Davíð verður bara að fara með góðu eða illu!

Forsætisráðherra.

Það er afar brýnt að ríkisstjórn Íslands átti sig á því að yfirstjórn Seðlabanka Íslands er allsendis rúin trausti. Sjálfur formaður stjórnar talar út og suður tvísaga og þvert ofan í upplýsingar úr nýlegum skýrslum frá bankanum sjálfum. Það er ekki trúverðugt að láta mann sem hefur misst allt traust höndla þær gríðarlegu fjárhæðir sem núna eru um það bil að streyma til landsins í formi lána frá AGS (IMF) og þeim löndum sem ætla að leggja okkur lið.

Það bendir til mikils veikleika e°f Forsætisráðherra er ekki þess megnugur að víkja þessum mikilvægu stjórnendum frá á þessari ögurstundu. Ef Davíð Oddsyni, hið minnsta, er ekki ýtt til hliðar lítur það út fyrir að hann hafi eitthvert það tak á Forsætisráðherra sem dugar til að við Davíð verður ekki hreyft. Það er sko síst betra. Sá órói sem verið er að magna upp í þjóðfélaginu, meðal annars undir handleiðslu kommúnistanna á www.this.is/nei, fær mikið eldsneyti frá því ástandi sem Davíð er búinn að búa til með sínu framferði. Það er svo auðvelt að slást í lið með þeim og hengja sig á uppköll sem hafa svona stórt skotmark.

Nú er afar mikilvægt að átta sig á þessu ástandi og láta manninn fara og það hratt. Það eru margir aðrir, mun hæfari, sem gegnt geta þessu starfi. Við þurfum að hafa styrkar hendur á þeim stjórnartaumum sem stýra Seðlabanka Íslands. Þetta er alls ekki spurning um að persónugera þann vanda sem að steðjar. Þetta er spurning um að fá meðbyr til að vinna að lausn. Sá meðbyr fæst ekki ef við, þjóðin öll, trúum ekki orðum þeirra sem vandann eiga að leysa. Sá meðbyr fæst heldur ekki ef ráðamenn ganga ekki í takt og Seðlabankastjóri bendir á allt og alla nema sjálfan sig sem sökudólga. Hann verður að víkja og svo sjáum við til. Þjóðin vill sjá stjórnvöld byrja að taka á þeim sem eiga sök á ástandinu og það strax!


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er þingmanna að setja samfélaginu reglur til að starfa eftir, til þess eru þeir kosnir sem okkar fulltrúar.

Þessari skildu hafa þeir brugðist.

Þau voru of upptekin við að úthluta stjórnmálaflokkum landsins miljóna tugi úr Ríkissjóðnum okkar, til að fjármagna reksturinn og lygarnar í okkur.

Þau voru of upptekin við að úthluta sjálfum sér ofureftirlaun ,og sporslur til þeirra sem ekki voru kjörnir síðast að jötunni, þeir sjá um sig og sýna.

Nú hamast þetta fólk við að saka aðra um að hafa brugðist, kjarklausa lyddurnar reka rýtinga í bak allra annarra, í stað þess að axla ábyrgð á eigin aðgerðarleysi.

Er hægt að leggjast mikið lægra, við að drekkja sannleik að hætti tungufossa.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.11.2008 kl. 13:34

2 identicon

Málið er,að Davíð gengur ekki heill til skóar.Ég veit ekki hversu mikið líkamlega, en á sálinni er hann mjög slæmur.Það sýna hans ákvarðanir undanfarin ár . Þess vegna verður hann að láta af starfi. Allir gera sér grein fyrir því nema hann, og það er í sjálfu sér sorglegt. Hann minnir óneitanlega mikið á Ronald Regan forseta sem sat við völd lengi eftir að hann hafði greinst með Alsheimer.

Þetta með alþingismennina það er svo ótrúlega lýgilegt hvað þeir voga sér að gera. Ég hugsa þótt leitað sé um í öllum hinum vestræna lýðfrjálsa heimi, þá finnist hvergi svona "nikkudúkkur".(eins og >Konni hans Baldurs)

j.a. (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband