30.7.2010 | 09:00
Sjávarfallaþekkingu ábótavant
Mikið vona ég að það sé einhver afar góð skýring á hvers vegna ekki var nægt dýpi fyrir skipið sem Landeyjahöfn var byggð fyrir. Það bara hlýtur að vera.Ég veit ekki hvernig sjávarfalla gætir þarna eða hvernig stendur á akkúrat núna.
Ef um var að ræða stórstraumsfjöru þá skýrir það ekki hvers vegna dýpið var ekki nægt. Flóðatöflur eru almannagagn og ekkert nýtt í þeim.
Mér finnst þetta nánast fyndið og bíð spenntur eftir skýringum.
Herjólfur tafðist um þrjá tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið varðandi dýptina á höfninni er að höfnin er byggð fyrir minna skip sem ristir mun grynnra. En að ekki skuli hafa verið skipulagðar ferðirnar í samræmi við flóðatölur er furðulegt.
Gestur Leó (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 09:11
ég er sammála ykkur - eitt er víst að ef þetta hefði td skeð upp á Grundartanga og það útlent skip þá hefði þurft að kanna botn skipsins til að fá "siglingaheimild" / gott að allt fór vel hér samt
Jón Snæbjörnsson, 30.7.2010 kl. 09:18
Vonandi er skýringin rétt að höfnin hafi ekki verið hönnuð fyrir jafn stórt skip og Herjólf, að vísu svolítið undarlegt því ferjan sem á að nota allavega í nokkur ár í viðbót er Herjólfur.
Það væri öllu verra ef höfnin fyllist svona miklu fyrr af sandi en áætlað hafði verið.
Kjartan Sigurgeirsson, 30.7.2010 kl. 09:30
Það var margbent á þessa hættu ÁÐUR en hafist var handa við byggingu hafnarinnar.
Það var líka margbent á umferðaraukninguna um Selfosssvæðið ÁÐUR en hafist var handa við framkvæmdirnar.
Það var líka margbent á slysahættuna við aukna umferð ÁÐUR en farið var í þetta verk.
En Vestmannaeyinga börðu þetta í gegn -
Núna kemur aftur upp herópið - nýtt skip - nýtt skip -
Nær hefði verið að nýta Þorlákshöfn áfram -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.7.2010 kl. 09:37
Ég vil benda á það,að ef skip hefur strandað á suðurströndinni,þá leið ekki langur tími,að það hefur safnast mikill sandur í kringum flakið.Svo mikill að skipið var komið langt upp á land.
Þetta segir okkur að,ef fyrirstaða er á ströndinni safnast sandurinn í kringum hana.Því má ætla að til að halda höfninni í nothæfri er hætt að sanddæluskip verði að vera í stanslausri notkun.Annars er hætt á að höfnin fyllist í einu fárviðri.
Ingvi Rúnar Einarsson, 30.7.2010 kl. 10:05
gott framtíðarstarf fyrir Björgun
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.7.2010 kl. 11:44
Ingvi; segir ekki "sagan" að landeyjarbændur sumir hafi hengt fjósluktir á kýrnar og leitt þær síðan eftir fjörunni til að lokka skip sem næst landinu í myrkrinu - það "voru" viða falleg fjós þarna í den - harðviðarhurðir úr skipum, kopar kýraugu og annað tengt bátum og skipum
Jón Snæbjörnsson, 30.7.2010 kl. 11:52
"Það var margbent á þessa hættu ÁÐUR en hafist var handa við byggingu hafnarinnar."
Eins og áður hefur komið fram þá var þessi höfn ekki byggð fyrir Herjólf, en auðvitað hefði átt að gera viðeigandi ráðstafanir eftir að það var löngu vitað að nýtt skip kæmi ekki í bráð.
"Það var líka margbent á umferðaraukninguna um Selfosssvæðið ÁÐUR en hafist var handa við framkvæmdirnar."
Á sem sagt ekki að fara í neinar framkvæmdir neins staðar sem gætu haft það í för með sér að umferð aukist einhversstaðar á landinu?
"Það var líka margbent á slysahættuna við aukna umferð ÁÐUR en farið var í þetta verk."
Það er alveg sama hvar umferð eykst, þar mun slysahættan aukast. Á móti kemur að slysahættan í Þrengslunum hlýtur að minnka að sama skapi.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.