Málshöfðun án þess að hika

Lýðum má vera ljóst að ég er ekki löglærður maður og ekki hef ég reynslu af diplómatískum samskiptum. Frá mínum bæjardyrum snýr málið þannig við mér að ef þess er nokkur kostur, ef það er snefill af ræfilslegri von um, að við getum unnið málaferli gegn Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaganna eða hvað annað sem athugavert kann að vera í gjörðum þeirra þá eigum við hiklaust að höfða slíkt mál. Ef þess er ekki kostur þá skulda stjórnvöld mér skýlausa skýringu á af hverju það er svo.

Mér liggur mjög á að láta Breta og alþjóðasamfélagið heyra hvað Íslendingum finnst um framkomu "vina okkar" Breta í okkar garð. Mitt diplómatíska reynsluleysi opinberast vitanlega við þetta en fyrir mér er þetta meira spurning um sært stolt en nokkuð annað.

Hvað gerist ef við gerum þetta? Hugsanlega lokast allir markaðir okkar í Bretlandi. Væntanlega getur þetta orðið til að efnahagsástand versnar frá því sem nú er og því sé svona málssókn hrein firra. Ef það er svo skulda yfirvöld mér skýringu og umfjöllun um kosti og galla þess að höfða mál á hendur Breta. Ekki bíða fram á síðustu stundu með að útskýra þetta fyrir okkur.

Yfirvöld keppast við að viðurkenna að hugsanlega hafi þau ekki talað nægilega mikið og hugsanlega þurfi að miða málum meira til þjóðarinnar en samt bólar lítið á þeirri upplýsingamiðlun. Nú er tækifæri til að upplýsa um hlut sem þjóðina þyrstir í fræðast um. 


mbl.is Vítaverð hagsmunagæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband