Færsluflokkur: Bloggar

Því miður er þetta ekki búið.

Ég held reyndar að lögreglan hafi staðið lítið eitt rangt að þessari rýmingu á Vatnsstíg. Nær hefði verið að setja einstefnuloka á húsið. Meina öllum inngöngu en hleypa út þeim sem út vilja fara. Ástandið hefði lagast fljótlega þegar þessi skríll þarf að láta þjóðfélagið fóðra sig.Nú er ástandið svo undarlegt og öfugsnúið að manni flökrar.

Ég hrökk illilega við þegar ég sá að Salvör Gissurardóttir sagði í sínu bloggi í fyrradag (http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/853115/) að henni fyndist þessi hústaka bara sjarmerandi. Þetta er ótrúlegt! Einn af frambjóðendum framsóknarfokksins í næstu Alþingiskosningum mærir þessa lögleysu. Það er bara sjarmerandi að ungir anarkistar slá eign sinni á hús annarra í trássi við lögin. Fyrir hverju ætlar Salvör að tala fari svo að hún nái kjöri? Ef hún ætlar að tala máli skrílræðis á Íslandi er eins gott að hún skýri það bara strax þannig að hægt sé að varast að kjósa hana.

Utan á húsinu á Vatnsstíg hafði hústökufólkið hengt borða með áletruninni "Heimilið er heilagt en eignarrétturinn ekki" Þarna gætir þvílíks grundvallarmisskilnings að mann setur næstum hljóðan. Fyrri hluti þessarar setningar er sannarlega réttur en sá seinni alrangur. Eignarrétturinn er vissulega heilagur, að minnsta kosti fyrir nánast sérhverjum Íslendingi sem ekki var staddur á Vatnsstíg. Vandinn sem þetta fólk stendur frammi fyrir er að þau halda að þetta tvennt stangist á. Það gerir það ekki. Þeim er fullkomlega heimilt að stofna sér sitt heilaga heimili en bara ekki í eign annarra án þeirra samþykkis.

Nú eru þau farin að leggja á ráðin um að ráðast inn í önnur hús. 


mbl.is Lögregla rýmir Vatnsstíg 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskar svara

Hefði þá ekki verið áhrifaríkara að standa upp á leiðtogafundi NATO og tala hátt og skýrt og krefjast svara?

Furðulegt að láta sér detta í hug að senda Össur á þennan leiðtogafund. Össur, sem virðist hafa haldið að Obama hafi komið sérstaklega til að láta taka mynd af sér með honum og sníkja að fá að koma til Íslands, lætur nú í það skína að hann sé svo stór kall að Brown hafi forðast fundi við sig skömmustulegur á svip.

Trúðsháttur.


mbl.is Vilja viðbrögð frá Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður skammlíft

Nú er bara um að gera að njóta þessaarar tilfinningar meðan að endist. Hún verður skammlíf.

Ef fram fer sem horfir mun þjóðin kjósa yfir sig þverustu sort af kommúnista og gengdarlausan sósíalista sem munu mynda verstu hugsanlegu ríkisstjórn eftir næstu kosningar.

Þjóðin verður skattpínd af landi brott af þverhausum sem sjá rautt ef einhver dirfist að sýna snefil af dugnaði. Það má bara lifa í voninni að þetta ástand lifi ekki heilt kjörtímabil.


mbl.is Væntingar neytenda aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himinhrópandi pínlegt

Á meðan forsætisráðherra, sem hefur engan metnað til að verða formaður fylkingarinnar, lætur dextra sig með tvíræðum og misvísandi svörum við grátklökkum kröfum um að taka að sér starfið sitja aðrir klúbbfélagar vandræðalega hljóðir. Núna þorir enginn að bjóða sig fram gegn Jóhönnu þó hún hafi ekki boðið sig fram. Það mætti eiginlega kalla það að hún hafi boðið sig aftur. Dálítið öfugsnúið að þurfa að bjóða sig ekki fram.

Vandamálið liggur í því að ef einhver stendur upp og ætlar fram er á það litið sem beina árás á ráðherrann ráðalausa og hugheilar óskir kyndilbera jafnaðarstefnunnar um að fá í fylkingarbrjóst eina einstaklinginn sem hefur ítrekað neitað beiðnum um framboð.

Það ískrar í mér.

Það hafa sannarlega ekki mörg nöfn dúkkað upp. Helst Dagur B. Er það virkilega eins augljóst eins og mér sýnist það vera að það sé bara ekki meira úrval af fólki sem gæti náð kjöri í þetta starf? Sjálfur held ég ekki að Dagur B. ráði við djobbið en það er annað mál. Ég man reyndar ekki eftir neinum í svipinn sem gæti það og spennuþrungin biðin eftir að ráðherrann taki af skarið og segi klárt af eða á gerir þeim sem hugsanlega gætu hugsað sér að sækjast eftir kjöri erfiðara um vik.


mbl.is Biðin eftir Jóhönnu á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er vilji þjóðarinnar ljós

Þetta verður ekki mikið skýrara. Þjóðin hefur talað. Þeir sem vilja að Jóhanna "þver" Sigurðardóttir taki að sér starf formanns fylkingarinnar mættu í blysförina í gærkvöldi.

Það sem mér finnst athyglisverðast að sá sem hvað fastast hefur heimtað framboð Jóhönnu mætti ekki. Jón Baldvin sat bara heima. Kannski er hann orðinn of gamall til að rölta þetta eða kannski hann sé bara svona staður.


mbl.is Enginn mætti í blysförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagði einhver foringjadýrkun

Hjálpi mér heilög hamingjan. Ég er ekki viss um hvort nú er við hæfi að hlæja eða bara brosa að öllu saman. Þessi uppákoma er í öllu falli broslega hallærisleg.

Fylkingarfólk hefur verið óþreytandi í krítík sinni á því sem það hefur kallað foringjadýrkun Sjálfstæðismanna og svo gerist þetta. Nú er bara að bíða og sjá. Vilji þjóðarinnar mun eðlilega koma skýrt í ljós í kvöld.

Já, er Heilög Jóhanna dálítið þver? Þarf að dextra hana svolítið?


mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fjölgar vinstri flokkunum á ný

Fréttir af slæmri heilsu Ingibjargar eru vissulega slæmar fréttir á margan hátt og fyrir marga. Ég óska henni alls góðs og vona að það verði henni uppbyggilegt að fá næði og frí frá því oki sem núna hvílir á stjórnmálamönnum þjóðarinnar.

Ein afleiðing af þessu brotthvarfi Ingibjargar er náttúrulega það að fylkingin mun liðast í sundur. Sá ósamstæði hópur vinstri kverúlanta og hugsjóna komma sem ekki hafa fundið í sér samsömun með VG og hafa með ólund fylkt sér saman í þessi stjórnmálasamtök undir stjórn Ingibjargar mun ekki finna flöt á áframhaldandi samstarfi til lengdar. Sú staðreynd að enn sé til Alþýðuflokksfélag sýnir svo ekki er nokkur vafi að enn er til hópur fólks sem í dæmigerðu vinstri harki vill eiga sér tilbúinn björgunarbát til að róa á þegar Fylkingarævintýrinu lýkur. Það er reyndar verst að þetta skyldi ekki gerast fyrr svo þjóðin fengi að upplifa þann farsa sem nú fer af stað áður en til kosninga kemur. Fylkingin mun hökta fram yfir næstu kosningar eingöngu vegna þessa að fólk mun sitja á sér og efna ekki til óvinafagnaðar að litlu tilefni. Vandinn mun birtast hressilega eftir kosningar, engum til góðs.Það eina sem ég sé neikvætt við þessi örlög fylkingarinnar er sú óreiða í stjórnmálum sem af þessu hlýst.

Sú sorglega vinstri slagsíða sem nú er á þjóðinni mun heldur aukast við þetta og er það miður.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver má hvað?

Nú bíð ég spenntur og kvíðinn eftir reiðiöldunni sem mun fara um þjóðfélagið ef fólk er samkvæmt sjálfu sér. Davíð sagði "við borgum ekki" og þjóðin trylltist. Nú segir Ólafur "við borgum ekki" og þá hlýtur reiðialdan að endurtaka sig.

Ráðamenn þjóðarinnar mega ekki tjá sig með þessum hætti út á við, eða hvað?


mbl.is Orðum forsetans slegið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki sama hvaðan vitleysan kemur

Ég hef lesið fáein blogg varðandi þessa frétt og undrast stórlega viðbrögð fólks. Er nóg að vera snoppufríður og vefja sig demöntum og gulli til að geta komist upp með þvaður? 

Ef einhver, hver sem er, bara EINHVER annar hefði leyft sér að segja í blaðaviðtali að enginn myndi missa húsið sitt þá hefði hringlaði í eldhúsáhöldum og krafist afsagnar. Fólki finnst þetta krúttlegt og bara sniðugt af konunni að bulla svona.

Ég skammast mín. Eina ferðina en er þetta svona "let them eat cake" sem kemur úr þessari áttinni. 


mbl.is Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitleysisgangur

Jóhönnu hefði verið nær að hinkra eftir sjálfri sér. Aðeins að anda rólega, klára þessa lagasetningu varðandi endurskipulagningu Seðlabanka sem hún segist vera að vinna að og fara rétt að málum. Núna stendur uppúr þessari vitleysu allri persónuleg rætni og úlfúð Forsætisráðherra i garð Seðlabankastjóra.

Það sem eftir stendur eru persónulegar ofsóknir Jóhönnu Sigurðardóttur á Davíð Oddson byggðar á pólitískri hentistefnu. Hvort sem það er rétt eða rangt að víkja Davíð úr Seðlabankanum er það ljóst að það er ekki hægt að standa verr að því en gert var.

Við skulum ekki gleyma því að þegar verið er að vísa í að einhverjir sérfræðingar eða fjölmiðlar úti í heimi lýsi undrun á því að Davíð skuli sitja enn í starfi að á bak við þau skrif öll eru persónulegar skoðanir þess einstaklings sem svo tjáir sig en ekki endilega einhver almenn skoðun einhvers massa. Sérfræðingur að sunnan er, þegar upp er staðið, bara einstaklingur með sína skoðun.


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband