Loksins talar þetta fólk

Eftir marga mánuði af þögn bregður nú svo við að Jóhanna talar skýrt. Loksins opnar hún munninn og leyfir Bretum og Hollendingum að finna til tevatnsins.

Eftir að stjórnin hefur talað tungum tveim, logið síendurtekið og legið á upplýsingum þar til hún var beygð til hlýðni og stefnubreytingar í ICESAVE afstöðu talar Jóhanna núna afdráttarlaust til útlanda á þeim nótum að menn skuli kyngja kostum Alþingis eða vísa málinu til dómstóla. Ég segi nú bara mikið var.

Ekki bara tekur mállausa huldukonan loks til máls heldur virðist glitta í skynsemi hjá Félagsmálaráðherra. Fjölmargir mætir menn hafa reynt að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina varðandi leiðréttingu skulda heimilanna. Þvermóðskan hefur hingað til komið í veg fyrir að skjaldborgin fræga sæi dagsins ljós. Nú er von. Aftur segi ég mikið var.

Reyndar er athyglisvert að það skuli vera félagsmálaráðherra en ekki fjármálaráðherra sem talar fyrir þessum geisilegu fjármálabreytingum. Sama hvaðan gott kemur gott þarf bara að koma fljótt.


mbl.is Jóhanna: Engir átakafundir um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband