4.8.2010 | 08:49
Þvæla í Árna Páli
Annað hvort skipta skuldamál umboðsmanns skuldara máli eða ekki. Félagsmálaráðherra segir að skuldstaðan breyti ekki starfshæfi í þessu samhengi. Það næsta sem hann gerir er að biðja Runólf Ágústson, nýráðinn umboðsmann skuldara, um upplýsingar um hans skuldamál. Ekki bara það heldur biður ráðherrann Runólf um að víkja úr starfi.
Hvers lags vingulsháttur er þetta. Getur ráðherrann ekki ákveðið hvort á að ráða og svo haldið sig við það?
Eftir þessa atburðarás er bara einhver úr Félagsmálaráðuneytinu ráðinn. Af öllum mögulegum kostum í stöðunni ræður Árni Páll Félagsmálaráðherra einn af sínum samstarfsmönnum í starf sem mikilvægt er að hafi ekki nein hagsmunatengsl við yfirvöld.
Þetta er bara framhald á þessu bulli.
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2010 | 12:25
Fá Octopus lánaða
Kannski henni farnist betur í Landeyjahöfn og geti aðstoðað Eyjólf við að ferja á Þjóðhátíð.
Óvenjuleg snekkja í heimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2010 | 09:00
Sjávarfallaþekkingu ábótavant
Mikið vona ég að það sé einhver afar góð skýring á hvers vegna ekki var nægt dýpi fyrir skipið sem Landeyjahöfn var byggð fyrir. Það bara hlýtur að vera.Ég veit ekki hvernig sjávarfalla gætir þarna eða hvernig stendur á akkúrat núna.
Ef um var að ræða stórstraumsfjöru þá skýrir það ekki hvers vegna dýpið var ekki nægt. Flóðatöflur eru almannagagn og ekkert nýtt í þeim.
Mér finnst þetta nánast fyndið og bíð spenntur eftir skýringum.
Herjólfur tafðist um þrjá tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.7.2010 | 09:22
Svo skelegg stjórn á landsmálum.
Órólega deildin vælir og skælir og hótar stjórnarslitum ef Magma Energy (Sweden) fær að eignast nýtingarrétt HS orku án tillits til hvað gerist ef reikistjórnin reynir að krukka í þá samninga. Þetta virðast þau gera að lítt athuguðu máli þegar það er skoðað í því ljósi að með því að ógilda þann samning myndi þessi nýtingarréttur eftir sem áður vera í höndum einkaaðila. Ef Magma Energy fær þetta ekki fer þetta bara til einhverra sem fáir útvaldir vita hverjir eru. Það er búið að einkavæða þennan nýtingarrétt og við það situr nema reikistjórnin verði svo vitlaus að skella Venesúela á þetta og þjóðnýta. Hugo Chaves er fín fyrirmynd.
Hvað gera stjórnvöld? Einhverri dúsu hafa þau stungið í Guðfríði, Atla og kó. sem fær þau til að samþykkja lausnina. Lausnin sem "er í sjónmáli" var að svæfa málið í nefnd. Enn ein nefndin er sett á laggirnar sem á að skoða málið í stærra samhengi. Þetta hefur verið stíll skjaldborgarstjórnarinnar. Setja á nefnd eftir nefnd til að skoða, undirbúa, vinna að og svo framvegis. Það er afar stutt síðan félagsmálaráðherra setti á laggirnar starfshóp sem átti að gera úttekt á skuldastöðu heimilanna og sá hópur átti að skila af sér í vetur.
Þessi vingulsháttur skaðar hagsmuni Íslands út á við meira en nokkuð annað sem dunið hefur á undanfarið. Það fer um mann hrollur við að heyra ríkisvæðingar og þjóðnýtingaráform þessara Alþýðubandalagskomma sem fara með völdin í landinu.
Ríkið ráði yfir orkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2010 | 14:24
Látið Össur vera!
Hann stendur sig prýðilega. Hann situr fundi og gasprar fjandann ráðalausan, gefur út yfirlýsingar og leggur tóninn fyrir "samningaviðræður" sem fara eiga fram seinna. Hann grefur Íslensku samninganefndinni svo djúpa og fína gröf að það verður ekkert um að ræða þegar farið verður formlega af stað.
Látum þetta bara gerast.
Klárum dæmið.Þegar þar að kemur getum við öll bent á hversu innantómt og dýrt þetta orðagjálfur var. Ef við komumst ekki á þann punkt mun þessi angurgapi sitja fastur við sinn keip og fullyrða að við hefðum getað náð góðum samningi ef við hefðum látið á það reyna. Þá fer sagan bara í annan hring.
Engar varanlegar undanþágur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2010 | 11:23
Afar óþægilegt
"Þessi málaferli milli íslenskra aðila vegna íslenskra viðskipta og aðallega íslenskra krafna eiga heima á Íslandi"
Ef viðskipti þeirra, sem fóru fram með mínum peningum, hefðu verið á Íslandi væri þetta sjálfgefið. Vandinn sem blasir við er að Íslensk lög ná ekki yfir markaðsmisnotkun á jafn skýran og afdráttarlausan hátt og þau lög sem gilda í USA. Vegna þess er líklegra að árangur náist í málaferlum gegn þjófum í New York en á Íslandi.
Hér eiga lögin í erfiðleikum með að taka á svikum á borð við viðskiptin með Sterling sem hækkaði úr 5 milljörðum í 20 milljarða án þess að félagið hefði rekstrargrundvöll til að hjálpa þeim sem að málinu komu að ræna Glitni. Hér er kerfið of vanmáttugt til að taka á glæpamönnum sem hafa nægt fé til að þvæla hlutunum í það óendanlega.
Þjóðin er líkast til að stærstum hluta til búin að gleyma Baugsmálinu sem var á sínum tíma afskrifað sem persónuleg árás Davíðs Oddsonar á Jón Ásgeir og Jóhannes. Ég fullyrði þetta vegna þess að ég sé að fólk verslar enn í Hagkaupum, Bónus og 10-11.
Réttarhöldin ættu heima á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2010 | 12:40
Ég velti fyrir mér andlegu heilbrigði ráðherrans
Löggan skoðar Top-gear | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.7.2010 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.6.2010 | 12:04
Lykilatriðið er "Einhliða"
Núna skyldu menn slaka aðeins á og átta sig á að þessi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins hafa ekki svo mikið áhrif. Hér eru þessar stofnanir að senda frá sér tilmæli til fjármálafyrirtækjanna eftir pöntun frá þeim sjálfum.
Um hvað fjalla þessi tilmæli? Þau fjalla um það að þau fyrirtæki sem veittu lán í Íslenskum krónum með gengistryggingu, sem nú hefur verið dæmd ólögleg, skuli bara nota annað vaxtatól til að innheimta meira en dómur Hæstaréttar leyfir þeim að gera. Ef þau gera það er einfalt mál fyrir skuldara einfaldlega að hafna þeim kjörum en til að hafa vaðið fyrir neðan sig að deponera fyrir greiðslu næsta gjalddaga eins og greiðslan ætti að vera skv. dómi Hæstaréttar.
Lánadrottnar geta einfaldlega ekki ákveðið einhliða að breyta kjörum lánasamninga þó að Seðlabanki og FME bendi þeim á að gera það.
Ef þessi fyrirtæki sætta sig ekki við þetta þurfa þau að sækja sinn rétt fyrir dómstólunum og þá ættu mál að skýrast.
Einhliða aðgerð án alls samráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2010 | 12:01
Ráðið er að kæfa hina bara líka
Athyglisverður skortur á skilningi "Mörður segir að þeir sem séu með venjuleg verðtryggð lán séu þegar margir að sligast undan þeim". Hvað dettur honum í hug til að laga ástandið? Hans ráð er að skella verðtryggingu á myntkörfulánin í stað ólöglegu gengistengingarinnar. Fyrst verðtryggingin er svona áhrifarík við að sliga fólk skulum við nota hana víðar.
Hvernig kemst svona fólk inn á Alþingi Íslendinga?
Vill verðtryggingu á lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2010 | 18:05
Reikistjórn Íslands tafsar
Dómur liggur fyrir. Tenging greiðslna lána við daggengi erlendra gjaldmiðla er ólögleg. Annað í samningum um myntkörufulán er löglegt.
Viðbrögð Reikistjórnar eru þau að fólk geti bara étið það sem úti frýs.
Það góða í stöðunni er að Reikistjórnin ætlar ekki að setja einhvers konar lög sem tryggja rétt fjármálafyrirtækja. Það slæma í stöðunni er að þessi sama stjórn ætlar ekki að slást í lið með þjóðinni og setja pressu á fjármálafyrirtækin.Menn byrja að kyrja einhvern söng um að ef búið er að rétta hag þeirra sem voru í alverstu stöðunni þá sitji hinir eftir með verri lán. Það er bara allt önnur umræða og jafnvel glittir í lausn fyrir þennan hóp þar sem eru málaferlin sem Sigurður G. Gupjónsson er að fara í fyrir umbjóðanda sinn þar sem segir að lántakandi og lánveitandi eigi á einhvern máta að deila ábyrgðinni á forsendubresti.
Hvað er fólk að hugsa? Ég tók svona myntkörfulán þó ekki svo há að ég væri í neinni sérstakri hættu. Ég tók þessi lán VEGNA ÞESS að þau voru hagstæðust. Pétur Blöndal segir ranglega að óhagstæðustu lánin séu nú skyndilega orðin hagstæðust. Skekkjan er vitanlega sú að þau voru lang-hagstæðust og ef þessir glæpamenn í fjármálafyrirtækjunum hefðu ekki komið okkur í þessa stöðu hefðu þau verið hagstæðust allan tíman.
Nú ætti Reikistjórnin að grípa þetta gullna tækifæri og hlaupa undir bagga með þjóðinni. Núna þurfa þau ekki að samþykkja neinar tillögur frá pólitískum andstæðingum. Nei, núna geta þau þegið þessa hjálp sem Hæstiréttur réttir þeim og aðstoðað þá sem þessi dómur kemur sér vel fyrir. Ekki snúast í aðgerðaleysisvörn og halda að sér höndum. Ekki núna.
Hafið döngun í ykkur til að gera loksins eitthvað núna þegar þið fáið pólitískt fríspil til að gera það.
Skapi þjóðarsátt um lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)