Svona framferði kallar á viðbrögð

Óþverralíður! Skríll! Það vefst ekkert fyrir mér að finna þessari framkomu og þessum aumingjum nöfn við hæfi.

Það er eitt að henda mat í hús, hversu gáfulegt sem það nú er, en annað að ráðast á einstaklinga.

Ef þessir vanvitar telja það við hæfi er vísast að þeim verði svarað í sömu mynt. Sú hætta er fyrir hendi þó ég sé ekki að hvetja til að á þeim sé lumbrað. Ofbeldi lagar ekkert og því vona ég að enginn láti hnefa ráða til að svara þessu.

Ég vil ekki að landið mitt lendi í klónum á svona drasli og tel eins víst að fleiri séu mér sammála með það. 


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Nenni nú ekki að fara í að finna nöfn við hæfi á þína líka. Fólki sem finnst aðalvandamálið í dag vera þessi "skríll", eggjakast, hávaði og nokkrar brotnar rúður í almannaeigu.

Getur verið að það hafi farið framhjá þér að landið þitt sé nú þegar búið að "lenda í klónum" á einhverju miklu ógnvænlegra og alvarlegra fyrirbæri en þessu "drasli" sem þú hatast svona út í ?

Guðmundur Kristjánsson, 21.1.2009 kl. 15:28

2 identicon

"Ofbeldi lagar ekkert og því vona ég að enginn láti hnefa ráða til að svara þessu."

Ég er alveg sammála þér þarna og vona að þessir hálfvitar sjái að sér áður en fólk stórslasast 

Ingimar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Sylvester

Æj búhú búhú, þarf að hringja a vælubílinn handa þér?

Friðsamleg mótmæli eru fín, þau geta skilað miklu. Ghandi mótmælti í áratugi, Martin Luther King mótmælti friðsamlega, tók hann einnig fjöldamörg ár. Nú eru búin að vera friðsamleg mótmæli í bænum í 15 vikur að mig minnir. Það er ekki hlustað á þjóðina þegar hún talar. Við höfum ekki tíma til að sitja á rassgatinu og vona að Geir muni góðfúslega hlusta á okkur og gera eitthvað í málunum.

Sylvester, 21.1.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Skríllinn sem var i Gdansk með Lech Walensa, skríllinn sem var á móti Hitler, skríllinn sem var á móti þrælahaldi, skríllinn sem var á torgi hins himneska friðar. Þetta var nú meira "draslið".

Án gríns, þá er Ísland í klónum á þessu drasli sem situr í ríkisstjórn og á alþingi. Það þarf að losna við það drasl sem fyrst, með góðu eða illu, þeir virðast því miður bara skilja síðarnefndu aðferðina.

Guðmundur Pétursson, 21.1.2009 kl. 15:43

5 identicon

Ég hef engann áhuga á því að bíða rólegur á meðan ráðamenn komast upp með að ræna þjóðina af stolti og fé. við erum of illa sett til að bíða eftir því að mönnum þóknist að segja af sér eða viðurkenna mistök sín og vandann sem af þeim stafaði, því ótrúlegur hluti þeirra vandræða sem Ísland stendur frammi fyrir núna má rekja til spillingar og vanhæfni einstaklinga innan ríkisstofnana, og tala ég þá sérstaklega um forsætisráðherra, yfirmenn FME (hvar var eiginlega FME að fela sig síðustu 3 ár!?) og brúðumeistarann sjálfann; Davíð Oddson.

Það eina sem fólkið í landi vill er að þetta fólk viðurkenni mistök sín og stigi til hliðar svo að þjóðin geti kosið hæfa talsmenn í stað þeirra. Við viljum ekki hafa ykkur, hvað eruð þið að gera þarna ennþá?! 15 vikur af tiltölulega friðsömum mótmælafundum dugðu ekki til og þá er uppreisn næst á dagskrá, það hefur sýnt sig svo oft í sögunni að þetta er einfaldlega næsta skref... ég vona bara að ráðamenn sjái mistök sín áður en þeir verða settir á gapastokkinn á Austurvelli...

Valdemar Örn Erlingsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:49

6 Smámynd: DanTh

 Ólafur.

Það er alveg víst að þjóðin hefur skipst í tvo hópa.  Annar er skríll og hinn er hyski.  Þú tilhveryrir þá væntanlega síðari hópnum

DanTh, 21.1.2009 kl. 15:51

7 identicon

Jæja,

   Ég átta mig ekki alveg á því hver er að væla hérna en ég veit hver er ábyrgur fyrir ástandinu:  Íslenskir Neytendur.

   Ekki þótti ykkur verra þegar þið þurftuð ekki að vinna skítajobbin og fluttuð peninga úr landi eins og þeir væru þorskur og versluðuð ódýrt á Amazon og Ebay, eitthvað drasl sem þið höfðuð aldrei efni á að kaupa til að byrja með en réttlættuð það með því, að þið ættuð en einhvern afgang af laununum ykkur sem enn átti eftir að veðsetja.  Og gerðuð það með gengistryggðum myntkörfu lánum sem voru keypt fyrir með því að selja íslenska peninga úr landi á gjaldeyrismörkuðum.´

   Ekki myndi ég vilja að einhver réðist að mér fyrir að vinna vinnuna mína en ég myndi sannarlega verjast.

   Mótmæli eru í lagi en það sem átti sér stað í gær voru lögbrot, borgaraleg óhlýðni og uppreisn gegn valdstjórninni.  Ásamt því náttúrulega en kveikja í þessu annars fallega jólatré, vinagjöf okkar frá Norðmönnum, sem hafði ekkert um málið að segja.

   Sannarlega hafa einhverjir hérna þörf á vælubílnum en ég er ekki viss um að það sé félagi Ólafur, hann virðist halda sönsum.  Í það minnsta enn um sinn.

Kveðja,

Sigurbjartur Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:00

8 identicon

það er búið að gefa út veiðileyfi á íslenska ráðamenn   100 stig fyrir hausinn á ghh

Sigurður H (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:06

9 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er náttúrulega ákveðin veruleikafirring að fara að tala um dautt jólatré sem á að fara að henda í þessu samhengi.

Hérna er komin upp alvarleg staða og aðalatriðið er að valdhafar eru ekki að ráða við ástandið, ekki frekar en fyrir hrun. þess vegna þarf að skipta þeim út með illu ef ekki annað dugar til.

Best væri að fá þjóðstjórn skipaða af fagfólki.

Guðmundur Pétursson, 21.1.2009 kl. 16:15

10 Smámynd: Sylvester

Sigbjartur, ég segi á móti. Þetta blessaða 'góðæri' sem var hér var einfaldlega uppspuni og árðóður ríkisstjórnarinnar og bankanna sem bjuggu það til úr engu. Ekki er hægt að áfallast íslenska neytendur fyrir að hafa fallið fyrir þeim áróðri.

Sylvester, 21.1.2009 kl. 16:18

11 identicon

Það nefndi einhver skríl sem stóð uppi í hárinu á ýmsum ógnarstjórnum í gegnum tíðina.  Ég spyr á móti, hvernig komust þessar ógnarstjórnir til valda?  Var það ekki með því að hóta pólitískum andstæðingum barsmíðum? Hvernig gerðu Hitler, Mússólíni, Maó og Lenín þetta? Það er sjálfsagt að mótmæla slíkum ógnarstjórnum með ofbeldi, við erum ekki að horfa upp á slíka ógnarstjórn nú, en við gætum hins vegar þurft að horfa upp á það bráðlega.  Ég er hræddur við framhaldið.

Blahh (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:28

12 identicon

Landið mitt er nú þegar í klónum á þessu helvítis drasli sem kallast Sjálfstæðisflokkurinn...hver maður sér það, og það er óþverralýður og skríll...

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:38

13 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Neytendur hegðuðu sér upp til hópa óskynsamlega í fjármálum, en stjórnvöld buðu upp í þann dans.

Bara það að hækka lán íbúðalánasjóðs upp í 90% voru alveg skelfileg mistök og virkaði eins og olía á neyslubálið. Bankarnir fylgdu á eftir, en þar réðu miklu fégráðugir einkavinir ráðamanna sem höfðu fengið bankanna á útsöluprís nokkrum árum áður.

Síðan gerðu fáranlega háir stýrivextir það að verkum að of margir freistuðust til þess að taka lán í erlendri mynt.

Bindiskylda var afnumin.

FME leyfði LI að stofna til þúsund milljarða skulda með ríkisábyrgð í formi innlánsreikninga erlendis.

Fleira mætti tína til. Meginatriðið er það að ráðamenn flutu sofandi að feigðarósi og hafa síðan ekki gert einn einasta hlut af viti síðan hrunið varð.

Þessir kjánar þurfa að víkja sem fyrst.

Guðmundur Pétursson, 21.1.2009 kl. 16:40

14 identicon

Sælir!

  Guðmundur Pétursson!  Ég skal fallast á það, að ekki hafi búið mikil verðmæti í Oslóartrénu en ég skammaðist mín fyrir þann mikla dónaskap sem mér þótti gefandanum, Norðmönnum, sýndur.  Og í mínu nafni.

   En þetta snérist ekki um sjálft tréð, hvað með bekkina í garðinum?  Ég fæ mig enganvegin til að skilja hvernig stendur á þessarri tilgangslausu skemmdarfíkn og trúi því tæplega að þar sé um heilbrigt fólk að ræða.  Í það minnsta ekki með heilbrigðar hvatir.  Jafnframt tek ég ekkert mark á afsökunum eins og reiði eða 'hita leiksins.'  Venjulegt fólk gerir greinarmun á réttu og röngu hvernig sem er.

   Einnig skal ég fallast á, í megin atriðum, síðasta innlegg þitt, því þar á ferðinu eru, að mestu leiti, óhrekjanlegar staðreyndir.  En það er samt engin afsökun fyrir þeirri óhóflegu neyslu, óskynsamlegu nýtingu fjármuna og vanvirðingu fyrir verðmætum sem hefur átt sér stað.  Nær væri að kenni menntakerfinu um að kenna ekki heimilisbókhald í skóla en að kenna Alþingi um að láta fólk komast upp með of mikið.

   Talað er um að einhver skula axla ábyrgð.  Hvernig væri að hinn íslenski neytandi axlaði ábyrgð á sínum ákvörðunum.  Meðal þeirrar ábyrgðar er að taka upplýstar ákvarðanir eða taka ellegar afleiðingunum.

Kveðja,

Sigurbjartur Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband