30.6.2010 | 12:04
Lykilatriðið er "Einhliða"
Núna skyldu menn slaka aðeins á og átta sig á að þessi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins hafa ekki svo mikið áhrif. Hér eru þessar stofnanir að senda frá sér tilmæli til fjármálafyrirtækjanna eftir pöntun frá þeim sjálfum.
Um hvað fjalla þessi tilmæli? Þau fjalla um það að þau fyrirtæki sem veittu lán í Íslenskum krónum með gengistryggingu, sem nú hefur verið dæmd ólögleg, skuli bara nota annað vaxtatól til að innheimta meira en dómur Hæstaréttar leyfir þeim að gera. Ef þau gera það er einfalt mál fyrir skuldara einfaldlega að hafna þeim kjörum en til að hafa vaðið fyrir neðan sig að deponera fyrir greiðslu næsta gjalddaga eins og greiðslan ætti að vera skv. dómi Hæstaréttar.
Lánadrottnar geta einfaldlega ekki ákveðið einhliða að breyta kjörum lánasamninga þó að Seðlabanki og FME bendi þeim á að gera það.
Ef þessi fyrirtæki sætta sig ekki við þetta þurfa þau að sækja sinn rétt fyrir dómstólunum og þá ættu mál að skýrast.
![]() |
Einhliða aðgerð án alls samráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er einfalt í mínum huga. Ef hægt er að breyta samningum einhliða af sterkari aðila aftur í tímann í ljósi sérstakra aðstæðna þá gilda bara ekki samningar í landinu öllu og við getum þá bara sagt upp lánum okkar með vísan í þennan gjörning komi hann til framkvæmda. Getum bara sagt: "Í ljósi sérstakra aðstæðna (efnahagshrun) skulda ég ekki neitt". Hversvegna? Jú ég segi bara: "Allt í plati, þetta er sko of dýrt, þessvegna gildir lánið ekki lengur, bæ bæ". Svo hætta í kjölfarið öll lög að gilda og við getum bara marserað heim til þeirra og brennt þá á báli ... er það ekki? Er það ekki það sem þeir vildu að fara ekki að lögum?
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 30.6.2010 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.