Vitanlega á ekkert að leiðrétta

Best hefði verið að forsetinn hefði getað haldið í sér í smá stund. Hann sagði ekkert sem forsvarsmenn almannavarna út um allan heim ekki vissu.

Bregður ekki brosi á kjaft
brúnir síga niðrá kinn.
Gæti skammað gamlan raft
gasprandi er forsetinn.

Öskugos er allstór biti
andað getum bráðum létt.
Óli vill að allir viti
you all ain't seen nothing yet.

"If" is not the ansans spurning
alla segir hann við menn
Óttans besta er það smurning
allir segi frekar "when"

Ekki vill hann uppúr kveða
um að gosið réni brátt.
um sig vill hann ótta spreða
askan fer með vestanátt.

Allir kjánar úti í löndum
enginn skilur hvað er næst.
Allt þar fer úr öllum böndum
allt það versta getur ræst.

Ef að Óli ekki talar
örlög þjóða verða hrun.
Eins og kjáni asninn malar
illan kveikir mönnum grun.

Ef, og þegar, uppúr síður
einhvern tíma, kannski seint
Ólafur þá ofurblíður
allvel segist hafa meint.


mbl.is Ögmundur kemur forsetanum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband