Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2009 | 16:14
Hvílík framhleypni er þetta hjá þeim
Manni bara blöskrar þessi framkoma Palestínumanna. Þeir leyfa sér að skjóta á Ísraelsku hermennina sem eru að drepa fjölskyldur þeirra. Ekki nema von að þeir séu baðaðir í fosfór-regni fyrir svona ósvífni.
Olmert segir að skotið hafi verið frá byggingu SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 14:12
Hefur fundist erfitt að dæma
Dæmisaga. Fyrir nokkrum árum kynntist ég hundapari. Annar þeirra var Þýskur Schäfer en hinn lítill Poodle. Þeir virtust líta á sig sem bræður. Þegar þeir voru saman gjammaði og gelti sá litli á allt og alla eins og þessum leiðinda hundasýnishornum er svo tamt. Þegar sá stutti hafði stóra bróður hvergi nærri var hann þægur sem lamb. Þetta er nákvæmlega staðan varðandi Ísrael í skjóli stóra bróður í vestri.
Mér hefur fundist erfitt, hingað til, að dæma Ísraela fyrir verk þeirra. Þeim stendur veruleg ógn af eldflaugum og sjálfsmorðsárásum Líbanonsmanna. Nú er einfaldlega mælirinn fullur.
Íslandi ber að slíta stjórnmálasambandi samstundis við Ísrael og mótmæla framferði þeirra harðlega á alþjóðavettvangi. Við getum ekki átt samneyti við svona morðingja. Við eigum að setja á innflutningbann á Ísraelskar vörur þó það verði varla nema táknræn aðgerð.
Hörðustu árásir á Gasaborg til þessa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 12:29
Nú þarf Stöð 2 að þiggja þetta
Í mínum huga eru þessar boðnu bætur ekki spurning um peninga. Það sem hér um ræðir er að Stöð 2 þarf núna að sanna að einhver spjöll hafi verið unnin. Mér finnst þeir brenndu kaplar sem sýndir hafa verið í sjónvarpi ekki merkilegur skaði. Ef það er það eina er málið lítilfjörlegt.
Ari Edvald minntist á skemmdar tökuvélar en ekki hefur neitt fengist staðfest um þann skaða. Því er það nauðsynlegt að Stöð 2 færi sönnur fyrir sínum fullyrðingum um milljónatjón eða dragi fullyrðingar þar að lútandi til baka.
Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.1.2009 | 08:36
Er faglegi heiðurinn núna óskaddaður?
Ég hef ekkert til að meta faglegt hæfi Sigurbjargar og mun því ekki gera það en mér er alveg dagljóst að persónulegur heiður og heilindi Sigurbjargar hefur beðið verulegan skaða vegna framgöngu hennar í þessu furðumáli.
Fyrsta skref er dylgjur um hótanir frá ráðherra og svo er látið líta út fyrir að hún vilji nú ekkert vera að skaða einstaklinga með því að draga nafn þeirra í svaðið. Ómerkilegur undirróður í þjóðfélagslegu ástandi þar sem stór hluti þjóðarinnar á um sárt að binda og þarf helst á því að halda að við hlúum hvert að öðru.
Ef tilgangurinn er að sverta mannorð er besta leiðin til þess að láta að því liggja að maður viti eitthvað svo svakalegt um einhverja persónu að maður vilji ekki gera viðkomandi þann óleik að skýra frá því. Síðan þegir maður þunnu hljóði og lætur ímyndunaraflið um að klára málið.
Þetta virkaði alveg brilljant hjá Sigurbjörgu.
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 17:12
Hvort grætur maður eða hlær
Hvort sem verður ofaná er ljóst að að manni setur fíflahroll við það að hlusta á Guðjón Heiðar Valgeirsson í viðtali á RÚV. Hann bara skilur ekkert í því að húsin sem standa auð séu ekki bara gerð upptæk og fólk flytji svo inn í þau. Hann virðist telja að það sem plagar þjóðlífið mest núna sé að fólk sé í stórum hópum húsnæðislaust meðan allt þetta fína húsnæði stendur autt. Mikið hrikalega vantar hann tengingu við raunveruleikann.
Guðjón skilur ekkert í því að fyrst að farsíminn hans getur fundið út hvað eitthvert lag heitir skuli ekki vera allt fullt af ókeypis mat fyrir allt fólkið í landinu.
Maður skilur betur atburðarásina ef sá hópur sem kallar sig aktivista samanstandendur af svona snillingum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 13:32
Undarlegt ef rétt er.
Ef haft var samband við Sigurbjörgu fyrir hönd einhvers ráðherra og henni uppálagt að haga sér á einhvern ákveðinn máta á hún að tala skýrt og dylgjulaust. Henni hlýtur að vera ljóst hve alvarleg ásökun hennar er og því á hún, eðli málsins vegna, að gefa upp hvað gerðist. Hún segist hafa fengið skilaboð. Hvernig skilaboð. Þ.e. hvernig bárust þau og frá hverjum.
Guðlaugur neitar að hafa talað við hana en hann var ekki spurður hvort haft hefði verið samband við Sigurbjörgu fyrir hans hönd. Ef svo er ekki, hvaða ráðherra sendi henni þessi boð, ef einhver?
Hálf kveðnar vísur gera ekkert gagn. Ef Sigurbjörg hefur bein í nefinu til að fullyrða þetta þarft hún að segja söguna alla. Það er ekkert betra að allir ráðherrar liggi undir svona grun. Nægur er trúnaðarbresturinn orðinn án þess.
Guðlaugur kemur af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2009 | 08:46
Forsetaefni
Sorglegt að hugsa til þess að við skyldum ekki kjósa rétt og velja okkur þennan mann til búsetu á Bessastöðum. Hugsið ykkur opinbera heimsókn frá BNA, Friðargaur og Kjáni saman yfir kakóbolla að ræða efnahagsmál. Spurning hvor hefði meira gáfulegt til málanna að leggja.
Munið hér um árið fyrir forsetakosningarnar. Einn frambjóðandinn leit út eins og jólasveinn, einn hagaði sér eins og jólasveinn og einn þeirra var jólasveinn. Sá síðastnefndi virðist bara vera það enn. Hefði kannski einfaldað dress code í veislum á Álftanesinu ef annar en núverandi dólgur hefði komist að. Annað væri eins.
Lá við að fundurinn leystist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
- tölvum yfir internetið
- heimasímanum
- GSM símanum
- fjarstýringunni á sjónvarpinu (þar sem það er hægt)
- snertiskjá á flugvelli
- hverri þeirri tækni sem koma skal sem leifir sagnvirk samskipti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2009 | 08:46
Ég skal velja gengi
Þetta mál er afar sérstakt. Kjalar gerir framvirka gjaldeyrissamninga til að verja sig gengissveiflum, eins og það er orðað. Með öðrum orðum Kjalar veðjar á veikingu krónunnar og á mikið í húfi að krónan veikist svo hægt sé að hagnast á gengismuninum sem myndast milli krónunnar og þess gengis sem framvirki samningurinn er gerður á. Þetta hefur verið kallað að taka sér stöðu gegn krónunni. Því fleiri sem gera þetta því fleiri hagnast á því að krónan fer í rusl. Því fleiri sem hagnast á því, þeim mun meiri líkur eru á að krónan gefi eftir. Það hefur núna gerst og nú bregður svo við að þetta kokhrausta lið sem stendur á bak við hrunið að stóru leiti ætlar sér að velja hvaða gengi á að nota við að reikna útistandandi kröfu. Ég er ekki orðlaus. Ég á mörg orð til að fjalla um þessa afstöðu. Fæst þeirra eru hæf til birtingar og ég læt bara öðrum eftir að túlka þetta &/"$%&#%&"$%"$%&/!!!
Sko. Samningurinn hljóðaði upp á 650M Evrur snemma á síðasta ári sem átti að endurgreiðast um miðjan október á sama gengi. Um miðjan október hafði gengið hins vegar hrunið hressilega og þá vill Kjalar að bara eitthvert annað gengi sé notað. Kalla menn þetta samninga eða botnlausa frekju?
Krafa Kjalars 190 milljörðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2009 | 17:25
Málshöfðun án þess að hika
Lýðum má vera ljóst að ég er ekki löglærður maður og ekki hef ég reynslu af diplómatískum samskiptum. Frá mínum bæjardyrum snýr málið þannig við mér að ef þess er nokkur kostur, ef það er snefill af ræfilslegri von um, að við getum unnið málaferli gegn Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaganna eða hvað annað sem athugavert kann að vera í gjörðum þeirra þá eigum við hiklaust að höfða slíkt mál. Ef þess er ekki kostur þá skulda stjórnvöld mér skýlausa skýringu á af hverju það er svo.
Mér liggur mjög á að láta Breta og alþjóðasamfélagið heyra hvað Íslendingum finnst um framkomu "vina okkar" Breta í okkar garð. Mitt diplómatíska reynsluleysi opinberast vitanlega við þetta en fyrir mér er þetta meira spurning um sært stolt en nokkuð annað.
Hvað gerist ef við gerum þetta? Hugsanlega lokast allir markaðir okkar í Bretlandi. Væntanlega getur þetta orðið til að efnahagsástand versnar frá því sem nú er og því sé svona málssókn hrein firra. Ef það er svo skulda yfirvöld mér skýringu og umfjöllun um kosti og galla þess að höfða mál á hendur Breta. Ekki bíða fram á síðustu stundu með að útskýra þetta fyrir okkur.
Yfirvöld keppast við að viðurkenna að hugsanlega hafi þau ekki talað nægilega mikið og hugsanlega þurfi að miða málum meira til þjóðarinnar en samt bólar lítið á þeirri upplýsingamiðlun. Nú er tækifæri til að upplýsa um hlut sem þjóðina þyrstir í fræðast um.
Vítaverð hagsmunagæsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)