Óskar svara

Hefði þá ekki verið áhrifaríkara að standa upp á leiðtogafundi NATO og tala hátt og skýrt og krefjast svara?

Furðulegt að láta sér detta í hug að senda Össur á þennan leiðtogafund. Össur, sem virðist hafa haldið að Obama hafi komið sérstaklega til að láta taka mynd af sér með honum og sníkja að fá að koma til Íslands, lætur nú í það skína að hann sé svo stór kall að Brown hafi forðast fundi við sig skömmustulegur á svip.

Trúðsháttur.


mbl.is Vilja viðbrögð frá Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhanna gerði rétt í því að fara ekki á mannamót. Hún kann ekki ensku.

Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 14:35

2 identicon

Ég skil færsluna þó mér finnist þú einfalda málið svolítið.Er þetta allt samt bara ekki "fastir liðir" eins og vanalega.

Myndi það skipta nokkru máli hvert þeirra mætti á fundinn? Það er einfalt að tala hátt. Að tala skýrt (svo að það skiljist) er erfiðara fyrir fólk eins og ráðherraana okkar sem hafa greinilega takmarkað vald á erlendum tungumálum, og  til að "krefjast svara" þarf góðan og velrökstuddan málstað og helst smá vald. Mér er ekki ljóst hver staða okkar er á því sviði en hún virðist erfið.

Obama "heimboðið" er bara brandari. Nema hvað það hvarflað rétt að mér að kannsli væri Össur svo viti borinn að hann héldi að með þessari "frétt" gæti flokkurinn fengið nokkur atkvæði í kosningunum.( Obama loves us so we must be doing something right.)

Mér sýnist við ekki vita upp né upp né niður. Það er eins og við höfum lent í fjárhagslegum,pólítískum, siðferðislegum og tilfinningalegum jarðskjálfta. Við þurfum að ná áttum og fá meiri upplýsingar um hvað gerst hefur innan lands  og hver staðan er áður en við förum að æsa okkur út hvað ráðherrarnir segja erlendis. Það tekur enginn mark á þeim hvort sem er.

Agla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 15:47

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Ég er enginn sérstakur aðdáandi samfylkingarráðherranna, en engu að síður eru þeir í embætti og lágmark að ætlast til þess að þeir reyni að gæta hagsmuna landsins. NATO fundurinn var leiðtogafundur allra landanna og það er ekki sterkt að senda utanríkisráðherra. Þá er ekkert verið að bera saman áhrifamátt Jóhönnu og Össurar, heldur aðeins að ef forsætisráðherra mætir ekki á svona fund þá er verið að segja að önnur mál séu mikilvægara. Þau mál virtust vera stjórnarskrárbreytingar hér heima.

Skúli Víkingsson, 7.4.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Agla, ég er þeirrar skoðunar að ef þau geta talað hátt og skýrt hérlendis þegar þau tala í mín eyru þá er það jafngilt því að gera sama hlut á alþjóðavettvangi. Munurinn er eingungu sá að ef það er gert að vettvangi leiðtogafundar NATO þá vekur það meiri athygli en ef einungis er muldrað í íslenska fjölmiðla.

Það er nokkuð ljóst að við vitum hvorki upp né niður en ef við látum svoleiðis innanlands þá á það sama að gilda út á við. Ef það gerir það ekki er ekki verið að veita okkur réttar upplýsingar.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 7.4.2009 kl. 16:43

5 identicon

Skúli,

Ég geri ráð fyrir að ríkisstjórnin tali einnri tungu og þess vegna skipti ekki öllu máli hver ráðherranna sé fulltrúi okkar á erlendum fundum og ráðstefnum. Ég veit ekki heldur hvort það skipti neinu fyrir þjóð í okkar veiku aðstöðu hvort forsætisráðherrann eða utanríkisráðherrann mæta til fundahalda erlendis.Nato þjóðirnar vita mætavel hvar við erum stödd og  líka að núverandi ríkisstjórn okkar hefur ekki langtíma umboð þjóðarinnar að baki sér. Ég vona samt að, þó ekki væri nema í eigin hagsmunaskyni, reyni þau af veikum mætti að gæta hagsmuna okkar á alþjóðavetvangi..

Ég held að erlendis sé dæmið tapað í bili. Persónutöfrar eða stöðutitill Jóhönnu eða Össurs geta engu breytt. Við erum gjaldþrota  og mannorðslaus þjóð.

Agla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 19:17

6 identicon

Kæri Ólafur,

Tilefni færslunnar var frétt í mbl.is  um að forsætisráðherra Íslands MUNI óska eftir viðbrögðum Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, við skýrslu fjárlaganefndar breska þingsins þar sem o.s.frv......

Þetta er svo innantóm frétt að það er grátlegt að einhver skuldi hugsanlega binda einhverjar vonir við hana.

Ég er ekki viss um að "þau" hafi talað nægilega hátt og skírt hérlendis til að við vitum hvað forsætisráherrann myndi  spyrja  forsætisráðherra Bretlandsí í þessu sambandi.Í rauninni finnst mér okkur vanta upplýsingar.

Þú segir að: "Ef það gerir það ekki er ekki verið að veita okkur réttar upplýsingar". Ég held að þar hafirðu hitt naglann á höfuðið. Spurðu næsta mann sem þú hittir hvaða viðbrögð forætisráðherra okkar óski eftir eða krefjist frá forsætisráðherra Bretlands í þessu sambandi.Við vitum ekkert í okkar haus og erum ekki dómbær um neitt þó öll höfum við okkar skðanir!

Þau geta talað hátt og skýrt og borið sig mannalega en eigum við að taka mark á þeim ef þau tala tóma tjöru?

Kveðja

Agla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband