Himinhrópandi pínlegt

Á meðan forsætisráðherra, sem hefur engan metnað til að verða formaður fylkingarinnar, lætur dextra sig með tvíræðum og misvísandi svörum við grátklökkum kröfum um að taka að sér starfið sitja aðrir klúbbfélagar vandræðalega hljóðir. Núna þorir enginn að bjóða sig fram gegn Jóhönnu þó hún hafi ekki boðið sig fram. Það mætti eiginlega kalla það að hún hafi boðið sig aftur. Dálítið öfugsnúið að þurfa að bjóða sig ekki fram.

Vandamálið liggur í því að ef einhver stendur upp og ætlar fram er á það litið sem beina árás á ráðherrann ráðalausa og hugheilar óskir kyndilbera jafnaðarstefnunnar um að fá í fylkingarbrjóst eina einstaklinginn sem hefur ítrekað neitað beiðnum um framboð.

Það ískrar í mér.

Það hafa sannarlega ekki mörg nöfn dúkkað upp. Helst Dagur B. Er það virkilega eins augljóst eins og mér sýnist það vera að það sé bara ekki meira úrval af fólki sem gæti náð kjöri í þetta starf? Sjálfur held ég ekki að Dagur B. ráði við djobbið en það er annað mál. Ég man reyndar ekki eftir neinum í svipinn sem gæti það og spennuþrungin biðin eftir að ráðherrann taki af skarið og segi klárt af eða á gerir þeim sem hugsanlega gætu hugsað sér að sækjast eftir kjöri erfiðara um vik.


mbl.is Biðin eftir Jóhönnu á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband