Svo skelegg stjórn á landsmálum.

Órólega deildin vælir og skælir og hótar stjórnarslitum ef Magma Energy (Sweden) fær að eignast nýtingarrétt HS orku án tillits til hvað gerist ef reikistjórnin reynir að krukka í þá samninga. Þetta virðast þau gera að lítt athuguðu máli þegar það er skoðað í því ljósi að með því að ógilda þann samning myndi þessi nýtingarréttur eftir sem áður vera í höndum einkaaðila. Ef Magma Energy fær þetta ekki fer þetta bara til einhverra sem fáir útvaldir vita hverjir eru. Það er búið að einkavæða þennan nýtingarrétt og við það situr nema reikistjórnin verði svo vitlaus að skella Venesúela á þetta og þjóðnýta. Hugo Chaves er fín fyrirmynd.

Hvað gera stjórnvöld? Einhverri dúsu hafa þau stungið í Guðfríði, Atla og kó. sem fær þau til að samþykkja lausnina. Lausnin sem "er í sjónmáli" var að svæfa málið í nefnd. Enn ein nefndin er sett á laggirnar sem á að skoða málið í stærra samhengi. Þetta hefur verið stíll skjaldborgarstjórnarinnar. Setja á nefnd eftir nefnd til að skoða, undirbúa, vinna að og svo framvegis. Það er afar stutt síðan félagsmálaráðherra setti á laggirnar starfshóp sem átti að gera úttekt á skuldastöðu heimilanna og sá hópur átti að skila af sér í vetur.

Þessi vingulsháttur skaðar hagsmuni Íslands út á við meira en nokkuð annað sem dunið hefur á undanfarið. Það fer um mann hrollur við að heyra ríkisvæðingar og þjóðnýtingaráform þessara Alþýðubandalagskomma sem fara með völdin í landinu.


mbl.is Ríkið ráði yfir orkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband