Eggskvís mí!

Þetta gengur hreint ekkert upp. Hálf ríkisstjórnin vill ekkert frekar en að ganga í ESB hinn helmingurinn vill það bara alls ekki. Þessir helmingar segjast vera sammála um að vera ósammála. Það er í grunninn tóm della og ekkert til sem heitir að vera sammála um að vera ósammála. Þetta heitir að vera ósammála og láta eins og það skipti ekki mála. Viðurkenna það.

Þetta samhenta fólk ætlar á einhvern óskilgreindan hátt að leggja fyrir Alþingi erindi þess efnis að Ísland sæki um aðild að ESB. VG er svo höfðinglegur flokkur að þau hyggjast samþykkja stjórnarskrá Íslands og leyfa sínum þingmönnum að greiða atkvæði eftir sinni samvisku. Stórmannlegt.

Nýja ríkisstjórnin leggur allt sitt traust á stjórnarandstöðuna. Skoðum hvernig það artar sig.

Borgarar: Sækja um, sækja um. Við vitum ekki hvað við viljum. Við erum örugglega ósammála um það allt en við bara vitum það ekki ennþá. Sækja um.

Framsókn: Ef okkar skýru skilyrði eru sett fram sem samningsmarkmið í upphafi og ekki vikið þumlung frá þeim erum við tilkippileg. Annars ekki. Þetta þarf að tryggja fyrirfram svo framsókn verði ekki blekkt eins og í tíð minnihlutastjórnarinnar sem gerði það sem hún vildi í trausti þess að framsókn gerði ekki neitt í málunum. Það gekk upp hjá þeim þá. Hvað nú?

Íhald: Landsfundur, æðsta vald hins almenna Sjálfstæðismanns, samþykkti að þjóðin skyldi ákveða hvort sækja skal um aðild og greiða síðan atkvæði um niðurstöðuna. Getur stórminnkaður þingmannaflokkur þeirra gengið gegn samþykkt landsfundar? Nýr formaður sagði fullum fetum í fréttatíma sjónvarpsins að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki skera stjórnina niður úr þeirri hengingaról.

Þetta er ss. staðan.

Með: fylkingin, borgarar

Kannski: Framsókn

Móti: VG, Sjálfstæðisflokkur. 


mbl.is Evrópumálið setur alla í nokkurn vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingmenn hljóta að fara eftir sinni eigin sannfæringu og engu öðru. Annars eru þeir ekki trúverðugir svo einfalt er það. Það sem er ömurlegast við þennan hálfdauða Sjálfstæðisflokk er þessi hjarðhegðun sem er þeim algerlega til skammar. Við eigum heimtingu á því að alþingismenn komi fram sem einstaklingar þegar þeir greiða atkvæði og þeim ber skilda til að hlusta á þjóðina og vinna að þjóðarhag. Bjarni Ben þarf ekki að skera neinn niður úr hengingaról nema þá kannski sjálfan sig því hann er pikkfastur í einni skíkri aumingja maðurinn.

Þjóðin mun fylgjast vel með þingmönnum í þeim erfiðu málum sem fram undan eru.

Ína (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband