Athyglisverð þversögn

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að Borgin hyggst hækka fjárhagsaðstoð sína um 19%. Þetta er ábyggilega vel þegið og kemur sér að öllum líkindum vel fyrir þá sem þetta þurfa og fá. Ekki fetti ég fingur út í það og finnst eingöngu verst að til sé fólk sem er svo illa statt að það þurfi á þessari aðstoð að halda. Fréttinni um þetta fylgdi líka að í desember yrði greitt út jólauppbót að upphæð kr. 31.385 og það finnst mér athyglisvert.

Ég ætla nú ekki að missa mig yfir þessu því að ég geri þá bara ráð fyrir því að á næsta ári verði tilkynnt um sambærilega jólauppbót í janúar fyrir rétttrúnaðarkirkjufólk, páskauppbót fyrir gyðinga, ramadanuppbót fyrir múslima, og svo framvegis. Í ljósi afstöðu borgarinnar varðandi trúboð í skólum og sem ég get vel tekið undir hlýtur borgin núna að gæta samræmis í afstöðu sinni. Ég er samþykkur þessu öllu saman vegna þeirrar skoðunar minnar að gera skuli öllum jafn hátt undir höfði og ef verið er að greiða einum trúarhópi uppbót til að auðvelda þeim trúartengd hátíðarhöld hljóti önnur trúarbrögð að njóta þess sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband