Það vildi ég að aðrir fylgdu í kjölfarið

Nú hefur Björgólfur Thor brotið blað í sögu þessa hruns. Ekki einungis hefur hann beðist afsökunar á framkomu sinni, og fengið bágt fyrir, heldur hefur hann núna fullyrt að hann hygðist gera upp sínar skuldir. Jafnvel núna þegar hann sýnir lit, meiri lit en nokkur hinna sem fóru mikinn í Íslensku viðskiptalífi undanfarin ár, er hann úthrópaður og efaður.

Ég ætla ekki að fullyrða að hann muni geta staðið við þetta loforð en það er þú þúsundfalt stærra skref í rétta átt en nokkur hinna hefur stigið.

Hvað er Hannes Smárason að gera? Baugsfeðgar? Wernerssynir? Samskipa-Ólafur? Fons-Pálmi? Hvað hyggjast þessir menn gera til að bæta fyrir sinn hlut í hruninu? Ég hef ekkert heyrt.

Mér finnst lítilmótlegt að kalla eftir blóði, afsökunarbeiðnum og endurgreiðslum og ráðast svo samstundis á þá sem gera tilraun til að bæta skaðann sem þeir hafa valdið. Ég skil vel reiði fólks og veit að enn er langt í land mað að fólk geti fyrirgefið og veit að enn eru opin sár alls staðar í þjóðfélaginu. Þeim á enn eftir að fjölga. Þess vegna er þeim mun mikilvægara að þeim tilraunum sem menn gera til að gera yfirbót sé gefið tækifæri. Ekki vildi ég vera í sporum þessara manna að þurfa að lifa við afleiðingar gerða sinna en þessi heiftarlegu viðbrögð sem eru við þessu útspili Björgólfs eru illa til þess fallin að hvetja aðra til líkra gerða.

Gefum manninum tækifæri til að sýna hvað hann getur staðið við þetta loforð að miklu leyti og dæmum niðurstöðuna þegar hún liggur fyrir. Það er dagljóst að allur skaðinn verður aldrei bættur en það er þó skömminni skárra að klóra í bakkann en að gera alls ekkert. Ólíkt er hann meiri sá sem gerir tilraun til úrbóta en hinn sem ekkert gerir.

Orð eru til alls fyrst og svo sjáum við til hverjar efndirnar verða. Ég bíð í ofvæni.


mbl.is Lánin verða gerð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Ekki leggja trúnað á orð sem frá þessum manni kemur. Engu skal trúað fyrr en peningarnir koma.

Þorgeir Ragnarsson, 20.4.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband