Nú þarf Stöð 2 að þiggja þetta

Í mínum huga eru þessar boðnu bætur ekki spurning um peninga. Það sem hér um ræðir er að Stöð 2 þarf núna að sanna að einhver spjöll hafi verið unnin. Mér finnst þeir brenndu kaplar sem sýndir hafa verið í sjónvarpi ekki merkilegur skaði. Ef það er það eina er málið lítilfjörlegt.

Ari Edvald minntist á skemmdar tökuvélar en ekki hefur neitt fengist staðfest um þann skaða. Því er það nauðsynlegt að Stöð 2 færi sönnur fyrir sínum fullyrðingum um milljónatjón eða dragi fullyrðingar þar að lútandi til baka. 


mbl.is Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

hringja  í Byko og fá verð á kapli og framlengingarsnúru...

Sylvía , 14.1.2009 kl. 14:04

2 identicon

Nei, Stöð tvö þarf ekki að þiggja þetta. Væntanlega liggja fyrir lögregluskýrslur um hvað var skemmt og eitthvað mat á því hver tjónið er. Það er fullgilld sönnun. Líka eru líklega til upplýsingar um hverjir séu grunaðir tjónvaldar, ef ekki, þá hjálpar það að þetta fólk skuli hafa gefið sig fram. Eftirleikurinn er einfaldur, skrifa út gíróseðil og senda þeim. Ef þau eru ósátt og véfengja upphæðina eða tjónið þá er hægt að fara dómstólaleiðina.

Kiddi (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Það er eiginlega það sem ég er að segja. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni, án þess að vita það, að kannski sé ekki til skýrsla og og við sitjum eftir með minninguna um Ara að lýsa milljóna skemmdum á tökuvélum en ekkert hefur verið sýnt sem sannar að neitt annað en kaplarnir hafi skemmst. Ég er ekki að gefa í skyn að þessar skemmdir hafi ekki átt sér stað, eingöngu að ég hef ekki séð þennan skaða sýndan neins staðar.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 14.1.2009 kl. 23:08

4 identicon

Mér finnst þú einmitt vera að draga það í efa að tjónið hafi orðið. Það að þér eða einhverjum öðrum hafi ekki verið "sýndur" skaðinn kemur málinu ekki við. Stöð 2 þarf ekkert að sanna það að tjónið hafi orðið fyrir þér eða mér, heldur eingöngu þeim sem fjalla um málið, þ.e. lögreglu sem skrifar skýrsluna um tjónið og dómstólum sem dæma skaðabætur ef málið fer svo langt.

Af hverju er ekki bara hægt að leggja trúnað á það sem Stöð 2 segir? Ég sá það á þessum myndum af þessu að sjónvarpskapall var eyðilagður. Veit ekki hvað hann kostar, en svona langir kaplar úr útsendingabílum eru ekki ódýrir. Svo segja þeir að eitthvað fleira hafi skemmst en ég þarf ekkert persónulega að sjá myndir af þessu til þess að leggja trúnað á það. Finnst það ekkert ólíklegt miðað við öll lætin þarna.

Og ég veit ekki alveg hvers vegna þú heldur að það sé ekki til skýrsla? Það er áreiðanlega til skýrsla um atburðinn í heild og ákvarðanir lögreglu á vettvangi þar sem stjórnandi aðgerða gefur skýrslu um málið og rekur ferlið og ákvarðanir sínar og heldur til haga atriðum sem þetta varða. Svo eru hugsanlega aðrar skýrslur til um einstök atvik sem áttu sér stað á meðan þessu stóð eins og gengur, t.d. valdbeitingarskýrsla vegna gas notkunar, handtökuskýrsla (ef einhver var handtekinn, man það ekki) og kannski sérstök skýrsla um skemmdirnar nema það sé tiltekið í aðal skýrslunni. Stöð 2, Saga Film, og hugsanlega saksóknari taka svo ákvarðanir hver fyrir sig um hvort þeir vilji halda málinu áfram. Það er spurning hvort það sé á hreinu hver gerði hvað þarna og hvort hægt sé að færa sönnur á að tiltekinn einstaklingur hafi unnið skemmdirnar.

Kiddi (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:04

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Kiddi. Ég er hvorki dreg í efa að skemmdir hafi verið unnar né legg ég sérstakan trúnað á það. Ég er einfaldlega að leggja áherslu á að í þessu tilviki er um mikið vantraust að ræða og mjög nauðsynlegt að gögn í málinu séu birt. Það er mikill hiti undir niðri og þess vegna hjálpar það mikið til að Stöð 2 komi hreint til dyranna. Ef skemmdir voru unnar er það slæmt en ef skemmdir (á tökuvélum skc. fullyrðingum Ara) voru ekki unnar er það enn verra í ljósi fullyrðinga Stöðvar 2

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 16.1.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband