Þetta eru lofsamleg vinnubrögð

Undanfarnar VIKUR hafa staðið yfir viðræður við skilanefndirnar að þær eignist Íslandsbanka og Nýja Kaupþing. Við skulum náttúrulega ekki láta okkur detta í hug að þessar skilanefndir sem eru búnar að vera að gera þessa banka upp séu hlutdrægar í svona smámáli. Vitanlega er ekki nokkur möguleiki að skilanefndirnar geti hagrætt upplýsingum um stöðu bankanna til að verðmiðinn verði hagstæðari. Það dettur engum manni í hug.

Leifum þeim að dunda sér í þrotabúinu með óbundnar hendur meðan verið er að semja við þær. Sjáum svo hvaða verðmiði verður á þessum kaupum. Ég ætla ekki að væna þetta góða fólk um nokkurn skapaðan hlut. Stundum undanfarið hefur bara verið kallað eftir meiri aðskilnaði í verkefnum en þetta ber með sér. Er kannski ráð að spyrja Joly um hvort þessi vinnubrögð standast hennar kröfur?

Við skilum svo alls ekki gera neitt veður út af því að bankarnir séu ekki auglýstir og fleirum gefinn kostur á að kaupa. Það gæti haft í för með sér alls kyns tilboð sem væri erfitt að hafna og skilanefndirnar gætu misst af þessu. Usss, það væri undarlega að verki staðið.


mbl.is Skilanefndir eignast tvo banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: allial

Spurning hvort þurfi ekki þurfi líka að stofna enn annan nýjan banka, á grunni þess gamla(fyrsta).

Þannig mundi sá gamli, kaupa þann nýja, sem þá mundi vera hinn spánnýji.

T.d., hét Kaupþing, heitir Nýja Kaupþing, mun heita Spánnýja Kaupþing.

Þetta finnst mér þjóðráð. Eina athugasemdin sem ég geri, er að mér finnst að nöfn starfsmanna eigi líka að taka breytingum líka.

Ég meina, af hverju breyttist t.d. Guðrún ekki í Nýju Guðrúnu? Það verður að taka á þessu máli núna!! Þannig að Guðrún eigi allavega að heita Spánnýja Guðrún og Jón þá Spánnýji Jón.

allial, 17.7.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband