Það er í lagi ef Steingrímur hagnast

Eina ferðina enn sjáum við hverja hefndina upp á móti annarri þegar vinstri menn ræða saman. Menn eru afar kokhraustir þegar þeir sitja utan stjórnar og þurfa ekki að bera ábyrgð á því sem þeir segja. Nú bregður svo við að þegar kemur að því að láta verkin tala vilja menn skyndilega eitthvað allt annað.

Steingrímur vill allt í einu endurskoða stóru orðin um AGS og lánið þeirra. Núna vill hann ekki skila því. Skrítið.

Fyrir afar fáum dögum stóð Steingrímur keikur og kallaði manna hæst (án eldunaráhalda þó) að það þyrfti að hreinsa til í FME, Seðlabankanum og Ríkisstjórninni. Ekkert af því fólki sem þar var mátti sitja stundinni lengur. Allir út og það strax.

Þessir ráðherrar sem í ríkisstjórninni sátu báru allir ábyrgð á ástandinu á landinu og skyldu víkja tafarlaust. Axla ábyrgð var í tísku að kalla það.

Hvað gerist næst? Bíddu við, núna er Fylkingin og hennar ráðherrar skyndilega þetta líka fína fólk. Ef Steingrímur fær stól mega spilltu ráðherrarnir sitja áfram í ríkisstjórn.


mbl.is ESB ekki á dagskrá í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Steingrímur er svo mikill kjáni Sannast þarna...... Sælir eru fattlausir að fatta ekki hvað þeir eru vitlausir.   Hehehehe er það ekki einhvern veginn svona.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 29.1.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband