Hvaða kostir eru í stöðunni?

Fólk kallar upp yfir sig af öllum köntum stjórnmálanna. Það er ýmist kallað eftir kosningum strax eða alls ekki. Afsagna er krafist left, right and center. Hausar eiga að fjúka, bara einhverjir hausar. Það er kallað eftir vandaðri umræðu um ESB aðild eða umsókn um aðild strax. Það er náttúrulega svo að þessi sjónarmið geta engan veginn farið öll saman. Þeir sem kalla eftir aðildarumsókn strax geta ekki á sama tíma kallað eftir gaumgæfilegri umræði. Þeir sem kalla eftir kosningum strax geta ekki líka verið að kalla á umsókn um aðild. Þessir hlutir eru klárlega ekki gerlegir á sama tíma. 

Kosningar þurfa undirbúning og hann tekur tíma hversu mikið sem fólki liggur á. Það fólk sem ætlar sér að sitja áfram í stjórnmálum þarf að berjast fyrir endurkjöri en aðrir að berjast fyrir því að komast að. Hvorugur hópanna getur unnið að undirbúningi að aðildarumsókn á sama tíma. Eftir kosningar og myndun nýrrar stjórnar tekur tíma að finna flöt á umsókn, það tekur tíma. 

Mér telst til að fljótlegasta leiðin til að komast að niðurstöðu um hvort ESB aðild er fýsilegur kostur eður ei er að núverandi stjórnvöld fái vinnufrið, mitt í hagkerfishruninu, til að undirbúao og ræða möguleika á aðildarumsókn. Því finnst mér sjálfum dálítið undarlegar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar að nota tækifærið og kjósa bara um allt klappið á einu bretti. Ég skil ekki í því hvernig hún heldur að þetta sé hægt? 


mbl.is Taugastríð Geirs og Ingibjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband