Vinnur hvað

Steingrímur segir "Það sem gerir þetta þægilegt er það að ríkisstjórnin situr og starfar og vinnur sín verk" Hvaða verk er þessi stjórn að vinna? Engin, er svarið. Ef það er ekki svarið væri ég til í að heyra frá yfirvöldum hvað þau eru að gera fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Talsmaður neytenda leggur fram þrjár útfærslur að tillögum um björgun heimilanna. Það kemur ekki píp frá ríkisstjórninni. "Það liggur ekkert á" segja þau í kór. Þeim finnst ekkert liggja á að koma á stjórnarsáttmála. Það sé "starfandi" ríkisstjórn í landinu og þau ætla bara að taka sér allan þann síma sem þau vilja í að ræða um nýja útfærslu á Evrópusambandinu. Allt annað í stjórnarsáttmálanum er svo auðleyst sagði Jóhanna á mánudag. Það er svo auðleyst að það er látið hjá líða að leysa það og allt annað látið víkja fyrir stofnun nýrrar útgáfu ESB.

Jóhanna mænir til Brussel og lætur sig dreyma á meðan Steingrímur reynir sitt ýtrasta til að fá sína liðsmenn til að halda sér saman meðan hann reynir að koma þeim í ríkisstjórn sem afstýrir ESB umsókn. Allt er þetta sérlega pínlegt þegar Olli Rehn sendir okkur línu um að við fáum engar undanþágur.

Mér þætti við hæfi að Brussel sendi okkur eitt eintak af þeim samningi sem við munum þurfa að gangast inná svo við getum tekið afstöðu til hans hið allra fyrsta. Þá fyrst er hægt að fá núverandi (eða kannski næstu) ríkisstjórn til að snúa sér að því að koma hagkerfi landsins af stað aftur.

 


mbl.is Viðræður halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Evrópumálin þykja einna mikilvægust en rétt er hjá þér að nauðsynlegt sé að koma fótum undir efnahagslífið sem fyrst og ætti að láta það mál í algjöran forgang.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Sammála þessu bloggi. Það er fáránlegt að horfa upp á þetta.

Erla Einarsdóttir, 29.4.2009 kl. 15:53

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhanna segir að ekkert liggi á.

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband