Það er langur vegur þar á milli

Þjóðin er búin að fylgjast grannt með dramatískri heimsendaumræðu Fox og finnst því réttara að forsetinn reyni að leiðrétta þá umfjöllun frekar en að ýta undir hana.

Síðast í kvöld var umfjöllun um hættuna á Kötlugosi í Kastljósi Sjónvarpsins og bent á að á sögulegum tíma hefði Katla einungis gosið 21 sinni og þar af hafi Eyjafjallajökull einungis gosið þrisvar sinnum um sama leyti. Í þessu ljósi er grátlegt að forsetinn sé að gefa í skyn að nú sé Katla rétt í þann veginn að ausa eldi og eimyrju yfir mannkynið.

Hér er ekki ekki svo lítið í húfi. Mér finnst heil iðngrein þess virði að hún sé vernduð með varfærni frekar en að henni sé fórnað í ógáti? Það kreppir að í ferðaþjónustunni og landamenn þurfa frekar á gjaldeyrisberandi ferðamönnum en hræðsluáróðri bara af því að Ólafur Ragnar Grímsson langar svo mikið að komast í sjónvarpið.

Ég tel nokkuð víst að Evrópubúar hafi svipaðan aðgang að upplýsingum um gos og eldfjallavirkni á Íslandi og við höfum og því er það hálf hjákátlegt að forsetinn komi fram í sjónvarpi erlendis og bendi monnum á að fara nú að búa til viðbragðs- og neyðaráætlanir. Það væri dálítið seint í rassinn gripið.

Enginn biður manninn um að draga úr hættunni. Alls ekki. Það er á sama tíma óþarft að kynda undir ótta við eitthvað sem ekkert bendir til að muni gerast. 


mbl.is Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband