri umræðu um ESB aðild eða umsókn um aðild strax. Það er náttúrulega svo að þessi sjónarmið geta engan veginn farið öll saman. Þeir sem kalla eftir aðildarumsókn strax geta ekki á sama tíma kallað eftir gaumgæfilegri umræði. Þeir sem kalla eftir kosningum strax geta ekki líka verið að kalla á umsókn um aðild. Þessir hlutir eru klárlega ekki gerlegir á sama tíma.
Kosningar þurfa undirbúning og hann tekur tíma hversu mikið sem fólki liggur á. Það fólk sem ætlar sér að sitja áfram í stjórnmálum þarf að berjast fyrir endurkjöri en aðrir að berjast fyrir því að komast að. Hvorugur hópanna getur unnið að undirbúningi að aðildarumsókn á sama tíma. Eftir kosningar og myndun nýrrar stjórnar tekur tíma að finna flöt á umsókn, það tekur tíma.
Mér telst til að fljótlegasta leiðin til að komast að niðurstöðu um hvort ESB aðild er fýsilegur kostur eður ei er að núverandi stjórnvöld fái vinnufrið, mitt í hagkerfishruninu, til að undirbúao og ræða möguleika á aðildarumsókn. Því finnst mér sjálfum dálítið undarlegar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar að nota tækifærið og kjósa bara um allt klappið á einu bretti. Ég skil ekki í því hvernig hún heldur að þetta sé hægt?
Taugastríð Geirs og Ingibjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 16:33
Skaupið
Meðan ég man. Skaupið var eitt það besta í langan tíma. Skemmtilega útfært og fjölbreytt þó ég hafi ekki endilega skilið öll atriðin.
Reyndar hefur mér fundist skaupið oftar en ekki gott undanfarin nokkur ár eða alltaf meðan Skarið Skrípó sá um það.
Öðru máli gegndi um yfirlit Stöðvar 2. Mér leiðist afskaplega þegar umfjöllunin er lituð með því að taka afstöðu til þeirra frétta sem verið er að rifja upp. Kjánalegt og ótrúverðugt burtséð frá hvern var deilt á í hvert skipti. Árið er uppfullt af fréttaskýringaþáttum og umfjöllun. Eina sem þurfti að gera er það sem RÚV gerði. Rifja upp.
Gleðilegt ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 14:50
Ljótt er
Mér er sama hver á í hlut. Mér finnst nákvæmlega jafn illt að skemma eigur Evu Hauksdóttur og annarra. Þó konan þylji galdra og gargi úr sér lungum er ekki þar með sagt að menn geti leyft sér að skemma lífsviðurværi hennar. Ég hef ekki heyrt af neinu því sem Eva hefur gert af sér til að verðskulda aðför og eyðileggingu og þessir atburðir eru til skammar.
Það er lítill munur á að skemma einkaeigur fólks eða opinberar byggingar. Ég segi lítill því að þó að í eðli sínu sé um sama gerning að ræða er skaði Evu svo margfalt þungbærari en ef um eign ríkisins væri að ræða. Ég, ásamt tugþúsundum annarra, greiði þær skemmdir sem unnar eru á eigum ríkisins. Eva þarf að greiða fyrir sinn skaða ein. Hún hefur mína samúð.
Nú þarf að róa fólk og hughreysta. Við þurfum að standa saman og horfa fram á veginn. Það þarf að hemja æsingamenn, Hörð Torfason sem og aðra.
Ráðist gegn Nornabúðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.1.2009 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2008 | 13:11
Skrítin röðun frétta
RÚV fjallaði um brotthvarf þessara þriggja framkvæmdastjóra gamla Kaupþings í kvöldfréttum í gær. Þessi frétt var sú tíunda í röðinni. Þetta finnst mér skrítið þar sem undanfarnar vikur hefur þjóðfélagið logað af óánægju með að þrátt fyrir að allt sé farið andskotans til skuli gömlu stjórnendurnir sitja sem fastast í sínum störfum. Núna loksins, tæpum 3 mánuðum eftir að fjárhagskerfi þjóðarinnar hrynur, rölta 3 framkvæmdastjórar út svona rétt eins og til að fá sér ferskt loft og það er bara fyrir heppni að það fær umfjöllun. Skildu þeir fá fínan starfslokasamning fyrir vel unnin störf?
Hvað eru hinir að hugsa? Hvað eru stjórnvöld að hugsa? Á bara að láta þetta fólk fá allan þann tíma sem það vill til að eyða gögnum og hylja slóðir?
Reyndar er annað sem mér finnst skrítið. Það hefur ekki fengið neina umfjöllun svo ég hafi tekið eftir að þegar nýtt bankaráð Landsbankans var stofnað 8. nóvember skipaði framsóknarflokkurinn Hauk Halldórsson bónda í bankaráðið. Það hafa verið uppi háværar gagnrýnisraddir um að Davíð Oddsson sé ekki hæfur til að leiða stjórn Seðlabankans vegna þess að hann, sem lögfræðingur, sé ekki rétti fagmaðurinn. Mönnum finnst ekki neitt áberandi athugavert við að í bankaráði Landsbankans sitji bóndi!
Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hæfileika þessa manns til að gegna þessu starfi. Hafi hann eitthvað annað til að gera sig gildandi til setu í bankaráði á þessum ólgutímum skal taka það fram. Hefði ég verið skipaður í svona starf hefði ég ekki gefið upp hlutverkið hundaeigandi jafnvel þó það sé staðreynd. Ég vona að Haukur sé starfinu vaxinn og þessi bóndatitill sé grín. Þetta væri slappt grín og gerir okkar ágætu bændum ekkert gagn að láta bendla sig við þessa hluti.
Tveimur sagt upp til viðbótar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2008 | 09:33
Miklar áhyggjur
Það tíðkast sums staðar í Afríku að grátkonur eru leigðar til að syrgja við jarðarfarir. Við þau tækifæri gæta þær þess jafnan að gráta ekki hærra, og syrgja ekki meira, en nánustu aðstandendur þess sem athöfnin snýst um. Ég var djúpt snortinn og finn fyrir miklu þakklæti í garð Sivjar Friðleifsdóttur í gær þegar ég heyrði hana stíga í pontu og þrusa í réttlátri reiði varnaðarorð til Sjálfstæðismanna, þings og þjóðar. Henni var afar mikið niðri fyrir af skiljanlegum ástæðum. Hún hneykslaðist á framferði Ingibjargar Sólrúnar og hennar hótunum um stjórnarslit sem Siv finnast bara ekkert dulbúnar.
Siv grét sáran og syrgði mikið. Reyndar fór mig að gruna fyrir rest að tár hennar væru krókódílatár. Mér fannst alla vega undarlegt að heyra hversu mikið hærra en líkið Siv grét. Þetta voru svona tár með köldu blóði.
Það er kannski ekki rétt að kalla þingmeirihlutann og Ríkisstjórnina lík alveg í bili. Skoðanakannanir sviflast stórlega milli daga og því óvarlegt að styðjast um of við þær en áform ráðamanna erum farin að bera með sér kosningar-í-vor hljóm og því hlýt ég á ætla að þetta sé að minnsta kosti verðandi lík í næstu framtíð. Eða, eins og ég kalla það, Stjórnin er rétt ný-ódauð.
Formaðurinn með stálhnefann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 08:49
Hann hefur gert nóg
Þessi Baugs forseta ómynd er búinn að gera nóg af sér. Honum væri nær að segja af sér vegna afglapa í starfi. Allan hans ferlið hefur hann þrifist af athyglissýki og þjóðin hefur þurft að líða hans pólitísku heimskupör án þess geta borið hönd fyrir höfuð sér. Það væri að bera í bakkafullan mistakalækinn að hann synjaði þessum lögum staðfestingar.
Pólitískt minni fólks er talið vera 3 mánuðir og því dugar það manni í pólitík að hegða sér þokkalega rétt fyrir kosningar til að ná endurkjöri. Þetta sannaði Árni Johnsen svo eftirminnilega þannig að það þíðir lítið að benda á að Ólafur Grímsson hafi verið réttkjörinn. Fólk bara man ekki betur þegar það kemur í kjörklefann.
Forseti hafni fjárlagafrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 10:00
Reynir sér enn ekki til sólar
Maðurinn virðist bara alls ekki skilja það að hans misgjörð er ekki sú að birta ekki þessa frétt. Það er eðlilegt að ritstjóri meti virði og eðli frétta. Hvað er fréttnæmt og hvað ekki. Hvaða hagsmunir eru í húfi. Bara eðlilegt hvort sem þar liggur hótun að baki eða ekki.
það sem Reynir skilur ekki er að það að ráðast beint að starfsheiðri starfsmanns síns til að draga úr trúverðugleika hans skildi hann óhlýðnast og birta fréttina samt er lúalegt. Aukinheldur biður Reynir lögreglu afsökunar á framferði Jóns Bjarka þar sem hann er við öflun fréttaefnis við ráðherrabústaðinn. Þarna er afar falskur tónn. Við einhverjar aðrar kringumstæður hefði Reynir Traustason staðið upp eins of hani á skítahaug til að verja starfsaðferðir síns fólks við fréttaöflun. Maðurinn er sokkinn ofan í þann mykjuhaug sem hann er búinn að moka upp. Til að auka á niðurlægingu þína beitir þú stráknum fyrir þig við leiðaraskrif. Hann var ekkert minna en hlægilegur leiðarinn sem junior skrifaði fyrir þina hönd.
Segðu upp störfum Reynir og megir þú hafa varanlega skömm fyrir framkomuna.
Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2008 | 11:59
Ekki trúverðugur Traustason
Svei þér Jón Bjarki Magnússon. Það er sama hvert innihald þessarar upptöku var, það var dagljóst að hér var um trúnaðarmál að ræða. Reynir Traustason er ekki fínn pappír. Hann sullast um á botninum í rotþró Íslenskrar sorpfréttamennsku með Eiríki Jónssyni og fleirum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að blaðamaður, með eða án menntunar í faginu (lögreglukonan Arnþrúður Karlsdóttir leyfir sér að draga það inn til að sverta Jón Bjarka.) gætir trúnaðar við þá sem átt er samskipti við. Það bætir ekki hót þína framkomu að í hinum endanum á þessu sóðalega máli hangir Reynir Traustason.
Snúum okkur þá að kjarna málsins. Þetta mál snýst á engan hátt um frétt Jóns Bjarka að Sigurjón Þ. Árnason er með starfsemi og aðstöðu í húsakynnum Landsbankans. Það vara bara komið fram annars staðar og ekki lengur fréttnæmt. Nei, það snýst um vinnubrögð og hugarfar RT. Vinnubrögð hans eru af sama caliber og nýlegt framferði Bjarna Harðarsonar. Grey Bjarna gekk það eitt til að koma Valgerði frá og það í sjálfu sér er bara sjónarmið og eitthvað sem hann hefur rétt á að gera. Það er eingöngu hugarfarið sem bjó að baki framkomu BH sem veldur þeirri fyrirlitningu sem Bjarni uppskar. Hann hafði vit á að segja af sér og nú er spurning um Reyni Traustason. Bíðum nú róleg og fylgjumst með framhaldinu.
Rifjum líka upp hvað gerðist. Um leið og JBM lætur það spyrjast að RT hafi stöðvað þessa ómerkilegu frétt og birtir hana á öfga-vinstri síðunni "Nei" ryðst RT fram til að níða skóinn af Jóni. Hann hefur samstundis rógsherferð gegn Jóni til að ófrægja hann. RT segir að óskiljanlegt hvernig JBM geti öðlast þann skilning að utanaðkomandi aðilar hafi stöðvað fréttina þrátt fyrir að hann segi það mjög skýrt sjálfur við Jón í þeirra samtali. Nú hugsar hver sitt. Það er athyglisvert hvað Jón Bjarki mat stöðu sína rétt. Skrítið að hann skildi, svona af tilviljun, vera með upptökutæki við þetta eina tækifæri og telja sig þurfa að hafa vörn gegn Reyni Traustasyni. Ég spyr, byggði Jón þessa tortryggni sína í garð Reynis á einhverri fyrri reynslu sem gaf honum ástæðu til að búast við óheiðarlegri framgöngu Traustasonar? Á hann kannski fleiri upptökur af þeirra samtölum?
Það er þetta hugarfar og þessu framkoma Reynis sem er ámælisverð. Ef Reynir ákveður að birta ekki einhverja frétt þá hefur hann vissulega rétt á því og þarf þá að haga sínum gerðum miðað við það að hann þarf þá hugsanlega að standa fyrir máli sínu og réttlæta sínar ákvarðanir. Ritstjóri verður að meta hvað skal birta og hvað ekki. Hér lítur út fyrir að eigandi fjölmiðilsins hafi stöðvað birtingu þessar annars ómerkilegu fréttar og hann getur það. Ritstjóranum er þá í lófa lagið að standa við sína "faglegu" (gæsalappir vegna tilvísunar í Reyni Traustason) sannfæringu og láta af störfum ef viðkomandi telur um óþolandi inngrip eigandans að ræða. Standa fyrir máli sínu. Það að það sé ritstjórans fyrsta verk að grafa undan sínum starfsmanni vekur mér spurningar um hvort eigandi fjölmiðilsins getur réttlætt að hafa slíkan karakter í vinni.
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2008 | 13:06
Skynsamlegt
Það logar allt í upphrópunum vegna þessarar ákvörðunar Ríkisstjórnarinnar. Enginn virðist skoða hlutina í rólegheitum. Það er talað um að fólk lendi á götunni í stórum stíl vegna þessa. Fólk talar um að það sé endanlega verið að leggja velferðarkerfið niður og svo framvegis. Sjálfur tel ég þetta í lagi.
Leiguverð hefur hríðlækkað undanfarið vegna minnkandi spurnar eftir leiguhúsnæði. Útlendingar hafa flust af landinu í stórum stíl að undanförnu og farið út úr leiguhúsnæði. Þar með hefur losnað mikill fjöldi íbúða sem núna standa auðar.
Nú er það reyndar svo að mikið af þessu húsnæði er alls ekki boðlegt sem vistarverur en Pólsku verkamennirnir sem hingað komu í atvinnuleit gerður sér það að góðu. Þetta ruslhúsnæði mun ekki koma inn á leigumarkaðinn nema að litlu leyti og þá ekki sem áhrifavaldur á verðlag. Það er fullt af öðru húsnæði sem hefur flætt inn á leigumarkaðinn og því ekki þörf á byggingu á öllu því húsnæði sem til stóð að byggja.
Það eina sem er neikvætt við þessa ákvörðun er að hún veldur frekari samdrætti í byggingariðnaðinum og það er slæmt. Ég treysti á að yfirvöld veiti peningum til verklegra framkvæmda til að varna því að byggingaiðnaðurinn leggist allur á hliðina. Það er svo miklu erfiðara að laga þann skell sem verður ef fyrirtækin verða látin fara í þrot. Það er betra að halda lífi í þeim fyrirtækjum sem eiga möguleika til að auðveldara verði að rétta úr kútnum þegar um hægist.
Fallið frá fjölgun leiguíbúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)