Færsluflokkur: Bloggar
28.5.2009 | 08:47
Hvaða ástæða gæti verið fyrir þessu?
Er einhver hissa? Ríkisstjórnin (Dagur B.) segir "að ekki sé útilokað að laun forstjóra ríkisfyrirtækja verði lækkuð þannig að þau verði ekki hærri en laun forsætisráðherra. " Jóhanna klára skal tróna á toppi launaskala ríkisins. Er það eitthvað skrítið að fólk sem er búið að eyða hálfri starfsævinni í að mennta sig með miklum tilkostnaði skuli hugsa sig tvisvar um þegar að því kemur að ráða sig í störf sem standa ekki undir framfærslu vegna þess að Jóhanna flugliði sér sócialískum ofsjónum yfir "ofurlaunum".
Núna kemur það í ljós að forstjóri Landsspítalans hefur ekki "fengið skýr fyrirmæli frá stjórnvöldum " um að laun skuli ekki vera hærri en Jóhönnu. Hver þarf að segja hverjum hvað og hvernig til að það teljist skýr fyrirmæli?
Læknar flýja kreppuland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009 | 22:23
Þetta borgarstjórnarlið er ekki í lagi
Það hefur náttúrulega verið vitað um nokkurn tíma að Ólafi F. gengi eitthvað til sem annað fólk skilur ekki. Álfur er orðið sem mér kemur í huga og í leiðinni bið ég álfa og huldufólk Íslands afsökunar á að ég skuli tengja hann á einhvern hátt við þau. Það vill til að Ólafur óháði er orðinn enn óháðari en hann var eftir að frjálslyndir vildu ekki sjá hann með sér.
Það sem mér finnst enn verra og ómerkilegra, ef það er hægt, er að hlusta á framferði vinstri ómerkinganna. Þessara sem núna stanga góðærisofátið úr tönnunum rétt á meðan þau eru að melta veisluna sem haldin var fyrir söluandvirði Fríkirkjuvegar 11. Það er fasteignin sem borgin seldi hæstbjóðanda á verð sem hafði aldrei heyrst af fyrr. rétt um 1.000.000.000 sem borgin tók við gleiðbrosandi og setti jafnfram skilyrði um notkun þess húss sem hún var að selja. Þetta lið leyfir sér að kalla þetta fé sem Björgólfur Thor kom með til Íslands "ímyndað". Hvað á það að þíða? Gufaði þetta fé upp eftir að það var lagt inn á reikninga borgarinnar? Var það ekki til eftir að það hafði verið greitt borgaryfirvöldum.? Þegar Björgólfur Thor hafði selt eignir í útlöndum og komið með fé til Íslands (ólíkt öðrum sem fluttu það úr landi til fjárfestinga) og keypt hús langafa síns til að reyna að gera hærra undir höfði en að láta það grotna niður sem of dýrar skrifstofur ÍTR eru menn núna að kasta rýrð á þau viðskipti sem þó fóru fram fyrir opnun tjöldum. Loddarar!
Að hugsa sér að hluti af þessu fólki skuli núna vera búinn að ná sæti á alþingi. Hvílík örlög.
Einhver sagði að þjóðin fengi þá ríkisstjórn sem hún á skilið. Ég er trúi ekki að Íslenska þjóðin sé svona slæm.
Studdu ekki tillöguna um Fríkirkjuveg 11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2009 | 23:25
Bullið hellist yfir okkur
Stefnuræða forsætisráðherra í gærkvöldi. Ég sat ég með hökuna niður á bringu, gapandi í forundran yfir þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Hver höndin upp á móti annarri og stjórnarliðar, þingmenn jafnt og ráðherrar, tala bara í kross. ESB, ekki ESB. Vandinn sem þjóðin á við að glíma lagast og hverfur á einhvern undraverðan hátt við að sækja um aðild segir hluti þeirra, vinnum vinnuna okkar segja hinir.
Sjálfur er ég alveg til í að fá að vita hvaða við gætum hugsanlega fengið út úr umsókn um inngöngu. Ég er reyndar ekki svo gersamlega skyni skroppinn að ég haldi að Ísland muni hafa minnstu áhrif á fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Ég er ekki svo grunnur að ég haldi að landið fái neinar undanþágur frá neinu af grunngildun sambandsins sem neinu máli skipta. Einhver tímabundinn aðlögunarfrestur kemur ekki til greina. 5 ár, 10 ár eru horfin áður en við getum áttað okkur á hvað gerðist og þá verður of seint að hætta við. Við eigum að leggja línurnar um hvað það er sem við munum ekki vilja víkja frá í anda þess sem framsóknarmenn hafa lagt til. Svo sendum við nefnd embættismanna sem hefur það hlutverk eitt að fá svör við hvort við náum þeim grunn markmiðum eða ekki. Þessi nefnd getur svo fljótt komið heim og gert eitthvað af gagni hér heima.
Í millitíðinni skulum við reyna að halda athyglinni á þeim vandamálum sem við þurfum að leysa hér heima.
Ég veit að forsætisráðherra greyið heldur að þessi umsókn ein og sér sé lausnin og það eitt að sækja um geri heiminn að betri stað en ég var eiginlega að vona að það væri einhver í kringum hana sem gæti komið fyrir hana vitinu í stundarkorn. Bara rétt nægilega lengi til að hægt sé að takast á við vandann heima fyrir undir einhverjum þeim formerkjum sem hún ekki skilur. Það ætti svosem ekki að vera erfitt.
Verst að þessi stæki vinstri tónn sem er svo hættulegur þjóðinni þegar til lengdar lætur er farinn að hljóma upp og niður eftir þjóðfélaginu. Annað hvert félag orðið að ríkisfyrirtæki, ef þau er á annað borð enn í rekstri. Nú er lausnin á öllum að skattleggja ein og félaga Ögmundi datt strax í hug sem lausn á tannhirðu barna. Vitanlega er opinber neyslustýring í formi skatta lausn á öllum hlutum.
Þetta er bara byrjunin. Þau munu finna fleiri og fleiri vandamál sem skattar og skattahækkanir munu lækna. Það er alþekkta lausn vinstri manna.Hlöðum bara meira á breiðu bökun.
Þjóðin viti hvað er í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 09:28
Til hamingju Ísland
Eins og útigangshross sat þessi arma kona, forsætisráðherra, og þvaðraði ofan í þjóðina í kastljósi í gærkvöldi. Er ekki kominn tími til að fólk taki þessa konu af þeim ímyndaða stalli sem hún var sett á. Þvílík steypa sem Jóhanna rappaði yfir þjóðina. Hennar líf virðist snúast alfarið um að ekki megi vera hætta á því að einhver sem rís undir afborgunum fái lækkun skulda. Skítt með þá sem rísa ekki undir byrðinni. Það á bara að greiðsluaðlaga. Veit þjóðin hvað það þýðir. Hafið þið kynnt ykkur hvað greiðsluaðlögum þýðir? Það þíðir að þeir sem stefna í gjaldþrot fá að ganga í gegnum ótrúlega niðurlægjandi ferli greiðslumats og eftirlit ríkisins í fimm ár. Það er skipaður fjárhaldsmaður sem gerir greiðsluáætlum sem miðast við að hafa af fólki eins mikið fé og nokkur kostur er í fimm ár. Kynnið ykkur málið. Þetta er ekki löng lesning. 2 síður eða svo.
Hvað þýðir "við munum ekki auka tekjur ríkissjóðs í gegnum skatta meira en var gert á árunum 2005 til 2007?" Það þýðir ekki að skatthlutfall af launum þínum verður ekki hærra en 35%. Það þýðir ekki heldur að heildar skattgreiðslur þínar muni ekki verða hærri er 35%. Hún sagði að skatttekjurnar yrðu ekki hærri er 35% af vergri landsframleiðslu. "Sem hlutfall af landsframleiðslu". Með öðrum orðum, við ætlum að skrúfa upp skatta þar til syngur í buddunni hjá þessum djöflum sem hafa hugsanlega hærri laun en Jóhanna.
Núna má ekki gleyma því að í millitíðinni hafa nokkrir af allra stærstu skattgreiðendunum horfið af sjónarsviðinu. Nokkrir skatthæstu einstaklingarnir (til dæmis Björgólfur Guðmundsson) hafa hrunið og munu því ekki tróna þar á toppnum. Allir bankarnir sem greiddu milljarða á milljarða ofan eru núna horfnir úr þessum hópi. Eftir stendur launafólk í landinu sem stefnir í gjaldþrot í stórum stíl þvert ofan á loforð Jóhönnu og kommanna.
Þrjár leiðir til segir hún. Þrjár leiðir! Jesús Pétur! Ein leið er að auka tekjur (skattar á sócialísku). Önnur leið er að fara í hagræðingu (þetta kalla aðrir minnka útgjöld) og niðurskurður (þetta kalla aðrir minnka útgjöld)
Hvers vegna í ósköpunum eru laun hennar hámarks laun hjá ríkinu? Ætlar einhver að segja mér að Jóhanna Sigurðardóttir sé slíkur talent að hennar starf eigi að skilgreina launaþak þeirra starfsmanna sem hjá ríkinu vinna? Er það svo? Ef launin fara ekki eftir hæfileikum þarf ég að fá að vita hvað á að ráða þeim. Er nóg að fara í starfstengt námskeið eins og t.d. hmmm, meirapróf og fara svo í pólitík til að tróna á toppi launaskala ríkisins? Þessi vinstri öfundarpólitík er að koma þjóðinni illa í koll þessa dagana.
Hún ætlar að skoða það "í sátt við greinina" hvernig á að taka fiskveiðiheimildirnar af útgerðinni. Hún ætlar ekki að segja okkur hvernig þetta á að gerast. Bara talar í hringi í kringum hluti sem hún veit ekki hvernig á að framkvæma.
Enn þvaðrar hún um að ESB eigi að laga alla hluti milli himins og jarðar. Bara glýja og blinda. Fá styrki frá Brussel til að redda öllu og öllum. Ísland á að gerast betlari á jötu þjóðanna og sníkja ölmusur frá Stór-Evrópu. Stórmannleg og uppburða framtíðarsýn.
Ljósið í þessu vinstri myrkri er að þessi ríkisstjórn mun standa stutt við. Því styttra því betra.
Skattar svipaðir og 2005-2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.5.2009 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2009 | 09:51
Eggskvís mí!
Þetta gengur hreint ekkert upp. Hálf ríkisstjórnin vill ekkert frekar en að ganga í ESB hinn helmingurinn vill það bara alls ekki. Þessir helmingar segjast vera sammála um að vera ósammála. Það er í grunninn tóm della og ekkert til sem heitir að vera sammála um að vera ósammála. Þetta heitir að vera ósammála og láta eins og það skipti ekki mála. Viðurkenna það.
Þetta samhenta fólk ætlar á einhvern óskilgreindan hátt að leggja fyrir Alþingi erindi þess efnis að Ísland sæki um aðild að ESB. VG er svo höfðinglegur flokkur að þau hyggjast samþykkja stjórnarskrá Íslands og leyfa sínum þingmönnum að greiða atkvæði eftir sinni samvisku. Stórmannlegt.
Nýja ríkisstjórnin leggur allt sitt traust á stjórnarandstöðuna. Skoðum hvernig það artar sig.
Borgarar: Sækja um, sækja um. Við vitum ekki hvað við viljum. Við erum örugglega ósammála um það allt en við bara vitum það ekki ennþá. Sækja um.
Framsókn: Ef okkar skýru skilyrði eru sett fram sem samningsmarkmið í upphafi og ekki vikið þumlung frá þeim erum við tilkippileg. Annars ekki. Þetta þarf að tryggja fyrirfram svo framsókn verði ekki blekkt eins og í tíð minnihlutastjórnarinnar sem gerði það sem hún vildi í trausti þess að framsókn gerði ekki neitt í málunum. Það gekk upp hjá þeim þá. Hvað nú?
Íhald: Landsfundur, æðsta vald hins almenna Sjálfstæðismanns, samþykkti að þjóðin skyldi ákveða hvort sækja skal um aðild og greiða síðan atkvæði um niðurstöðuna. Getur stórminnkaður þingmannaflokkur þeirra gengið gegn samþykkt landsfundar? Nýr formaður sagði fullum fetum í fréttatíma sjónvarpsins að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki skera stjórnina niður úr þeirri hengingaról.
Þetta er ss. staðan.
Með: fylkingin, borgarar
Kannski: Framsókn
Móti: VG, Sjálfstæðisflokkur.
Evrópumálið setur alla í nokkurn vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2009 | 12:52
Vinnur hvað
Steingrímur segir "Það sem gerir þetta þægilegt er það að ríkisstjórnin situr og starfar og vinnur sín verk" Hvaða verk er þessi stjórn að vinna? Engin, er svarið. Ef það er ekki svarið væri ég til í að heyra frá yfirvöldum hvað þau eru að gera fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.
Talsmaður neytenda leggur fram þrjár útfærslur að tillögum um björgun heimilanna. Það kemur ekki píp frá ríkisstjórninni. "Það liggur ekkert á" segja þau í kór. Þeim finnst ekkert liggja á að koma á stjórnarsáttmála. Það sé "starfandi" ríkisstjórn í landinu og þau ætla bara að taka sér allan þann síma sem þau vilja í að ræða um nýja útfærslu á Evrópusambandinu. Allt annað í stjórnarsáttmálanum er svo auðleyst sagði Jóhanna á mánudag. Það er svo auðleyst að það er látið hjá líða að leysa það og allt annað látið víkja fyrir stofnun nýrrar útgáfu ESB.
Jóhanna mænir til Brussel og lætur sig dreyma á meðan Steingrímur reynir sitt ýtrasta til að fá sína liðsmenn til að halda sér saman meðan hann reynir að koma þeim í ríkisstjórn sem afstýrir ESB umsókn. Allt er þetta sérlega pínlegt þegar Olli Rehn sendir okkur línu um að við fáum engar undanþágur.
Mér þætti við hæfi að Brussel sendi okkur eitt eintak af þeim samningi sem við munum þurfa að gangast inná svo við getum tekið afstöðu til hans hið allra fyrsta. Þá fyrst er hægt að fá núverandi (eða kannski næstu) ríkisstjórn til að snúa sér að því að koma hagkerfi landsins af stað aftur.
Viðræður halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2009 | 17:23
Góð niðurstaða
Nú er niðurstaðan ljós að mestu leyti. Einhverjar útstrikanir eftir að koma í ljós en í megindráttum eru úrslit ljós. Þessi úrslit eru á ýmsan hátt góð.
Það fyrsta sem kemur í hugan er svo augljóst að það þarf vart að taka það fram. Ástþór og hans bull er fyrir bí.
Næst má telja fremur snautlega útkomu borgarahreyfingarinnar. (mér fannst listabókstafurinn sérlega við hæfi) Þeim finnst 4 þingmenn vera góður árangur. Það finnst öllum öðrum líka. Fjórir þingmenn frá hópi sem veit ekkert hvað hann er er ekki afl sem neinn þarf að taka tillit til. Eini sjénsinn að O fái athygli er ef að fylkingin og vg ná ekki saman. Það er reyndar líklegt og það gerir skyndilega samkrull fylkingar, framsóknar og O að stjórnarmyndunar möguleika. Sá möguleiki er þess eðlis að hann mun ekki lifa lengi.
Niðurlag frjálslynda flokksins er vitanlega gleðiefni og líklegt má telja að það óánægjufylgi sjálfstæðisflokksins sem myndaði frjálslynda flokkinn hafi nú flutt sig til O.
Það sem mér finnst vera hápunktur þessara kosningaúrslita er hve nauman meirihluta vinstri flokkarnir fá. Sundurþykkja vinstri manna er kunnari er frá þurfi að segja og sú staðreynd þýðir að allir þingmenn beggja flokka verða stanslaust að ganga í takt. Það er ómögulegt þegar vel árar og enn verra núna þegar illa stendur á. Ef tekst að mynda þá vinstri stjórn sem líklegast er að verði reynt fyrst má hugga sig við að hún verður skammlíf. Við munu í öllu falli fá aðrar kosningar fljótlega.
Sjálfstæðisflokknum er afar hollt að fá að hvíla á hliðarlínunni og átta sig á ástandinu. Í næstu kosningum verður annar hópur í boði og það má búast við að sú endurnýjun í þeirra þingmannaliði sem þurfti að verða núna muni skila sér næst.
Þingað um nýja stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 09:03
Það er tilgangslaust að skila auðu
Ástráður Haraldsson formaður landskjörstjórnar sagði nýverið að til stæði að halda til haga fjölda auðra atkvæða og halda þeim aðskildum frá ógildum. Þetta er vel. Nú er hægt að bæta einni víddinni við atkvæðagreiningu og 10 mínútum við kosningasjónvarpið. Þetta gerir fátt annað.
Sem ég stend í kjörklefanum staðráðinn í að skila auðu til að mótmæla handvömm í hagstjórn undanfarinna ára hugsa ég til þess með ánægju að nú muni þeir Geir og Björgvin sko skammast sín. Ég sest fyrir framan sjónvarpið um kvöldið til að fylgjast með atkvæðatalningu og bíð eftir að heyra í þeim félögunum á einhverjum tímapunkti um kvöldið lýsa því yfir að þeim þyki þetta leitt og að þeir vildu taka allt aftur og bæta sitt ráð. O nei. Það gerist ekki. Þáttastjórnendur gerast duglegir við að rýna í fjölda auðra atkvæða og komast að ýmsum niðurstöðum.
Ein þeirra er að fjöldi auðra atkvæða sé klárlega afrakstur Evrópustefnu stjórnvalda síðustu ár.
Önnur þeirra er að auðu atkvæðin séu líkast til skilaboð til Sjálfstæðisflokksins um að stuðningsmenn hans geti ekki hugsað sér að kjósa sinn gamla flokk en, á sama tíma, geti heldur ekki hugsað sér að styðja neinn annan.
Margar fleiri skýringar eru líklegar á fjölda auðra atkvæða hvort sem þeim mun fjölga eða fækka. Það sem ég meina er að kjósandi skilar auðu í von, veikri von, um að einhver muni túlka sitt auða atkvæði á réttan hátt mun verða fyrir vonbrigðum. Það að skila auðu er sambærilegt við að afsala sér kosningarétti sínum tímabundið til þess að gefa einhverja yfirlýsingu sem verulegar líkur eru á að verði misskilin.
Ef þú vilt senda skilaboð skaltu mæta á kjörstað og merkja við einhvern þeirra stjórnmálaflokka sem eru í framboði. Allt annað er vanmáttugt.
Ef þú vilt refsa Sjálfstæðisflokknum skaltu kjósa einhvern hinna. Það eru skýr skilaboð. Ef þú vilt ekki búa við vinstri áþján næstu 1-2 árin skaltu kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Umfram allt, ekki skila auðu. Það er gagnslaust og skilar niðurstöðu sem mun ekki geðjast þér.
Margir ætla að skila auðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.4.2009 | 09:14
Dómsdagsvitleysa
Hvað heldur fólk að borgarahópurinn standi fyrir? Ekkert og allt. Ekkert og allt er það sem fólk var að mótmæla á Austurvelli. Einn var að mótmæla stjórnvöldum og annar að mótmæla bankahruni. einn mótmælti að Davíð sæti sem Seðlabankastjóri (ég bendi á að sá norski hefur engu áorkað) og aðrir mótmæltu háum stýrivöxtum eða bara háu verði í Bónus.
Allt þetta fólk fann fara um sig sælu- og samstöðuhroll þar sem það stóð og mærði Hörð Torfason fyrir sitt dásamlega framtak. Það eitt átti þetta fólk allt sameiginlegt. Annað ekki. Ansi margir stóðu svo eins og illa gerðir hlutir þegar á svið komu sirkus atriði eins og átta ára stúlka sem hélt fyrirlestur um ástandið eða þegar á sviðinu stóðu róttækir kommúnistar og boðuðu byltingu. Það var alls ekki þetta sem fólkið kom til að klappa fyrir. Vandinn var bara að það að standa í stórum samstöðuhópi sem gargaði saman í hóp-sefjun og klappa ekki fyrir framtíðarsýn litlu stúlkunnar, ja það væri lúalegt. Því klappaði fólk fyrir hverju og hverjum sem stóð á sviðinu og allir fundu til einhvers konar samstöðu. Þetta voru heit augnablik sem fólk á eftir að ylja sér við meðan það stritar fyrir hækkuðu sköttunum sem það er um það bil að kjósa yfir sig.
Núna er þessi vitleysa fyrir bí. Fólk búið að fá flest af slagorðun mótmælaskiltanna í gegn og hvað blasir við? Ekki rassgat. Stæk vinstri stjórn er búin að hafa völdin í hartnær þrjá mánuði og áorka engu. Hún hefur gert fólki dálítið sársaukaminna að verða gjaldþrota, en ekki koma í veg fyrir gjaldþrotið. Hún hefur reyndar líka yfirtekið geysilegan fjölda fyrirtækja sem hafa farið á hausinn á valdatíma sínum vegna þeirra eigin aðgerðaleysis, en hún kom ekki í veg fyrir gjaldþrot þeirra. Stýrivextir eru enn stjarnfræðilega háir og enn hefur ekkert verið gert til að lina þjáningar fólksins þrátt fyrir himinhá loforð þess efnis.
Steingrímur gargaði eftir upplýsingum um raforkuverð til álfyrirtækjanna en þegar hann er í aðstöðu til að upplýsa um það þegir hann þunnu hljóði.
Jóhanna Forsætisráðherra, sem ekki getur komið fram fyrir hönd þjóðarinnar erlendis af því að hún talar ekki ensku, heimtaði afnám verðtryggingar lána þegar hún þurfti ekki að bera ábyrgð á afleiðingunum. Núna þegar hún er í aðstöðu til þess að gera það gerir hún 100% ekkert. Reyndar ætlar hún að gera það seinna, já seinna ef hún fær umboð til þess.
Þetta er sá veruleiki sem blasir við ef fólki dettur í hug að greiða öðru hvoru af verstu vinstri öflunum atkvæði sitt eða skila auðu. Þessi hópur hefur boðað skattahækkanir, launalækkanir og inngöngu í ESB. Þetta þrennt er það sem þau eru búin að lofa. Þau eru reyndar ekki alveg sammála um þetta síðasta en eru sammála um að vera ósammála eins og Atli Gíslason orðaði það í sjónvarpinu í gær. Þau ætla að sækja um og ekki sækja um inngöngu í júni skv. Jóhönnu málakonu. Í júni ætlar hún að fara til Brussel og annað hvort sækja um inngöngu eða ekki.
Borgarahreyfingin hefur sama kauðalega yfirbragð og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar á sínum tíma og Frjálslyndi flokkurinn seinna. Svona eins konar óánægju samkrull úr Sjálfstæðisflokknum. Fólk sem hefur ekki neitt til að sameina annað en að vera á móti. Það er ekki nóg að bara vera á móti. Að vera á móti er ekki stefna. Það er ekki einu sinni hægt að sameinast um það til lengdar. Það að vera á móti er ekki lífsskoðun eða áhersla sem maður byggir á. Fólkið sem til samans myndar þennan óánægjuhóp mun fljótt reka sig á að þeirra áherslur eru ólíkar í öllum helstu atriðum og mjög fljótt mun skerast í odda á nánast öllum sviðum. Atkvæði greitt þessum hópi er ónýtt.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.4.2009 | 16:19
Ástþór lýðræði ritskoðar eigin blogg
Ég setti inn á blogg Ástþórs Magnússonar ábendingu til upplýsingar um hvernig hann misfer með tilvísun í hugleiðingar Daða Ingólfssonar og kallar þær vísindalegar staðreyndir. Þetta þorir Ástþór ekki að birta.
Þessi ábending er sambærileg þeirri sem finna má á mínu bloggi hér að neðan og því er athyglisvert að maðurinn skuli leyfa sér að kalla RÚV ritskoðað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)