14.8.2008 | 15:13
Mér er ómótt. Hvern get ég kosið næst.
Á einhver skrítinn hátt er búið að svipta mig kosningarétti í næstu borgarstjórnarkosningum.
Ef Sjálfstæðismenn mynda aftur borgarstjórnarmeirihluta með Framsóknarmönnum lofa ég því að mitt atkvæði í næstu borgarstjórnarkosningum fer ekki til D lista.
Ég mun þurfa að brosa vandræðalega og skammast mín út þetta kjörtímabil og fórna höndum í uppgjöf. Ég er reyndar alsæll að Ólafur F. Magnússon er ekki borgarstjóri lengur en mig setur hljóðan við það að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna skuli vera svona skyni skroppinn að sjá ekki að þetta er þeirra versti leikur í stöðunni.
Þið eruð orðin aðhlátursefni. Meira nú en þegar þið voruð í helgreipum ÓFM. Sá óvinafagnaður sem þið hafið stofnað til mun skaða ykkur, og mig, illa í framhaldinu.
Nýr meirihluti að fæðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin er augljóst val, með Dag í farabroddi. Fyrst þú hefur ekki Sjálfstæðisflokkinn lengur, ferðu varla að kjósa Framsókn og ef þú gerðir það myndirðu sennilega ekki viðurkenna það. Óbeit þín á Ólafi er augljós, ég trúi því ekki að þú farir að kjósa kommúnistana í VG, það er bara eitt val eftir. Illskásta valið, Samfylkingin!
ÁFRAM SAMFYLKINGIN! NIÐUR MEÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN!
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:37
... eða stofna þinn eigin borgarstjórnar flokk og fara í framboð
Anna
Anna (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.