Færsluflokkur: Bloggar
25.1.2010 | 12:40
Þá er bara að finna hæfan mann og kæra aftur
Það væri óþolandi að láta þessa nímenninga sleppa með skrekkinn. Það er ekki nokkur hemja að láta þau komast upp með þetta bara af því að einhverjir aðrir hafa brotið af sér á einhvern hátt sem telja má alvarlegri afbrot.
Það má ekki senda þessu fólki sem kallar sig anarkista og aktivista þau skilaboð að það sé nóg að setja nagla í nefið og túrban á hausinn og þar með sé hægt að komast upp með hvað sem er af því að þeirra málfrelsi trompar varnir Alþingis.
Barnaskapur Borgarahreyfingarinnar er náttúrulega bara hlægilegur og ber að skoðast í því ljósi að þar fer fólk sem heldur að það sé á einhvern máta málsvarar þessa fólks fyrir það eitt að hafa staðið á Austurvelli á sama tíma og þau. Ég kýs sjálfur að brosa að þessari málaleitan þeirra og ýta henni svo til hliðar í afkima þar sem ég geymi minningar um Ástþór, Helga Hós og Þjóðvaka.
Ákæra afturkölluð vegna tengsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.1.2010 | 10:46
Skattaparadísir
Vinstrimenn tala sífellt um að skattkerfið sé tæki til jöfnunar. Það skal sífellt refsa þeim sem með dugnaði og/eða útsjónarsemi ná að skapa sér meiri tekjur. Það skal slá á og drepa niður frumkvæði og dugnað með því að skrúfa upp álögur á þá sem skapa sér hærri tekjur.
Það er ekki skrítið að þetta séu kallaðar skattaparadísir. Þessir staðir eru skjól fyrir þjófum sem seilast í þá peninga sem duglegu fólki tekst að nurla saman og vill fá að halda án þess að öfundsamir undirmálsfiskar komist í þá.
Það að fólk komist í álnir er ekki sami hlutur og að greiða ekki eðlilega skatta og að greiða til samneyslunnar. Einstaklingur með 5 milljónir á mánuði slítur götunum ekki hlutfallslega meira, notar spítala ekki hlutfallslega meira, setur ekki hlutfallslega fleiri börn í skóla.
Nei og aftur nei. En þetta fólk borgar meira til samfélagsins en það fólk sem hefur 500.000/mánuði og sér ekkert eftir því.
Fjármálaráðherra finnst ekki viðeigandi að það sem kallast skattaparadísir hafi svona jákvæði nöfn og vill láta kalla hlutina öðrum nöfnum. Meðan hætta er á því að ríkð dragi sér meira fé en eðlilegt er munu staðir, aðferðir og leiðir til að verja eigur sínar halda jákvæðu nafni.
Ef þarf að tóna þetta niður sting ég uppá eignaskjól, tekjuafdrep, skattvernd eða bara vinstrihlíf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 13:49
Þetta afstaðið og þetta næst
Vorar aftur, vetri slotar
vöknar á í slabbinu.
Ekki lögin undir krotar
áfram heldur klabbinu.
Ekki skrifar undir lög
andar þjóðin léttar.
Lyftir brúnum líkast mjög
lofar gjörðir réttar.
Núna tekur nöldur við
nag og jag og rígur.
Áfram böðlast Alla-lið
ennþá stjórnin lýgur.
Lýður róast loksins mun
langar svo að kjósa.
Hópast út að hefta hrun
Hekla fer að gjósa.
Endurreisnaráætlun í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.3.2010 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 10:41
Hann bara neitaði að mæta
Fær þetta staðist? Getur Svavar "samningamaður" Gestsson bara neitað að mæta á fund fjárlaganefndar? Er hann kannski ekki heill heilsu og kemst ekki úr húsi? Er hann mögulega staddur erlendis upptekinn við samningagerð fyrir þjóðina sem enga þolir bið og kemst því ekki?
Núna leikur mér vorvitni á að vita hvernig Steingrímur Joð bregst við. Hann sagðist bera fulla ábyrgð á Svavari Gestssyni og nú skal hann þá fá manninn til að standa fyrir máli sínu og gera hreint fyrir sínum dyrum.
Ef það er svo að Svavar hafi vísvitandi leynt upplýsingum fyrir Össuri utanríkisráðherra er það þá svo að hann geti gert það án þess að nokkur annar viti af því? Ég segi fyrir mig að það finnst mér ekki sennilegt. Ekkert get ég fullyrt um staðreyndir málsins annað en það sem fjölmiðlar hafa birt en það sem hafa má úr fjölmiðlum vekur ekki traust á ráðamönnum.
Enn sem fyrr þegir Jóhanna Sigurðardóttir þunnu hljóði. Þetta eru leiðtogar í lagi.
Svavar neitaði að mæta á fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2009 | 17:02
Íbúakosningaklúður
Um þessar mundir er mikil undiralda í þjóðfélaginu og mikið kallað eftir meiri og betri aðkomu íbúana að ákvarðanatöku stjórnvalda. Aukið lýðræði er mantra sem sífellt meira er kyrjuð.
Ég hef verið mjög áhugasamur um rafrænar kosningar og þá möguleika sem þær bjóða uppá varðandi bætta aðkomu fólksins að fyrrnefndri ákvarðanatöku. Því er það að ég hrökk notalega við þegar ég sá að Reykjavíkurborg er búin að opna fyrir aðkomu borgaranna í málefnum sem varða forgangsröðun verkefna hjá Borginni. Stórgott, lofsvert framtak núverandi borgaryfirvalda sem undanfarið hafa haldið all-nokkra borgarafundi um skipulagsmál. Því var það með nokkurri eftirvæntingu sem ég fór inn á vefinn www.reykjavik.is/kjostu og tók þátt í þessu fína framtaki. Þetta var spennandi.
Ég kaus, og ég kaus. Já ég kaus tvisvar! Reyndar hafið kerfið vit á því að leyfa mér ekki að kjósa tvisvar með minni kennitölu, það leyfði mér heldur ekki að kjósa með kennitölu fyrirtækis. Kerfið leyfði mér hins vegar að kjósa með kennitölu sonar míns! Ég reyndi bara eina kennitölu umfram mína en það er líka alveg nóg. Þess má geta að ég fékk leyfi hans til að gera þetta.
Grundvöllur svona rafrænna kosninga og velgengni þeirra er traust. Kjósandinn verður að geta treyst kerfinu og niðurstöðum þess.
Ýmislegt þarf að vera tryggt. Meðal þess er að tryggt verður að vera að:
- atkvæði skili sér í talningu
- að kosning sé leynileg
- að kjósandi sé rétt auðkenndur
- að ekki sé hægt að kjósa oftar en einu sinni.
Það eru fleiri hlutir sem þarf að huga að en ég læt þetta nægja í bili. Ef þessir hlutir eru ekki tryggðir getur kjósandi ekki nýtt sér sinn atkvæðisrétt og treyst því að viðeigandi kosning skili neinum árangri.
Svona framkvæmd á rafrænum kosningum er algerlega óþolandi og gerir framkvæmd alvöru rafrænna kosninga þeim mun ólíklegri þar sem þetta grefur stórlega undan vilja kjósenda til að skilja við pappír og blýant á kjörstað.
Núna er allt eins líklegt að einn kjósandi hafið kosið þúsund sinnum um að fá hraðahindranir við Smárarima frekar en að nota peningana í miklu mikilvægari verkefni á borð við fjölgun og ruslastampa í hverfinu.
Hvað veit ég úr því svona illa tókst til?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2009 | 12:38
Umsvif í heilbrigðiskerfinu
Ríkisstjórn íslands, með Álfheiði Ingadóttur í fararbroddi, ætlar að skera hressilega niður í heilbrigðiskerfinu. Sparað skal strax án tillits til afleiðinga.
Man fólk eftir útvarpsviðtali við þessa konu fyrir rúmri viku? Í þessu viðtali sagði Heilbrigðisráðherra, vinstri-græn Álfheiður Ingadóttir frá því að til stæði að flytja inn sjúklinga til aðgerða hérlendis vegna þess að "biðlilstar eru tiltölulega stuttir"! Vill einhver útskýra fyrir mér hvernig hægt er að fjölga verkefnum í heilbrigðiskerfum ef það eru biðlistar yfir höfuð?
Mér er ljóst að þessum sjúklingum fylgja greiðslur. Ef peningar eru málið og ef ástæðan fyrir tilvist biðlista er sú að ríkið kýs að láta lögbundna heilbrigðisþjónustu ekki té er mér spurn hvort yfirvöld hafa ákveðið að innleiða biðlista á ný. Biðlistar eru ekkert annað en pólitískt stjórntæki og nú hefur ríkisttjórnin ákveðið að nota þá aftur.
Gagnrýna niðurskurð í heilbrigðiskerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2009 | 13:08
Vonandi ekki sama klúðrið endurtekið
Ég tek eftir að fólk sem virðist þekkja Stefán þekkir hann sem öðling og heiðursmann. Síst skal ég efast um það þar sem þekki ekki hót til hans. Vandinn er bara að það er ekki sá talent sem þarf til að leiða svona viðræður.
Þeir sem sáu hallelúja RÚV um ESB og Möltu á sunnudag muna eflaust eftir hve mikla áherslu Maltverjar lögðu á að það væri algert höfuð-atriði að afburða fólk væri sett í aðildarsamninga. Það fréttist að Bretar og Hollendingar hefðu sent harðsnúna samningamenn á Svavar og kó og því fór sem fór.
Það sem þarf til að leiða svona samninga er ekki ljúfur nærliggjandi sendiherra. Það þarf leiðindafausk, harðan nagla, stífan kunnáttumann sem vílar ekki fyrir sér að missa heyrnina langtímum saman þangað til menn fara að tala á réttum nótum. Sendiherrar eru fólk sem starfar við að liðka til og aðstoða, ekki knýja fram ýtrustu réttindi annars aðila.
Þegar upp verður staðið skiptir þetta kannski ekki alveg höfuðmáli. Þjóðin mun ekki láta glepja sig undir alvald Brussel og því verður þetta bara sóun á nokkur hundruð miljónum, eða fáeinum milljörðum, í tímabundið gæluverkefni forsætisráðherra.
Stefán verður aðalsamningamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 12:45
SkjárEitt
Ansans vesen. Verst að ekki er hægt að segja áskrift upp fyrirfram.
Stöðin á mikið hrós skilið fyrir sitt framlag til Íslenskrar sjónvarpssögu en stór hluti af því er að hún hefur verið opin og sýnt það hingað til að hún hefur getað það. Ef hún fer í áskrift mun ég ekki kaupa. Hnýti bara fleiri flugur og læri á hljómborðið sem var að koma á heimilis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 08:59
Afleiðingarnar þessarar vitleysu voru algerlega fyrirséðar.
Ríkið hækkaði álagningu á áfengi til að auka skatttekjur af áfengissölu. Það sem gerist, algerlega fyrirséð, er samdráttur í sölu áfengis. Einhver hluti þessa samdráttar er vegna minnkandi neyslu, einhver hluti er vegna aukins smygls og einhver hluti er vegna heimabruggunar.
Nú skilja menn náttúrulega sykurskattinn.
Það sem er ekki ljóst í hvelli er hvort þessi aukna álagning á áfengi skilaði tilætlaðri aukningu á skatttekjum eða bara stækkun þess hóps sem píndur er með þessari auknu álagningu. Það sem er dagljóst er að þessi skattbrálaða ríkisstjórn er orðin stórhættuleg þegar hún er farin að reifa hugmyndir um fjölgun skattþrepa og aukið flækjustig skattkerfisins með tilheyrandi ánauð almennings. Hugmyndir um að "hátekjuskattur" leggjist á tekjur umfram 500þ og hugsanlega annað hærra þrep einhvers staðar þar ofar.
Þetta er bilun sem þarf að stöðva.
Sala á áfengi minnkar um 14% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.10.2009 | 13:15
Sannaðu það þá
Jóhanna, þjóðin trúir þér ekki. Þín frammistaða hefur ekki gefið tilefni til þess. Ef þú ert tilbúin til að sanna þitt mál skaltu bara gera það án frekari málalenginga.
Ummælin fráleitur þvættingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)