Ég er eilífur

Tölfræðin segir að til að mæling geti verið marktæk þurfi úrtak að vera að lágmarki 32 stykki. Nú get ég valið úr, 32 er auðvelt að velja. Ég get tífaldað, jafnvel hundraðfaldað úrtakið. Ég get valið hvaða þrjú þúsund og tvöhundruð daga sem vera skal úr lífi mínu. Ég get tekið þá hvern og einn og skoðað hvað gerist. Viti menn! Hverjum og einum þeirra hefur fylgt nýr dagur.

Mér sýnist þetta bara vera nokkuð góð sönnun þess að hér sé komin á regla með engri undantekningu. Ekki einni.

Einhver myndi segja sem svo að það sé full sannað á tölfræðilegan hátt að sérhverjum degi í lífi mínum fylgi annar dagur sem ég lifi. Ég get ekki fundið eitt dæmi um hið gagnstæða.

Af sjálfu leiðir þessi augljósa niðurstaða.

QED Ég er eilífur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband