9.12.2008 | 09:02
Einfalt að bregðast við
Þetta hljómar dálítið undarlega. Hjónin eiga félag sem er í gjaldþrotaskiptum. Þau kaupa hlut í öðru félagi sem kaupir félag í þeirra eigu af þeim sjálfum. Hunky dory! Höldum þessu áfram og gefum bara skít í þessa leiðinda kröfuhafa. Er ekki hægt að mjólka einhvern meira og hafa fleiri að fíflum?
Nú er bara málið að láta verkin tala og versla ekki í þessum sjoppum. Einfalt.
Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er alveg séríslenskt held ég!! þetta fólk hefur enga siðferðiskennd.
Hér með lýsi ég því yfir að ég fer ekki aftur inn í þessar verslanir!!
ævar jónsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:10
Noa Noa lokar en Next heldur áfram. Hvaða fleiri verslanir á þetta fólk?
Ég er markvisst farin að sniðganga svona fyrirtæki. En það er nú ekki leikur einn, þar sem þetta er allt tengt þvers og kruss.
Þóra (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:17
Ég er steinhætt að versla við Bónus og öll mín fjölskylda og vinir eru að hætta því, með þessu hrekjum við þetta siðlausa lið úr landi. Og hvet ég fólk til að gera það
Guðrún (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:42
Þau eiga líka Skífuna
Karma (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:24
Ég er alveg hlynnt því að maður hætti að versla við aðila sem maður treystir eða bara hefur persónulega óvild gagnvart. En núna er maður í vanda. Ef ég hætti að versla við Bónus af því ég er ósátt við viðskiptahætti Baugsfeðga, hvar á ég þá að versla? Ef ég skipti yfir til Nóatúns eða Krónunnar, er ég ekki bara að styrkja auðveldi einhverra annarra sem eru í rauninni í sömu félaga hringamynduninni og aðrir í þjóðfélaginu. Manni blöskrar orðið svo hvernig sumt fólk hefur lært á kerfið og getur komist framhjá öllum þeim reglum sem manni finnast gildi um sig sjálfan. Ég hef lent á vanskilaskrá sem varð til þess að ég gat ekki fengið 10þúsund króna yfirdrátt hjá bankanum mínum þrátt fyrir að ég væri að greiða inna á fyrrnefnda skuld. Síðan er svona rugl í gangi. Ég er löngu hætt að skilja hvernig viðskipti eiga sér stað
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:13
Ég mæli með því að sem flestir sendi höfuðstöðvum NEXT meil og lýsi óánægju sinni.
http://www.nextplc.co.uk/nextplc/aboutnext/contactus/#emailus
kv e
einar (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:56
Þetta er skandall og eiginlega mesti skandallinn að þetta skuli í alvöru vera löglegt! Auðvitað á að breyta hlutafélagalögum í GÆR! Þangað til það gerist þá mun ég sniðganga þessar verslanir og hvetja aðra til hins sama.
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.