Góð niðurstaða

Nú er niðurstaðan ljós að mestu leyti. Einhverjar útstrikanir eftir að koma í ljós en í megindráttum eru úrslit ljós. Þessi úrslit eru á ýmsan hátt góð.

Það fyrsta sem kemur í hugan er svo augljóst að það þarf vart að taka það fram. Ástþór og hans bull er fyrir bí.

Næst má telja fremur snautlega útkomu borgarahreyfingarinnar. (mér fannst listabókstafurinn sérlega við hæfi) Þeim finnst 4 þingmenn vera góður árangur. Það finnst öllum öðrum líka. Fjórir þingmenn frá hópi sem veit ekkert hvað hann er er ekki afl sem neinn þarf að taka tillit til. Eini sjénsinn að O fái athygli er ef að fylkingin og vg ná ekki saman. Það er reyndar líklegt og það gerir skyndilega samkrull fylkingar, framsóknar og O að stjórnarmyndunar möguleika. Sá möguleiki er þess eðlis að hann mun ekki lifa lengi.

Niðurlag frjálslynda flokksins er vitanlega gleðiefni og líklegt má telja að það óánægjufylgi sjálfstæðisflokksins sem myndaði frjálslynda flokkinn hafi nú flutt sig til O.

Það sem mér finnst vera hápunktur þessara kosningaúrslita er hve nauman meirihluta vinstri flokkarnir fá. Sundurþykkja vinstri manna er kunnari er frá þurfi að segja og sú staðreynd þýðir að allir þingmenn beggja flokka verða stanslaust að ganga í takt. Það er ómögulegt þegar vel árar og enn verra núna þegar illa stendur á. Ef tekst að mynda þá vinstri stjórn sem líklegast er að verði reynt fyrst má hugga sig við að hún verður skammlíf. Við munu í öllu falli fá aðrar kosningar fljótlega.

Sjálfstæðisflokknum er afar hollt að fá að hvíla á hliðarlínunni og átta sig á ástandinu. Í næstu kosningum verður annar hópur í boði og það má búast við að sú endurnýjun í þeirra þingmannaliði sem þurfti að verða núna muni skila sér næst.


mbl.is Þingað um nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband