Hvers vegna áramót.

Nú hafa þessi lög verið all lengi í undirbúningi sem og þessi reglugerð. Nú skil ég ekki hver vegna þessi lög hafa ekki tekið gildi. Af hverju að bíða áramóta með gildistöku. Það er ekkert eftir neinu að bíða. Sérhver dagur sem líður fram að gildistöku laganna kostar þegna þessa lands stórar fjárhæðir sem renna í stríðum straumum í vasa innheimtufyrirtækjanna sem fitna og dafna eins og púkinn á fjósbitanum. Hver dagur sem líður meðan þjóðin ekki gerir ekki neitt af veikum vanmætti til að standa í skilum mergsjúga innheimtufyrirtækin þegnana. Ótæpilegur innheimtukostnaður sem lagður er á skuldir sem komast í vanskil virðast almennt ekki koma skuldareigendum við. Þeir skýla sér á bak við innheimtuaðferðir allra latínuheitanna. Eitt þeirra leggur verulegt gjald á skuldir sem verið er að innheimta og greiðir skuldareiganda ágóðahlut af álögðum innheimtum gjöldum. Ekki bara að skuldari greiði gríðarlegt álag í vasa innheimtufyrirtækis heldur er núna farið að borga sig fyrir skuldareiganda að skuldir fari í vanskil. það innheimtast svo sallafínir vextir.

Þetta verður að stöðva og það er engin sýnileg góð ástæða til að bíða áramóta. Í millitíðinni er innheimtuþrýstingur bara aukinn til muna svo lögleg ofurdýr innheimtuferli sem núna eru lögleg (en siðlaus)  séu komin í gang.


mbl.is Segir innheimtu neytendavænni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband