Fyrirtaks þjónusta Íslenska heilbrigðiskerfisins

Álf... ummm... heiður Ingadóttir 'in skynsama er búin að finna út hvernig skal halda Íslenska heilbrigðiskerfinu á floti. Það er löngu dagljóst að Íslendingar eru svo heilsuhraustir að þeir skaffa Íslensku spítölunum ekki næg verkefni. Þetta lýsir sér meðal annars í því að vinkona hennar Forsætisráðherfan ákvað að lækka laun starfsfólks í heilbrigðisgeiranum af því að það er engin skynsemi í því að greiða fólki sem er iðjulaust og illa þjálfað morðfé.

Fleiri merki um þetta verkefnaleysi eru flutningur heilbrigðisstarfsmanna á borð við lækna og hjúkrunarfræðinga til útlanda í von um vinnu. Enn frekara dæmi um þetta er lokun deilda og fækkun sjúkrarúma sem hlítur einnig að mega rekja til verkefnaleysis. Ég er reyndar að gefa mér að þetta sé allt sökum verkefnaleysis því ekki getur verið að pólitísk forysta skjaldborgar fólksins sé svo skyni skroppin að hún herði að heilbrigðisþjónustu landsmanna af neinum öðrum ástæðum.

Sparivinur þeirra, sá sem núna skreytir stofur og ganga á Bessastöðun, náði tökum á "læknamafíunni" þegar hann var fjármálaráðherra hér um árið og hún hefur verið til friðs síðan.

Viti menn, ráðherra heilbrigðismála fann leið til að halda batteríinu á floti. Nú á að flytja til landsins veika færinga sem þarf að tjasla uppá. Þetta mun að sjálfsögðu leiða til þess að deildir munu opna og brottflutt starfsfólk mun flykkjast til landsins. Við þetta mun skapast rekstrargrundvöllur fyrir þessr stofnanir allar.

Plönin er svo að auka á útrásina sem þjóðin er svo hrifin af. Næst á að nema land í Grænlandi og hressa uppá vini okkar í vestri. Við höfum ennfremur augastað á Danmörku. Af hverju að stoppa þar?

Ég er mjög ánægður með þessa styrku stjórnun á heilbrigðismálum landsmanna og held að með þessu móti munu þeir 200 læknar sem þegar eru fluttir af landi brott flytjast til baka í hópum. Ég held að þetta fólk hafi reyndar ekki nokkurn hlut að gera með hærri laun en gáfutröllið í Forsætisráðuneytinu nema kannski þau fáu þeirra sem nenna að leggja eitthvað á sig til að komast í svona læknastarf og ef þau myndu nú drattast til að nenna að vinna almennilegan vinnutíma.

Áfram nú. Okkur vantar miklu fleiri svona sjéní í Ríkisstjórn. Okkur er ekki nó að hafa bara snillinga á Borð við Jón sjávarútvegs eða Svandísi afkomanda samningamannsins snjalla, svo ekki sé minnst á vin lítilmagnans ráðherrann í Skattaráðuneytinu. 

Það er bjart framundan þegar við höfum svona fólk í brúnni. 


mbl.is Færeyskir sjúklingar hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband