10.10.2009 | 13:15
Sannaðu það þá
Jóhanna, þjóðin trúir þér ekki. Þín frammistaða hefur ekki gefið tilefni til þess. Ef þú ert tilbúin til að sanna þitt mál skaltu bara gera það án frekari málalenginga.
Ummælin fráleitur þvættingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.10.2009 | 13:12
Vinstri þverhausar
Svavar Gestsson batt slaufu á ICESAVE samninginn og rétti okkur brosandi harla ánægður með dagsverkið.
Svandís Svavarsdóttir ætlar að gera sitt ítrasta til að kyrkja aukna fjölbreytni í Íslensku atvinnulífi.
Stundum er greindarskorturinn bara ættgengur
Nýtt gullæði á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.10.2009 | 17:33
Fáránleikinn eykst
Bara þrjú dæmi um þá skelfingu sem er í gangi.
Ögmundur gengur úr ríkisstjórn vegna þess að hann er ekki sáttur við stöðu og gang mála. Hann flýr til að þurfa ekki að hafa sjálfur tekið ákvarðanir um þann niðurskurð sem þessi afspyrnu lánlausa og hæfileikasnauða haftastjórn er í miðju kafi að innleiða. Í staðin er skipaður eini þingmaðurinn sem var nægilega vitlaus í þingflokki VG til að hlýða umyrðalaust.
Ríkisstjórnin leggur fram niðurskurðartillögur og tilkynningar um nýjar álögur og þá stekkur iðnaðarráðherra heljarstökk og hrópar upp yfir sig vegna nýrra skatta á rafmagn. Þvertekur fyrir þessa hækkun sem hún VISSI EKKI UM!
Utanríkisráðuneytið neita að láta þýða spurningalista elsku ESB og ber fyrir sig mikinn kostnað. Gleymir marg-lofuðu gegnsæi og upplýsingaveitu. Hallærislegasti ráðherra á núsögulegum tímum, landbúnaðarráðherra, gengur fram fyrir skjöldu og ákveður sjálfur að láta þýða þetta. Það fer lítið fyrir niðurskurði í þeim geiranum. Líkast til ætlar hann að láta Skjöldu sem Skjóni Ágústsson kyssti hér um árið um verkið. Í öllu falli á að reyna að vinna verkið úti á landi.
Ef þetta væri ekki svona sorglegt myndi ég hlægja mikið. Það geri ég ekki.
Jón lætur þýða spurningalistann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2009 | 09:17
Rasandi
VG hefur Lilju Mósesdóttur. Af hverju ekki að skipa Heilbrigðisráðherra með snefil af gáfum?
Álfheiður verður ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.9.2009 | 12:35
Loksins talar þetta fólk
Eftir marga mánuði af þögn bregður nú svo við að Jóhanna talar skýrt. Loksins opnar hún munninn og leyfir Bretum og Hollendingum að finna til tevatnsins.
Eftir að stjórnin hefur talað tungum tveim, logið síendurtekið og legið á upplýsingum þar til hún var beygð til hlýðni og stefnubreytingar í ICESAVE afstöðu talar Jóhanna núna afdráttarlaust til útlanda á þeim nótum að menn skuli kyngja kostum Alþingis eða vísa málinu til dómstóla. Ég segi nú bara mikið var.
Ekki bara tekur mállausa huldukonan loks til máls heldur virðist glitta í skynsemi hjá Félagsmálaráðherra. Fjölmargir mætir menn hafa reynt að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina varðandi leiðréttingu skulda heimilanna. Þvermóðskan hefur hingað til komið í veg fyrir að skjaldborgin fræga sæi dagsins ljós. Nú er von. Aftur segi ég mikið var.
Reyndar er athyglisvert að það skuli vera félagsmálaráðherra en ekki fjármálaráðherra sem talar fyrir þessum geisilegu fjármálabreytingum. Sama hvaðan gott kemur gott þarf bara að koma fljótt.
Jóhanna: Engir átakafundir um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 17:30
Þetta líst mér á
Þessir menn eru kjarkaðir. Mér líst mætavel á þetta nýja ritstjóraval.
Ef þetta verður til að minnka þó ekki væri nema smávegis þá vinstri slagsíðu sem tröllriðið hefur Íslenskum fjölmiðlum undanfarið þá er það vel.Jafnvel Ríkissjónvarpið hefur sigið illilega á vinstri hliðina.
Nú er mál til að fá aftur fjölmiðil sem þorir að taka á málum og fjalla um þau á einhvern annan hátt heldur er með pennum VG og fylkingar.
Nú er ég ekki að biðja um blað sem falsar og lýgur í anda Þjóðviljans gamla heldur blað sem þorir að segja að það sé ekki endilega náttúrulögmál að öllum ráðum sé beitt til að jafna, jafna jafna. Blað sem þorir að segja að það sé ekkert að því að skara framúr of að efnast án þess að fjalla um hvernig megi nota skattkerfið og tekjutengingu til að hafa af fólki það sem það hefur unnið sér inn.
Ég býst við að fólk muni í stórum stíl segja upp áskrift moggans og finnst því þessi ákvörðun þeim mun kjarkaðri.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.8.2009 | 00:43
ó, að hann sé rétthentur
Ólafur Ragnar slasaðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2009 | 12:38
Sparnaður í Ríkisútgjöldum
Ríkisstjórnin keppist við að kynna aðgerðir til sparnaðar í Ríkisútgjöldum. Líkast til gengur þeim gott eitt til en stundum dreg ég það í efa. Ríkisstjórnin annaðhvort hefur ekki góða ráðgjafa eða gerir sitt allra besta til að hlusta ekki á þá. Þau hunsa góðra manna ráð af miklu kappi.
Finnar keppast við að benda okkur á hvað þeir lærðu af sinni kreppu og afleiðingum þeirra aðgerða sem þeir gripu til. Ekki draga saman! Ekki minnka draga úr framkvæmdum og ekki lækka laun. Það kallast að hella olíu á eldinn. Ef minna fé er í umferð er minna til skiptana og samdrátturinn eykst sem því nemur. Snillingar.
Ríkislaunaþaksráðherrann er afar stolt af því að nú hefur tekist að lækka Ríkisútgjöld um heilar 8 milljónir með því að lækka laun handhafa forsetavalds um 80% Núna fá þau til samans 20% af þeim launum sem þau fengu áður fyrir það að gegna störfum forsetans. Væri ekki nær að gripurinn héldi sig í landinu? Við það mætti spara allar þessar 10 milljónir sem fóru í greiðslur til handhafa forsetavalds og þar að auki má leiða að því líkum að heilmikill ferðakostnaður hans og fylgdarfólks muni sparast í leiðinni. Sjáið til, Jón Ásgeri er búin að selja þotuna sína þannig Óli og D geta ekki lengur fengið far hjá Baugi.
Meiri sparnaður í alþjóðasamstarfi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2009 | 11:34
Mversu margar Toyotur
"Hluti skuldanna er tilkominn vegna kaupa Magnúsar á Toyota-umboðinu fyrir fjórum árum" Mér er einfaldlega spurn, hversu margar Toyotur þarf maður að selja til að standa undir svona láni?
Þarna kemur ekkert fram um hve stór hluti þessarar skuldar sé tilkominn vegna kaupa Magnúsar á Toyota-umboðinu og því dreg ég sjálfur þá ályktun að það sé meiri hlutinn og því spyr ég, hve mikið lán er eðlilegt að bankinn veiti til kaupa á bílaumboði? Er þetta ekki eitthvað sem FME átti að vita af og spyrja áleitinna spurninga? Kannski gerðu þau það.
Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2009 | 13:16
Endemis misskilningur
Það er undarlegt hve þáttakendur í Borgarahreyfingunni eru blindir. Þessi félagsskapur á ekki og hefur aldrei átt neina von. Sameiginlegur grundvöllur var óánægja. Óánægja með eitthvað og allt. Einn var óánægður með Sjálfstæðisflokk og hans fortíðar framgöngu, annar var óánægður með Fylkinguna og þeirra stefnumál. Enn einn var óánægður með þróun verðlags eða ástandið í efnahagsmálum. Semsagt grundvöllur samstarfsins var óánægja. Vandinn við þá óánægju er að hún var hvorki sameiginleg eða sambærileg frá einum félaga til annars. Það undarlegasta við BH er að sjálf stefnuskrá þeirra var svo óskýr að það mátti lesa hana og skilja á marga mismunandi vegu, þannig að ekki byrjaði það gáfulega.
Forsvarsmenn þessarar hreyfingar lögðu alla áherslu á að þingmenn þeirra ættu að fara fram og haga sér eftir sinni sannfæringu. Það var skýrt talað gegn flokkræði og yfirráðum flokksins yfir þingmönnunum. Það var talað fyrir lýðræði og frelsi frá flokknum. Núna hafa 3 af 4 þingmönnum lagt sitt af mörkum og hegðað sér eftir sinni sannfæringu og þá verður flokkseigendafélag Borgarahreyfingarinnar órólegt, svo ekki sé meira sagt. Þráinn Bertelsson brást ókvæða við í aðdraganda ESB atkvæðagreiðslunnar og sagði hina 3 BH þingmennina vera að svíkja hreyfinguna með því að fara eftir eigin sannfæringu. Hvar var þá áhersla á frelsi þingmannanna til að vinna fyrir land og þjóð en ekki fyrir stjórnmálaflokk.
Formaðurinn leggur nú niður skottið og flýr vegna þess að hann getur ekki stjórnað þingmönnunum. Það er ekki hetjulegt. Væri ekki nær fyrir manninn að standa vaktina og reyna að finna flöt á málunum. með því móti myndi fyrir rest komast lag á þessa breiðu fylkingu fólks sem á það eitt sameiginlegt að hafa viljað kjósa en tímdi ekki átkvæði sínu á önnur stjórnmálaöfl.
Fólk hlýtur að sjá það að hreyfing sem á ekkert innbyrðis baráttumál getur ekki náð ró og sátt um eitt einasta mál á sínum fyrstu dögum. Það er hlutverk forustu þess hóps og þingmanna hans að skapa einhvern þann samvinnugrundvöll sem hægt er byggja á til langframa.
Þingmenn okkar hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)