Nú skyldu menn athuga sinn gang

Ég var ekki á Austurvelli í gær en hef heyrt og séð nóg til að skilja hvernig hlutirnir gerðust. Þessi óaldalýður sem þar kom saman gerði það sko ekki í mínu nafni. Þó ég sé ósáttur við stjórnvöld er ég enn ósáttari við þá þróun mála sem þessi óþverraskríll stendur fyrir. Þessi fáránlega framkoma fáeinna einstaklinga er ólíðanleg. Ég er sannfærður um að þó þarna hafi verið í kringum 2-3000 manns sé sá hluti þeirra sem fyrir ofbeldi stóð lítill minnihluti þess hóps.

Hvort sem núverandi ríkisstjórn og alþingismeirihluti hafa sama kjörfylgi á bak við sig og þau höfðu í síðustu kosningum eða ekki er mér ljóst að það að uþb. 0,5% þjóðarinnar skuli hópast saman, garga út í vindinn og slá saman eldunaráhöldum er ekki nóg til að knýja fram kosningar.

Mér fannst lögreglan standa sig með aðdáunarverðri prýði og hefði átt von á meiri hörku. Í öðrum löndum hefði lögreglan ekki staðið aðgerðarlaus og salla róleg klukkustundum saman. Ég hef enga samúð með fólki sem tekur börn sín með sér á svona atburði og held að þeim væri réttast að láta skoða á sér hausinn frekar en að gagnrýna það að börnunum skuli hafa verið bjargað.


mbl.is Mótmæli fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ja nú verður minn heldur betur hengdur í dag fyrir þetta blogg. 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 21.1.2009 kl. 08:51

2 identicon

fruss ..enda heitirðu líka Ólafur Tryggva..

fruss (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:55

3 identicon

Heyr heyr fyrir´þér Ólafur.  Þessi fámenni hópur þjóðarinnar tönglast sífellt á "þjóðin vill"  og "Þjóðin  þetta og hitt".  Þessi rumpulýður hefur ekki mitt leyfi til þess.

Segi rumpulýður , þetta á ekkert skylt við mótmæli

Kristín Breiðfjörð (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:05

4 identicon

Mikið er ég sammála þér Ólafur. Þessi skríll er ekki þarna í mínu nafni. Mér finnast mótmæli góð og gild en ekki með þessum hætti. Nú bíður maður bara eftir að þetta endi með ósköpum og einhver slasist í þessum látum.

Er líka mjög ósátt við þá mótmælendur geti ekki mótmælt í eigin nafni - þ.e. komið fram og mótmælt án þess að hylja andlit sitt. Mér finnst eins og þeir sem mæta með hulið andlit séu bara þarna til að ná sér í fighting en ekki til að mótmæla í raun. Ég tek ekki mark á þeim.

Og hvað heldur fólk eiginlega,,,, að það geti hagað sér eins og það sýnist án þess að tekið sé á málunum???? Auðvitað vinnur lögreglan sína vinnu. En þeir eru mannlegir eins og við og þegar þér finnst þér ógnað þá bregstu við ekki satt.

Heiða (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:06

5 identicon

einu skrílslætin sem ég sá voru af hendi lögreglunar.

palli (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:07

6 identicon

Smá leiðrétting

Setningin átti að hljóða svona:Er líka mjög ósátt við þá mótmælendur sem geta ekki mótmælt í eigin nafni

Heiða (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:08

7 identicon

Mikið hafi þið sem mótmælið mótmælendum gaman af því að ausa þessu orði "skríll" útum allar trissur. Fyrst við erum að tala um skríl á annað borð, byrjum þá á taka fyrir þetta pakk sem situr sem fastast í öllum stjórnunarstöðum, sem allstaðar annarstaðar í hinum vestræna heimi væri löngu búið að andskotast til að segja af sér við aðstæður eins og nú eru. Og hvaða fáránlega framkoma mótmælenda er það sem þú ert að vísa í? Ég var ekki heldur þarna, en hef séð nóg af myndböndum til að sjá að það var ekkert í gangi nema skyrkast og hávaði sem kom frá mótmælendum. En löggan kaus að spreyja fólkið í burtu samt sem áður. Ég held einmitt að garga og slá saman eldunaráhöldum til lengdar sé góð leið til að láta mótmælin ná til ríkisstjórnarinnar, og það er stórt skref í áttina að nýjum kosningum.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:10

8 identicon

Bíddu við, ertu virkilega hissa að mótmælin skuli magnast og fara þessa leið? Strax eftir næstu mánaðamót eiga mjög margir eftir að bætast á atvinnleysisskrá. Hvað heldurðu að gerist þá. Þeir sem sjá þetta ekki gerst og magnast vita ansi lítíð í sinn haus.......

Einn ósáttur við ástandið (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:11

9 identicon

Sammála, þessi skríll er nákvæmlega sama fólk og hefur eytt sínum sumrum í að skemma vinnuvélar fyrir verktakafyrirtækjum við stóru virkjanirnar.

 Þetta er ákveðin týpa af iðjuleysingja sem sér þörf á því að mótmæla öllu sem gerist í landinu. Jafnvel þó kommúnistaflokkur næði ráðandi meirihluta í ríkisstjórn þá myndi þessi manngerð kúpla yfir í að vera hægrisinnað og byrja að væla aftur.

 Ég skammast mín fyrir að vera frá sama landi og þetta fólk og ég vona að sem flest þeirra sem eru handtekin við að stunda þessi hryðjuverk fái það á sakaskrána sína, þá sjá þau kannski að sér þegar þeim langar loksins til þess að hætta á atvinnuleysisbótunum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:16

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

óaldalýður, óþverraskríll, skríll, ákveðin týpa af iðjuleysingja, hryðjuverk.

Verðskuldaðar nafnbætur á þær þúsundur almennra borgara sem tóku þátt í þessum rúmlega 12 tíma mótmælum á Austurvelli, eða hitt þó heldur.

Þið eruð litlir menn!

Haraldur Rafn Ingvason, 21.1.2009 kl. 09:38

11 identicon

Ég hlæ að þér, Ólafur, ekki með þér.

Agnes (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband