Því miður er þetta ekki búið.

Ég held reyndar að lögreglan hafi staðið lítið eitt rangt að þessari rýmingu á Vatnsstíg. Nær hefði verið að setja einstefnuloka á húsið. Meina öllum inngöngu en hleypa út þeim sem út vilja fara. Ástandið hefði lagast fljótlega þegar þessi skríll þarf að láta þjóðfélagið fóðra sig.Nú er ástandið svo undarlegt og öfugsnúið að manni flökrar.

Ég hrökk illilega við þegar ég sá að Salvör Gissurardóttir sagði í sínu bloggi í fyrradag (http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/853115/) að henni fyndist þessi hústaka bara sjarmerandi. Þetta er ótrúlegt! Einn af frambjóðendum framsóknarfokksins í næstu Alþingiskosningum mærir þessa lögleysu. Það er bara sjarmerandi að ungir anarkistar slá eign sinni á hús annarra í trássi við lögin. Fyrir hverju ætlar Salvör að tala fari svo að hún nái kjöri? Ef hún ætlar að tala máli skrílræðis á Íslandi er eins gott að hún skýri það bara strax þannig að hægt sé að varast að kjósa hana.

Utan á húsinu á Vatnsstíg hafði hústökufólkið hengt borða með áletruninni "Heimilið er heilagt en eignarrétturinn ekki" Þarna gætir þvílíks grundvallarmisskilnings að mann setur næstum hljóðan. Fyrri hluti þessarar setningar er sannarlega réttur en sá seinni alrangur. Eignarrétturinn er vissulega heilagur, að minnsta kosti fyrir nánast sérhverjum Íslendingi sem ekki var staddur á Vatnsstíg. Vandinn sem þetta fólk stendur frammi fyrir er að þau halda að þetta tvennt stangist á. Það gerir það ekki. Þeim er fullkomlega heimilt að stofna sér sitt heilaga heimili en bara ekki í eign annarra án þeirra samþykkis.

Nú eru þau farin að leggja á ráðin um að ráðast inn í önnur hús. 


mbl.is Lögregla rýmir Vatnsstíg 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert skrímsli, vonandi eignastu sál...

(sorrí atli)

Guðjón (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:08

2 identicon

Sammála þér með hana Salvör, hvílíkur fábjáni.  Talaði við einn Framsóknarmann áðan sem sagðist skammast sín fyrir svona frambjóðendur. 

Lögreglan er í fullum rétti og þessi aðgerð er nauðsynleg.  Beita þarf þennan lýð/hyski hörku, enda skilur hann ekkert annað.  Þetta er sama pakkið og var með óeirðir og skemmdarverk í bús byltingunni.  Skríll sem virðir ekki lög né eignir.  Þurfum ekki á svona pakki að halda, er tilbúinn í að splæsa í nokkra "one way" miða með Express til Köben handa svona liði, Christjanía er þeirra rétta heimili

Baldur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:25

3 identicon

Þú ert yndislega ýktur.

Eigendur þessara húsa hafa gerst sekir um valdníð, þeir hafa í krafti peninga tekið sér hlutverk skipulagsráðs og ákveða uppá sitt einsdæmi hvaða hús eigi að grotna niður, níðast á menningararfleifð okkar, Laugaveginum til óbætanlegs tjóns. Það er ekkert annað en áhlaup á verslunarstarfsemi við Laugarveg að kaupa upp húsaþyrpingar til að láta þær grotna niður í mörg ár og ættu kaupmenn við Laugaveg ásamt Reykjavíkurborg að vera löngu búin að sækja þessi eignarhaldsfélög til saka.

Bjarni Þórisson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:46

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vonandi hefur þetta pakk vit á bví að hernema húsið hennar Salvarar. Það er svo gott og fagurt þegar útúrdópaður skríllinn hertekur hús annarra. Salvör mun gleðjast innilega og skrá þetta lið í Framsóknarflokkinn.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 11:28

5 identicon

Þú setur út á áletrunina "Heimilið er heilagt en eignarrétturinn ekki".

Ég get alveg tekið undir það að vissu leyti. En hvernig er staðan í dag? Alltaf verið að tala um að slá skjaldborg um heimilin. Með hvaða aðferðum? Lengja í lánum og þess háttar ánauð. Heilagleiki heimilisins finnst mér vera í hættu en eignarrétturinn í hávegum hafður.

JC (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

JC: Sú skjaldborg er ekki beinlínis sýnileg og sífellt er tönnlast á því af núverandi stjórn að það þurfi að gera þetta og það þurfi að gera hitt en lítið um efndir. Í dag verður væntanlega afgreitt frumvarp sem á að gera gjaldþrot (í raun af annarra völdum) eitthvað léttbærara.

Þetta frumvarp er þess eðlis að þegar fólk er algerlega komið í þrot er það sett í smánarlega og niðurlægjandi greiðslugetugreiningar meðferð og því síðan komið í stífan greiðslufarveg sem er undir opinberu eftirliti. Fólk er, með öðrum orðum, reyrt niður á greiðsluklafa og sett í fjárhagsfangelsi.

Ég tek fyllilega undir þín sjónarmið og viðurkenni að heilagleiki heimilisins er víða fyrir borð borinn. Það réttlætir ekki gerðir þessa fólks sem er ekki að verja neitt heimili, hvorki sitt né annarra.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 15.4.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband