Nú fjölgar vinstri flokkunum á ný

Fréttir af slæmri heilsu Ingibjargar eru vissulega slæmar fréttir á margan hátt og fyrir marga. Ég óska henni alls góðs og vona að það verði henni uppbyggilegt að fá næði og frí frá því oki sem núna hvílir á stjórnmálamönnum þjóðarinnar.

Ein afleiðing af þessu brotthvarfi Ingibjargar er náttúrulega það að fylkingin mun liðast í sundur. Sá ósamstæði hópur vinstri kverúlanta og hugsjóna komma sem ekki hafa fundið í sér samsömun með VG og hafa með ólund fylkt sér saman í þessi stjórnmálasamtök undir stjórn Ingibjargar mun ekki finna flöt á áframhaldandi samstarfi til lengdar. Sú staðreynd að enn sé til Alþýðuflokksfélag sýnir svo ekki er nokkur vafi að enn er til hópur fólks sem í dæmigerðu vinstri harki vill eiga sér tilbúinn björgunarbát til að róa á þegar Fylkingarævintýrinu lýkur. Það er reyndar verst að þetta skyldi ekki gerast fyrr svo þjóðin fengi að upplifa þann farsa sem nú fer af stað áður en til kosninga kemur. Fylkingin mun hökta fram yfir næstu kosningar eingöngu vegna þessa að fólk mun sitja á sér og efna ekki til óvinafagnaðar að litlu tilefni. Vandinn mun birtast hressilega eftir kosningar, engum til góðs.Það eina sem ég sé neikvætt við þessi örlög fylkingarinnar er sú óreiða í stjórnmálum sem af þessu hlýst.

Sú sorglega vinstri slagsíða sem nú er á þjóðinni mun heldur aukast við þetta og er það miður.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú ekki verra... Bara ef von væri til þess að hægri menn hættu rassasleikingunum og áttuðu sig á því að þeir eiga ekkert sameiginlegt heldur, nema kannski græðgi og allt of mikið egó!

Halli (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:36

2 identicon

Hvada kjaftaedi er thetta í thér Óli minn?  Thú átt ekki ad drekka kaffi svona seint.

Hannes á horninu (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband