Hvaða ástæða gæti verið fyrir þessu?

Er einhver hissa? Ríkisstjórnin (Dagur B.) segir "að ekki sé útilokað að laun forstjóra ríkisfyrirtækja verði lækkuð þannig að þau verði ekki hærri en laun forsætisráðherra. " Jóhanna klára skal tróna á toppi launaskala ríkisins. Er það eitthvað skrítið að fólk sem er búið að eyða hálfri starfsævinni í að mennta sig með miklum tilkostnaði skuli hugsa sig tvisvar um þegar að því kemur að ráða sig í störf sem standa ekki undir framfærslu vegna þess að Jóhanna flugliði sér sócialískum ofsjónum yfir "ofurlaunum".

Núna kemur það í ljós að forstjóri Landsspítalans hefur ekki "fengið skýr fyrirmæli frá stjórnvöldum " um að laun skuli ekki vera hærri en Jóhönnu. Hver þarf að segja hverjum hvað og hvernig til að það teljist skýr fyrirmæli?  


mbl.is Læknar flýja kreppuland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við búum í landi með vinstristjórn þar sem:

  • Ekki má virkja orkuauðlindir landsins til að skapa atvinnu
  • Þar sem ekki má veiða of mikinn fisk (þá svelta hvalirnir og við styggjum ESB)
  • Þar sem ekki má veiða hvali (þá styggjum við ESB)

Þess í stað á að selja landið og miðin og þjóðina alla í til ESB eins og hverja aðra ódýra vændiskonu. 

Samfylkingin heldur að með þessu muni rigna yfir okkur Evrum og að við munun lifa í eilífri efnahagslegri alsælu þar sem kreppur verða úr sögunni.  Þvílíkt bull í þeim.

Magnús H. Þórólfsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband