Bullið hellist yfir okkur

Stefnuræða forsætisráðherra í gærkvöldi. Ég sat ég með hökuna niður á bringu, gapandi í forundran yfir þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Hver höndin upp á móti annarri og stjórnarliðar, þingmenn jafnt og ráðherrar, tala bara í kross. ESB, ekki ESB. Vandinn sem þjóðin á við að glíma lagast og hverfur á einhvern undraverðan hátt við að sækja um aðild segir hluti þeirra, vinnum vinnuna okkar segja hinir.

Sjálfur er ég alveg til í að fá að vita hvaða við gætum hugsanlega fengið út úr umsókn um inngöngu. Ég er reyndar ekki svo gersamlega skyni skroppinn að ég haldi að Ísland muni hafa minnstu áhrif á fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Ég er ekki svo grunnur að ég haldi að landið fái neinar undanþágur frá neinu af grunngildun sambandsins sem neinu máli skipta. Einhver tímabundinn aðlögunarfrestur kemur ekki til greina. 5 ár, 10 ár eru horfin áður en við getum áttað okkur á hvað gerðist og þá verður of seint að hætta við. Við eigum að leggja línurnar um hvað það er sem við munum ekki vilja víkja frá í anda þess sem framsóknarmenn hafa lagt til. Svo sendum við nefnd embættismanna sem hefur það hlutverk eitt að fá svör við hvort við náum þeim grunn markmiðum eða ekki. Þessi nefnd getur svo fljótt komið heim og gert eitthvað af gagni hér heima.

Í millitíðinni skulum við reyna að halda athyglinni á þeim vandamálum sem við þurfum að leysa hér heima.

Ég veit að forsætisráðherra greyið heldur að þessi umsókn ein og sér sé lausnin og það eitt að sækja um geri heiminn að betri stað en ég var eiginlega að vona að það væri einhver í kringum hana sem gæti komið fyrir hana vitinu í stundarkorn. Bara rétt nægilega lengi til að hægt sé að takast á við vandann heima fyrir undir einhverjum þeim formerkjum sem hún ekki skilur. Það ætti svosem ekki að vera erfitt.

Verst að þessi stæki vinstri tónn sem er svo hættulegur þjóðinni þegar til lengdar lætur er farinn að hljóma upp og niður eftir þjóðfélaginu. Annað hvert félag orðið að ríkisfyrirtæki, ef þau er á annað borð enn í rekstri. Nú er lausnin á öllum að skattleggja ein og félaga Ögmundi datt strax í hug sem lausn á tannhirðu barna. Vitanlega er opinber neyslustýring í formi skatta lausn á öllum hlutum.

Þetta er bara byrjunin. Þau munu finna fleiri og fleiri vandamál sem skattar og skattahækkanir munu lækna. Það er alþekkta lausn vinstri manna.Hlöðum bara meira á breiðu bökun. 


mbl.is „Þjóðin viti hvað er í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband