8.2.2009 | 18:24
Hressilegt. Svona gera menn.
Bréf Jóhönnu var náttúrulega bara vandræðalegt. Sjálfur hefði ég líkast til ekki haft fyrir því að svara því vegna þess að mér finnst það ekki svaravert. Ef til stóð að koma Davíð út var líkast til rökréttast að drífa í að steypa saman FME og Seðlabankanum og leggja starf Davíðs og félaga niður. Með því móti hefði Ríkið þurft að greiða þeim sem störf missa biðlaun í fáeina mánuði og ekki hefði skapast möguleiki á skaðabótum, ef ég skil málið rétt.
Hvers lags einfeldningsháttur er það að senda Davíð vinsamleg tilmæli að víkja úr starfi á einhverjum skrítnum forsendum sem mönnum ber ekki saman um. Er hægt að búast við því að hann taki mark á svoleiðis kjánaskap? Usss!
Þegar málið er skoðað úr fjarlægð verður ljóst að þessi bréfaskrif eru í besta falli rætin tilraun Jóhönnu til að slá um sig í ómerkilegum pólitískum tilgangi. Flugfreyjan er að amast út í að Seðlabankastjóri sé ekki með rétta menntun. Hvað á þetta að þíða? Þarna fer lýðskrumari sem reynir að skora stig í augum hópsins sem kom saman á Austurvelli og barði saman eldhúsáhöldum.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 13:55
Gott að vera eftirstóttur af vinum
Maður kemst nú við. Olli og kó eru bara bestu vinir okkar þessa dagana. Ísland yrði kærkomið nýtt aðildarríki í ESB. Eitthvað hefur þetta kostað og eitthvað er í þessu falskur tónn.
Fyrir skemmstu var það þetta sama lið sem kom í veg fyrir að við gætum látið skera úr fyrir dómstólum um ábyrgð á Icesave. Það voru ekki Breskir vinir okkar sem stoppuðu málið. Það var ESB.
Munið þið þegar Geir sagði "...við munum ekki láta kúga okkur..?" Það sem gerðist næst var að ESB hrökk við og vildi ekki leifa að úr þessu yrði skorið sökum þess fordæmis sem það skapaði ef lögin væru okkar megin.
Núna erum við bestu vinir aðal. Hvað kostar framhaldið?
Olli Rehn stendur fast á sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2009 | 08:40
Fjarlægt
Athyglisvert. Mér var gert að fjarlægja athugasemd sem einhver setti inn í gær af því að viðkomandi minntist á hvaðan forsetafrúin er upprunnin.Ekki einn stafur af mínum bloggfærslum hefur gefið til kynna að það skipti mig máli eða litaði álit mitt á þeirri frú hvaðan hún er ættuð, enda er það ekki svo.
Skil ekki hví það er svona viðkvæmt að það má ekki setja það í orð. Ég hef ekki frétt af því að færsla eða athugasemd hafi verið fjarlægð vegna þess eins að Steingrímur J. hefur verið kallaður Þingeyingur. Held hann telji það sér til tekna. Held á sama hátt að forsetafrúin sé stolt af uppruna sínum þó henni hafi hitnað í hamsi einu sinni við strangt flugvallareftirlit á hennar heimaslóðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 11:59
Mikið er þetta nú allt bara gott og fallegt
Það er svo gott að vera að kafna í demöntum og snobba svo niður til fólksins með því að skreyta sig með vesælli lopapeysu.
Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég les að þessi kona notar aldrei demanta nema þegar hún verður að gera það. Hvílík blessum fyrir þjóðina að hafa lent þessari multi-millu og að vinur alþýðunnar, allaballinn og komminn í forsetastólnum skuli ekki þurfa að kvíða ellinni og ævikvöldinu.
Ó þá náð að eiga Dorrit. Hún er heldur ekki lítið heppin að "enginn bað hann um að segja af sér." Forsetinn dygðumprýddi hefði þá kannski þurft að neita ábyrgð, neita að hafa tekið þátt í öllu saman og svo kannski endað með að þurfa að nota eftirlaunanna sem bíða hans eða bara að teygja krumlurnar í digra sjóði gulls og gimsteina sem hann giftist.
Endilega lesið greinina. Lesið um konu fólksins sem ferðast á almennu farrými og fer í neðanjarðarlestina alveg sjálf.
http://www.timesonline.co.uk/tol/news/world/europe/article5626672.ece
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.1.2009 | 09:04
Það er í lagi ef Steingrímur hagnast
Eina ferðina enn sjáum við hverja hefndina upp á móti annarri þegar vinstri menn ræða saman. Menn eru afar kokhraustir þegar þeir sitja utan stjórnar og þurfa ekki að bera ábyrgð á því sem þeir segja. Nú bregður svo við að þegar kemur að því að láta verkin tala vilja menn skyndilega eitthvað allt annað.
Steingrímur vill allt í einu endurskoða stóru orðin um AGS og lánið þeirra. Núna vill hann ekki skila því. Skrítið.
Fyrir afar fáum dögum stóð Steingrímur keikur og kallaði manna hæst (án eldunaráhalda þó) að það þyrfti að hreinsa til í FME, Seðlabankanum og Ríkisstjórninni. Ekkert af því fólki sem þar var mátti sitja stundinni lengur. Allir út og það strax.
Þessir ráðherrar sem í ríkisstjórninni sátu báru allir ábyrgð á ástandinu á landinu og skyldu víkja tafarlaust. Axla ábyrgð var í tísku að kalla það.
Hvað gerist næst? Bíddu við, núna er Fylkingin og hennar ráðherrar skyndilega þetta líka fína fólk. Ef Steingrímur fær stól mega spilltu ráðherrarnir sitja áfram í ríkisstjórn.
ESB ekki á dagskrá í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2009 | 08:49
Hennar tími er ekki kominn og mun ekki koma
Í guðs bænum látið það ekki ganga yfir þjóðina að setja einstrengingslegan þverhaus í embætti forsætisráðherra! Það væri skelfing. Ef það verður raunin krefst ég þess að þessi stjórn komi sér saman um að sitja eins stutt og nokkur kostur er og ég er tilbúinn að taka áhættuna á þrengingum og enn verri stjórnarkreppu vegna kosninga.
Þessi ráðahagur, ef hann verður ofaná, minnir einna helst á það þegar Steinunn Valdís var gerð að borgarstjóra eingöngu vegna þess að hún var sá kostur sem var svo slakur að engum stóð ógn af. Svona eins konar lægsti samnefnari.
Þó að einhverjar skoðanakannanir sýni að hún njóti mest trausts held ég að það sé frekar vegna þess að hinir njóta minna trausts. Þetta minnir mig á það þegar frænka mín kom valhoppandi úr skólanum heim til ömmu okkar og sagði henni það í óspurðum fréttum að hún hefði verið hæst í sínum bekk með einhverja einkunn sem ég man ekki hver var í svipinn. Amma sló ekki feilnótu þar sem hún sat og spilaði á píanóið og spurði hvort hún væri í svona lélegum bekk.
Þjóðinni fannst Jónanna hafa veríð í svona lélegum bekk.
Jóhanna vinnusöm en þröngsýn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2009 | 13:28
Flott! Stjórnarkreppu ofan á önnur vandamál
Nú fyrst er fjandinn laus. Viðskiptalífið lamað, atvinnulífið lamað, fjöldagjaldþrot í uppsiglingu.
Þegar ekkert yfirvald er til staðar til að taka ákvarðanir er ekki séns að nokkur hlutur lagist. Þetta er klár ávísun að dýpri dýfu. Versnandi ástand mun draga enn fleiri niður með sér.
Það er skelfing að vita til þess að það eina sem við lærum af sögunni er að við lærum ekkert af sögunni. Þegar þjóðin hefur verið í þessari stöðu áður hefur niðurstaðan verið stjórnarkreppa og allir læra það í hvert skipti að það hafi verið mistök.
Nú fyrst taka óvissubremsurnar og málaferlin við.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2009 | 09:05
Týndur
Mér finnst himinhrópandi skortur á varaformanni Fylkingarinnar.
Hvar er Ágúst? Hann kemur fram við og við og gjammar einhverja vitleysu og svo er Össur staðgengill formannsins í hennar veikindafjarveru Mjög skrítið.
Ingibjörg og Geir hittast í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 08:58
Öðruvísi mér áður brá
Ég læt mér nægja að skoða myndir frá vettvangi og held mig fjarri. Skríll og múgur! Þessi uppskrúfaði krakkahópur er genginn af göflunum.
Já, krakkahópur. Ég þarf svosem ekkert að sanna mitt mál. Þessi fullyrðing stenst fullkomlega skoðun án mikillar áreynslu. Fréttamaður á RÚV benti á að meðalaldur væri í yngri kantinum. Fundarmaður á fundi fylkingarinnar í kjallaranum í gærkvöldi sagði nokkur þessara ungmenna hefðu komist inn.... Meira að segja Mörður Árnason kenndi í brjósti um þessa krakka og anarkista, eins og hann orðaði það efnislega, vegna þess að einhvern tíma hefði hann verið í svipuðum sporum þegar hann var yngri.
Mér er ljóst að þarna inn á milli er eldra fólk en ég geri ekki mikið með það enda ljóst að heimskan og fyrirhyggjuleysið sem þarna safnast saman eru borin uppi af fólki í yngri kantinum.
Í gær var einhver bloggari sem mótmælti því að krakkar væru kallaðir skríll. Hún sagðist hafa áratuga reynslu af vinnu með ungmennum og vissi því að svo er ekki. Þetta er svo hárrétt. Hópurinn krakkar / ungmenni eru ekki í heild sinni skríll. Það er bara þessi æsti ofbeldishópur sem fellur undir þá skilgreiningu. Þann hóp skammast ég mín fyrir.
Já, já, ég skammast míg líka fyrir drulluháleistana sem komu okkur í þessa stöðu. Sumir þeirra eru að reyna að gera eitthvað í málinu meðan aðrir flýja bara land og kúpla sig frá öllu saman. Þeir eru verstir.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2009 | 15:12
Svona framferði kallar á viðbrögð
Óþverralíður! Skríll! Það vefst ekkert fyrir mér að finna þessari framkomu og þessum aumingjum nöfn við hæfi.
Það er eitt að henda mat í hús, hversu gáfulegt sem það nú er, en annað að ráðast á einstaklinga.
Ef þessir vanvitar telja það við hæfi er vísast að þeim verði svarað í sömu mynt. Sú hætta er fyrir hendi þó ég sé ekki að hvetja til að á þeim sé lumbrað. Ofbeldi lagar ekkert og því vona ég að enginn láti hnefa ráða til að svara þessu.
Ég vil ekki að landið mitt lendi í klónum á svona drasli og tel eins víst að fleiri séu mér sammála með það.
Mótmælendur umkringdu Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)