7.6.2010 | 14:37
Þetta var fyrirsjáanlegur farsi.
Það er ýmislegt við þetta allt að athuga. Forsætisráðherra segist ekki hafa hlutast neitt til um kaup og kjör Seðlabankastjóra og segir á undirförulan hátt að "...það er líka alveg klárt, og staðfest opinberlega og í þingnefnd að bæði Már Seðlabankastjóri, formaður stjórnar Seðlabankans og ráðuneytisstjóri Forsætisráðuneytisins, að þau telja að ég hafi engin loforð gefið í málinu eða komið að ákvörðun ... um þau. Það er alveg skýrt..." Hér segir Forsætisráðherra fjálglega frá hvað aðrir telja og alls ekki neitt annað.
Þetta minnir mig á sögu sem ég heyrði eitt sinn. Íslensk kona var í námi í Svíþjóð. Hún bjó í leiguíbúð á vegum bæjarins. Þegar hana vantaði aðra stærri íbúð fór hún fram á það. Henni var sagt að hún þyrfti að skila inn rökstuðningi fyrir þörf sinni fyrir stærri íbúð. Það var auðvelt. Hún fór til síns heimilislæknis og sagði honum að hún teldi sig þurfa stærri íbúð. Læknirinn tók vel í að tala máli hennar og skrifaði forsvarsmönnum leiguíbúðanna bréf þar sem hann sagði að konan teldi sig þurfa stærri íbúð. Þessi málatilbúningur gekk upp og stærri íbúðin fékkst.
Okkur ætti að vera slétt sama um hvað þetta fólk telur ráðherrann hafa gert. Ég tel hana til dæmis ekki hafa gengið á vatni. Ég veit reyndar ekkert um það og þess vegna skiptir það engu til eða frá hvað ég held um málið. Ef það er einhver þarna sem veit að Jóhanna Sigurðardóttir kom ekki að málinu þá þarf viðkomandi að finnast og segja frá því. Lára V. sagðist hafa ordrur úr Forsætisráðuneytinu að uppfylla loforð við Má. Ef það var svo skal Jóhanna finna hver gaf þær ordrur. Ef ekki skal Lára V. skýra frá hvers vegna hún lýgur þessu.
Það er meira og alvarlegra sem hér er að gerast. Sem bein afleiðing af hámarkslauna bulli ríkisstjórnarinnar hafa 200 læknar flutt úr landi nú þegar.
Takk fyrir það Forsætisráðherra.
Ef það væri nú svo að til þessa starfs væru gerðar einhverjar hæfniskröfur mætti hugsa sér að laun fyrir starfið væru mannsæmandi há til að laða að hæfileikafólk til að gena því. Meðan svo er ekki má líkast til halda laununum lágum en þá er óhæfa að þau laun marki hámark þeirra launa sem Ríkið greiðir. Þetta leiðir vitanlega fyrst til fólksflótta en svo í beinu framhaldi til feluleiks með greiðslur líkt og var hér áður og reyndar er ráðandi í Grikklandi sem stendur.
Aum smjörklípa Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2010 | 12:25
Höfðinglegt af svona réttlausum manni
Hjálmar ætlar að taka sætið! Hann ætlar, eftir vandlega íhugun, að standa við það sem hann sagðist ætla að gera. Fallegt af honum. Skyldi hann þurfa að hugsa svona vandlega um aðra hluti sem hann hefur lofað að framkvæma?
Hjálmari tókst að flæma Steinunni Valdísi en ekki tókst honum að losna við neinn í efstu sætum fylkingarlistans, ennþá. Menn segja að hann hafi þó hitað undir Degi B. og hver veit, kannski hann fái fast sæti en ekki eitthvert varamannasæti sem hann átti svo erfitt með að kyngja.
Nei, menn eiga ekki rétt á neinu í þessu samhengi og því undarlegt að hann þurfi að hugsa sig um eftir að hann náði ekki kjöri sem borgarfulltrúi.
Hjálmar tekur sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2010 | 11:20
Vitanlega á ekkert að leiðrétta
Best hefði verið að forsetinn hefði getað haldið í sér í smá stund. Hann sagði ekkert sem forsvarsmenn almannavarna út um allan heim ekki vissu.
Bregður ekki brosi á kjaft
brúnir síga niðrá kinn.
Gæti skammað gamlan raft
gasprandi er forsetinn.
Öskugos er allstór biti
andað getum bráðum létt.
Óli vill að allir viti
you all ain't seen nothing yet.
"If" is not the ansans spurning
alla segir hann við menn
Óttans besta er það smurning
allir segi frekar "when"
Ekki vill hann uppúr kveða
um að gosið réni brátt.
um sig vill hann ótta spreða
askan fer með vestanátt.
Allir kjánar úti í löndum
enginn skilur hvað er næst.
Allt þar fer úr öllum böndum
allt það versta getur ræst.
Ef að Óli ekki talar
örlög þjóða verða hrun.
Eins og kjáni asninn malar
illan kveikir mönnum grun.
Ef, og þegar, uppúr síður
einhvern tíma, kannski seint
Ólafur þá ofurblíður
allvel segist hafa meint.
Ögmundur kemur forsetanum til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 21:57
Það er langur vegur þar á milli
Þjóðin er búin að fylgjast grannt með dramatískri heimsendaumræðu Fox og finnst því réttara að forsetinn reyni að leiðrétta þá umfjöllun frekar en að ýta undir hana.
Síðast í kvöld var umfjöllun um hættuna á Kötlugosi í Kastljósi Sjónvarpsins og bent á að á sögulegum tíma hefði Katla einungis gosið 21 sinni og þar af hafi Eyjafjallajökull einungis gosið þrisvar sinnum um sama leyti. Í þessu ljósi er grátlegt að forsetinn sé að gefa í skyn að nú sé Katla rétt í þann veginn að ausa eldi og eimyrju yfir mannkynið.
Hér er ekki ekki svo lítið í húfi. Mér finnst heil iðngrein þess virði að hún sé vernduð með varfærni frekar en að henni sé fórnað í ógáti? Það kreppir að í ferðaþjónustunni og landamenn þurfa frekar á gjaldeyrisberandi ferðamönnum en hræðsluáróðri bara af því að Ólafur Ragnar Grímsson langar svo mikið að komast í sjónvarpið.
Ég tel nokkuð víst að Evrópubúar hafi svipaðan aðgang að upplýsingum um gos og eldfjallavirkni á Íslandi og við höfum og því er það hálf hjákátlegt að forsetinn komi fram í sjónvarpi erlendis og bendi monnum á að fara nú að búa til viðbragðs- og neyðaráætlanir. Það væri dálítið seint í rassinn gripið.
Enginn biður manninn um að draga úr hættunni. Alls ekki. Það er á sama tíma óþarft að kynda undir ótta við eitthvað sem ekkert bendir til að muni gerast.
Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2010 | 22:08
Það vildi ég að aðrir fylgdu í kjölfarið
Nú hefur Björgólfur Thor brotið blað í sögu þessa hruns. Ekki einungis hefur hann beðist afsökunar á framkomu sinni, og fengið bágt fyrir, heldur hefur hann núna fullyrt að hann hygðist gera upp sínar skuldir. Jafnvel núna þegar hann sýnir lit, meiri lit en nokkur hinna sem fóru mikinn í Íslensku viðskiptalífi undanfarin ár, er hann úthrópaður og efaður.
Ég ætla ekki að fullyrða að hann muni geta staðið við þetta loforð en það er þú þúsundfalt stærra skref í rétta átt en nokkur hinna hefur stigið.
Hvað er Hannes Smárason að gera? Baugsfeðgar? Wernerssynir? Samskipa-Ólafur? Fons-Pálmi? Hvað hyggjast þessir menn gera til að bæta fyrir sinn hlut í hruninu? Ég hef ekkert heyrt.
Mér finnst lítilmótlegt að kalla eftir blóði, afsökunarbeiðnum og endurgreiðslum og ráðast svo samstundis á þá sem gera tilraun til að bæta skaðann sem þeir hafa valdið. Ég skil vel reiði fólks og veit að enn er langt í land mað að fólk geti fyrirgefið og veit að enn eru opin sár alls staðar í þjóðfélaginu. Þeim á enn eftir að fjölga. Þess vegna er þeim mun mikilvægara að þeim tilraunum sem menn gera til að gera yfirbót sé gefið tækifæri. Ekki vildi ég vera í sporum þessara manna að þurfa að lifa við afleiðingar gerða sinna en þessi heiftarlegu viðbrögð sem eru við þessu útspili Björgólfs eru illa til þess fallin að hvetja aðra til líkra gerða.
Gefum manninum tækifæri til að sýna hvað hann getur staðið við þetta loforð að miklu leyti og dæmum niðurstöðuna þegar hún liggur fyrir. Það er dagljóst að allur skaðinn verður aldrei bættur en það er þó skömminni skárra að klóra í bakkann en að gera alls ekkert. Ólíkt er hann meiri sá sem gerir tilraun til úrbóta en hinn sem ekkert gerir.
Orð eru til alls fyrst og svo sjáum við til hverjar efndirnar verða. Ég bíð í ofvæni.
Lánin verða gerð upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.4.2010 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2010 | 19:32
Passa snjóinn líka
Endemis þvæla er þetta. Á að passa nýja hraunið eins og það sé einhver einstök náttúruperla sem nálægir ferðamenn geti skemmt.
Ef fólk er svo vitlaust í umgengni sinni við náttúruöflin að það fer sér að voða þá er ekkert við því að gera og einhverjar tilskipanir úr umhverfisráðuneytinu óþolandi inngrip.
Fyrir mér er það mikils virði að fá að upplifa þetta ótrúlega sjónarspil sem gosið er og komast í snertingu við náttúruöflin og held að hvaða spjöll sem skammtímaumgangur áhorfenda veldur muni gróa og hverfa fljótt. Um þetta svæði er tiltölulega mikil umferð hvort eð er og ekkert sagt við því.
Svandís, láttu okkur vera.
Gosstöðvarnar friðlýstar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.4.2010 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2010 | 12:28
Valdhroki
Fólk leitar til þeirra sem það telur að geti svarað. Álfheiður Ingadóttir, með sitt hrokafulla yfirlæti, er ekki í þeim hópi.
Það er óskandi að Jóhanna í Kattholti beri gæfu til að hrókera henni út í umtalaðri uppstokkun á Ríkisstjórninni.
Bréf byggt á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2010 | 09:05
Sjónhverfingar
Núna er málið klappað og klárt. Ríkisstjórnin segir að nú sé þetta komið. Skjaldborgin risin og nú sé búið að leggja fram spilin í aðgerðum til bjargar heimilunum. Mörg-þúsund heimili á Íslandi varpa öndinni léttara við þessar góðu fréttir. Nú sér fyrir endann á þeim erfiðleikum sem þau stefndu í. Við nánari skoðun kemur annað á daginn. Allt annað.
Hvað er hryggjarstykkið í ný-boðuðum aðgerðum? Í öllum tilvikum skulu eignir, sem allar hafa hríðfallið í verði, metnar og skuldajafnað á móti lánum sem hafa aukist stórkostlega. Mismunurinn er settur í gegnum hókus-pókus mat og felldur niður, mis-mikið þó.
Hvað verður svo um þennan mismun sem felldur verður niður? Hverjum hefði dottið það í hug að Ríkið hygðist bara taka hann til sín? Stór hluti af þeim peningum sem var í umferð í þjóðfélaginu á síðasta ári var séreignarsparnaður sem þjóðin fékk að taka út til að fleyta sér áfram í þeirri von að brátt kæmumst við fyrir vind með uppbyggjandi aðgerðum Ríkisstjórnarinnar. Viti menn. Ríkið skattlagði þessa peninga líka.
Hvað er málið í hnotskurn. Skuldirnar á að fella niður eftir nánast geðþótta-aðferðum, en þó þannig að í stað þess að kröfuhafar fái greiðslur af ofurlánunum ætlar Ríkið að yfirtaka þau með afföllum rétt eins og það gerði með sparnaðinn sem fólk tekur út um þessar mundir. Ríkið er sem sagt eingöngu í tekjuöflun.
Enn glittir ekki í aðgerðir af hálfu Ríkisins til að bjarga heimilunum frá því að lenda í krísu. Þessi nýi pakki miðast við það að milda lendingu þeirra sem þegar hafa fallið. Þó það sé að mínu viti jákvætt vantar ennþá ráð til að forða heimilunum frá því að missa eigur sínar þar sem það er enn hægt.
Það er gegnumgangandi þessi rauði þráður að eignir skulu teknar af fólki en ekkert gert til að aðstoða fólk til að halda þeim! Svei!
Afskriftir verða skattlagðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2010 | 09:07
Svo segir gamla konan í Forsætisráðuneytinu að þetta sé markleysa
Það liggur í loftinu, en ekkert meira en það, að í boði séu betri kjör hjá Hollendingum og Bretum. Fyrst að svo er hlýtur eitthvað að hafa miðað í rétta átt.
Sagan er svona. Svavar Gestsson fer með flokk til London og biður Breta og Hollendinga um að koma með hugmynd að samningi. Það er gert og þau drög eru samþykkt. Eftir mikla baráttu fær Alþingi (og í leiðinni þjóðin) að sjá hvað var samþykkt. Í ljós kom að samningurinn var óþolandi slæmur og til að bjarga því sem bjargað varð var hann samþykktur með stífum fyrirvörum.
Þessir fyrirvarar féllu Bretum og Hollendingum illa. Svo illa að þeim taka þá ekki í mál. Aftur fer hópur erlendis til að semja upp á nýtt. Samningurinn sem til baka kom var í grófum dráttum sá sami og fyrr án þeirra fyrirvara sem Alþingi Íslendinga var búið að setja.
Þessum samningi var troðið ofan í kokið á VG og hann neyddur í gegnum Alþingi. Að því loknu neitar forseti Íslands að staðfesta ný-samþykkt lög um samninginn og því skal samkvæmt stjórnarskrá Íslands efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þau eins fljótt og auðið er. (Umhugsunarefni hvort það stenst stjórnarskrá að fresta þeirri atkvæðagreiðslu í þessu ljósi.)
Nú erum við stödd í þeim sporum að ef þjóðin greirið einnig atkvæði gegn þessum lögum falla þau úr gildi og það sem við tekur er sú staðreynd að Alþingi hefur samþykkt fyrri samning með fyrirvörum en viðsemjendur okkar hafa ekki samþykkt þau málalok.
Því er það svo að ef "nei" verður niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardag er enginn samningur í gildi. Við flytjumst aftur á byrjunarreit en með afar breytt landslag fyrir samninganefnd okkar. Ástandið verður þá þannig að engin samninganefnd Íslands um ICESAVE innistæðurnar mun geta komið með eins vondan samning í farteskinu og sú fyrri gerði vegna þess að engin ríkisstjórn mun geta samþykkt slíka gerninga. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var.
Í þessum aðstæðum leyfir Forsætisráðherra sér að kalla þjóðaratkvæðagreiðsluna markleysu. Það er þessi markleysa sem gefur okkur von um að lenda nothæfum samningi.
Ef ekki tekst að semja á gáfulegri nótum neyðast Hollendingar og Bretar til að fallast á að leggja málið fyrir einhverja dómstóla því gallaðir samningar munu ekki verða samþykktir af Íslensku þjóðinni, burtséð frá því hvað Ríkisstjórnin er tilbúin að samþykkja á einhverjum furðulegum forsendum.
Nei er þess vegna eina svarið og afar nauðsynlegt að láta það heyrast hátt og skírt.
Tugi milljarða ber enn á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 12:25
Hulduráðherrann
"Ég er að fara til Brussel núna í vikunni" segir Jóhanna í viðtali í Kastljósi þriðjudag 2. febrúar eins og þetta væri á döfinni næstu daga. Þegar þetta var sýnt var hún farin úr landi.
Það komst upp um þennan fund þegar menn ráku augu í hann á fundardagskrá ESB en ekki frá Forsætisráðuneytinu.
Efni fundarins fæst ekki uppgefið og eftir fundinn neitaði Forsætisráðherrann að ræða við erlenda fjölmiðla. Nokkur stikkorð um hvað hefði verið rætt en ekkert annað.
Í sama viðtali segir hún:
"Ef fólki finnst ég ekki koma nógu oft fram þá er ég bara ánægð með það, þá vill fólk sjá mig..." Hún misskilur það herfilega.
Fólk vill ekki sjá hana. Fólk vill frétta af því að hún sé að gera eitthvað og heyra hvað það var og hverju það skilaði eða á að skila. Fólk vill fá þær upplýsingar sem núverandi Ríkisstjórn lofaði að yrðu veittar.
Jafnvel rannsóknarnefndin sem vinnur við það að fresta skýrslunni um hrunið skilar ekki áfangaskýrslum eins og þú var lagt upp með að yrði gert.
ESB blæti hálfrar Ríkisstjórnarinnar kæfir embættismannakerfið í umsóknarverkefnum þannig að annað kemst ekki að á verkefnalista þeirra fjölmörgu einkavina stjórnarflokkanna sem ráðnir hafa verið að undanförnu án undangenginna starfsauglýsinga.
Jóhanna ræddi við Barroso | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)