Vissi ekki?

Hvernig má vera að sjálfur viðskiptaráðherrann sé svona ótrúlega illa upplýstur. Hann vissi ekkert um hve alvarleg staða bankana var og núna vissi hann ekkert um hagsmunaárekstra í rannsókn KPMG á Glitni. Þetta fullyrðir hann þrátt fyrir umræðuna í fjölmiðlum um þetta. Sjálfur forstjóri FME var í Kastljósinu fyrir skemmstu að verja þetta fyrirkomulag. Ráðherra viðskipta veit samt ekki um málið. Hversu illa getur ráðherra í ríkisstjórn verið upplýstur? Hve vel getur hann rækt starf sitt ef hann veit ekki meira um hvað er að gerast í þeim málaflokkum sem hann hefur umsjón með? Ég get ekki fullyrt að KPMG muni framkvæma sína rannsókn illa en sá möguleiki er vissulega meiri en ef annar aðili sem minni hagsmuna hefur að gæta framkvæmdi þessa rannsókn. Er eitthvað annað þessu líkt að gerast í hinum bönkunum?

Það er ekki mikil von til að hann lesi þessi orð en í þeirri veiku von að einhver annar lesi þetta og hafi eyra ráðherrans vil ég benda honum á að það er verið að selja Kaupþing í landi bankaleyndar, Luxembourg. Þegar salan hefur farið fram er borin von að upplýsingar fáist um eignir og eignahreyfingar Íslendinga þar sem ljósi gætu varpað á fall bankanna.


mbl.is Björgvin vissi af rannsókn KPMG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En Fjármálaeftirlitið?!!! Þurfti viðskiptaráðherra að benda þeim á þennan hagsmunaárekstur?!! Þetta Fjármálaeftirlit er handónýtt. Hugsanlega er alveg rétt það sem mér var bent á um daginn. Að þeir sem starfa hjá FME séu í stórum stíl aðilar sem fengu ekki vinnu í bönkunum á sínum tíma. Allavega virðast þeir ekki vera vel með á nótunum. Gat ekki skilanefndin og Fjármálaeftirlitið sagt sér sjálft að þetta gengi ekki. Ekki verður þetta til að auka tiltrú manns á þessum fyrirbærum.

Kalli (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:14

2 Smámynd: Skarfurinn

Get tekið undir það að skrýtið sé að Björgvin hafi ekki haft veður af þessu, en allavegana er hann þó heiðarlegur og viðurkennir að svo hafi ekki verið, það er mun heiðarlegara en þeir kumpánar Davíð Oddsson og Jónas Fr. Jónsson sem viðurkenna alls engin mistök þrátt fyrir að flestir séu sammála því að þeir beri mestu ábyrgðina á bankahruninu ásamt auðvitað bankastjórum gömlu bankanna og útrásarvíkingunum.  

Skarfurinn, 10.12.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Skarfur, þessu er ég algerlega sammála og ég hef heldur aldrei efast um heiðarleika Björgvins. Þvert á móti finnst mér hann virkilega koma sterkur frá öllu þessu klabbi. Það sem ég er að ýja að er hve ótrúverðugt það er hversu illa sjálfur ráðherrann er upplýstur.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 10.12.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband